240. fundur

06.12.2019 08:15

240. fundur umhverfis - og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 6. desember 2019 kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson, tæknifulltrúi, Sigurður Ingi Kristófersson, deildarstjóri umhverfismála, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Hlíðahverfi - Kynning (2019120007)

Miðland ehf. leggur fram kynningu Arkís arkitekta á tillögu að deiliskipulagi 2. áfanga Hlíðahverfis.

Lagt fram.

Fylgigögn: 

Hlíðahverfi - kynning

2. Dalshverfi III - Kynning (2019120008)

Kanon arkitektar ehf. kynna drög að deiliskipulagstillögu fyrir Dalshverfi 3.

Lagt fram.

Fylgigögn:

Dalshverfi 3 - drög að deiliskipulagi

3. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 275 (2019050554)

Lögð fram til kynningar fundargerð 275. fundar, dagsett 21. nóvember 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar.

Fylgigögn: 

Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingafulltrúa nr. 275

4. Hafnagata 31B - Niðurstaða grenndarkynningar (2019051555)

Þórunn Sveinsdóttir óskar heimildar til að koma fyrir byggingu á lóðinni Hafnagötu 31b í Höfnum en húsið stóð áður við Suðurgötu 19. Húsið hafði verið fjarlægt af lóðinni fyrir nokkrum árum. Grenndarkynning var endurtekin vegna óskar um breytta staðsetningu á lóð. Erindi frestað á fundi dags 15.11.2019.

Erindi samþykkt. Byggingin er innan byggingarreits.

Fylgigögn:

Hafnagata 31b - niðurstöður grenndarkynningar

5. Efstaleiti 20 - Niðurstaða grenndarkynningar (2019100008)

Húseignir Leirdal ehf. óskar eftir að hækka mænishæð úr 4,5 m í 5,6 m til samræmis við önnur hús í götunni. Einnig er óskað eftir að byggingarreitur sé stækkaður til samræmis við aðliggjandi lóð, Efstaleiti 18, samkvæmt uppdráttum JeES arkitekta, dagsettum 15. september 2019. Samþykkt var að senda erindið í grenndarkynningu.

Engar athugasemdir bárust. Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Efstaleiti 20 - fyrirspurn

6. Vatnsnesvegur 7 - Niðurstaða grenndarkynningar (2019100012)

Erik The Red Seafood ehf. óskar eftir að reisa 200 m2 viðbyggingu við fiskvinnsluhús við Vatnsnesveg 7. Viðbyggingin hýsi starfsmannaaðstöðu. Samþykkt var að senda erindið í grenndarkynningu.

Engar athugasemdir bárust. Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Vatnsnesvegur 7 - fyrirspurn

7. Ósk um lóð - Þróunarsvæði við Reykjanesbraut (2019120011)

Smáragarður ehf. óskar með bréfi dags. 29.11.2019 eftir heimild til að þróa reit sem skilgreindur er í aðalskipulagi sem VÞ2. Á svæðinu verði tvær lóðir þar sem á aðra þeirra komi byggingavöruverslun.

Tekið er vel í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

8. Kirkjuvogur 13 - Ósk um heimild til stækkunar (2019051553)

Stofnfiskur hf. óskar heimildar til að byggja hús fyrir eldisker í samræmi við uppdrátt Tækniþjónustu SÁ dags. 25.11.2019.

Á 175. fundi umhverfis- og skipulagsráðs árið 2015 var afgreidd grenndarkynning vegna byggingar á sambærilegum stað og erindi hafnað og m.a. vísað í umsögn Minjastofnunar, sem taldi þörf á fornleifakönnun á lóðinni. Á 229. fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 3. maí 2019 var sambærilegu erindi frestað og óskað nánari gagna sem hafa ekki borist. Ítrekað er að um svæðið gildir hverfisvernd samkvæmt gildandi aðalskipulagi og svæðið nýtur náttúruverndar. Lóðin er svo til fullnýtt, fornleifakönnun hefur ekki farið fram og ekkert deiliskipulag liggur fyrir. Erindi hafnað.

Fylgigögn:

Kirkjuvogur 13 - fyrirspurn og niðurstöður grenndarkynningar

9. Ásabraut 15 - Fyrirspurn (2019110189)

Halldóra Halldórsdóttir og Þórður Arnfinnsson óska heimildar til að reisa bílskúr á lóðinni Ásabraut 15. Meðeigenda samþykki liggur fyrir.

Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

Fylgigögn:

Ásabraut 15 - umsókn um byggingarleyfi

10. Grófin 10A - Breyting á byggingarreit (2019120013)

Verkfræðistofan Riss ehf. fyrir hönd lóðarhafa óskar eftir breytingu á byggingarreit og leggur fram tillögu að skilmálum fyrir byggingu á lóðinni Grófin 10a samkvæmt uppdrætti dags. 28.11.2019.

Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

Fylgigögn:

Grófin 10a - lóðaruppdráttur

11. Grófin 15 - Lóðarveggur (2019120014)

Verkfræðistofan Riss ehf. fyrir hönd lóðarhafa óskar eftir heimild til að reisa vegg á lóðamörkum samkvæmt uppdrætti dags. 28.11.2019.

Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

Fylgigögn:

Grófin 15 - lóðaruppdráttur

12. Dalsbraut 32-36 - Fyrirspurn (2019120016)

Miðbæjareignir óska eftir að fjölga íbúðum um fjórar á hús og stækka byggingarreit húsa á lóðum Dalsbraut 32, 34 og 36.

Erindi frestað.

13. Heimild til að vinna Rammaskipulag fyrir Vatnsnes (2019120017)

Skipulagsfulltrúi fyrir hönd Reykjanesbæjar óskar heimildar til að láta vinna tillögu að Rammaskipulagi fyrir Vatnsnes.

Samþykkt heimild til að vinna tillögu að rammaskipulagi.

14. Heimild til að vinna deiliskipulag vegna nýrrar skolpdælustöðvar (2019080273)

Skipulagsfulltrúi fyrir hönd Reykjanesbæjar óskar heimildar til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi vegna nýrrar skolpdælustöðvar.

Erindi frestað.

15. Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029 - Verkefnis- og matslýsing (2019120018)

Landsnet ehf. óskar umsagnar um Kerfisáætlun 2020-2029 verkefnis- og matslýsingu.

Reykjanesbær gerir ekki athugasemd við Kerfisáætlun 2020-2029 Verkefnis- og matslýsingu.

Fylgigögn:

Kerfisáætlun 2020 - 2029 - verkefnis- og matslýsing

16. Brekadalur 63 - Lóðarumsókn (2019110245)

Magnús Þór Kristófersson sækir um lóðina Brekadalur 63.

Lóðaúthlutun samþykkt.

17. Strætó - Kynning (2019090564)

Kynning lögð fram af Sigurði Inga Kristóferssyni, deildarstjóra umhverfismála.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. desember 2019.