- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson. Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.
Miðland ehf. kynnti drög að deiliskipulagi Arkís arkitekta að 3. áfanga Hlíðahverfis þann 6. desember. Erindi var frestað meðan ráðið skoðaði drögin.
Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í þær skipulagshugmyndir sem voru lagðar fram.
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Dalshverfi 3. Áhersla er á þéttari byggð og lægra hlutfall sérbýla en í fyrri áföngum. Kanon arkitektar kynntu drög að deiliskipulagi Dalshverfis 3 þann 6. desember. Erindi var frestað meðan ráðið skoðaði drögin.
Skipulagslýsing er samþykkt. Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í þær skipulagshugmyndir sem voru lagðar fram.
Dalshverfi - Skipulagslýsing
Dalshverfi III - drög deiliskipulags
Tralli ehf. óskar eftir heimild til að bæta aðstöðu við Fitjar 3 með um 30m2 byggingu fyrir starfsmannaaðstöðu, geymslu og vinnslu hráefnis samkvæmt uppdráttum Verkfræðistofu Suðurnesja dags 10.12.2019.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
Auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi er lokið. Breytingin felst í að snúa byggingu á reit og aðkoma verði norðan megin. Hæðir verði fjórar í stað þriggja og að fjölga íbúðum úr 9 í 15. Byggingarreitur hefur verið færður fjær lóðamörkum Móavalla 2. Ein athugsemd barst, skipulaginu er andmælt vegna skerðingar á útsýni.
Breyting á skilmálum deiliskipulags varðandi húshæðir þá hækkar byggingin aðeins um 45cm frá gildandi deiliskipulagi og hefur ekki áhrif á útsýni. Byggingarreit er snúið og færður fjær götu, sem skerðir útsýni hluta íbúa við Krossmóa 5 lítillega til suðurs, en bætir útsýni allra íbúa Krossmóa 5 til suðvesturs. Við breytinguna er aðkoma á lóð betri og öruggari auk þess sem götumynd Samkaupsvegar og Krossmóa er skýrari.
Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
Vallarbraut 12 - Deiliskipulag
Sveinbjörn Gizurarson óskar heimildar til að breyta bílskúr á lóðinni Reykjanesvegur 54 í vinnustofu og skrifstofuaðstöðu.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
Smáragarður ehf. óskaði með bréfi dags. 29.11.2019 eftir heimild til að þróa reit sem skilgreindur er í aðalskipulagi sem VÞ2. Á svæðinu verði tvær lóðir þar sem á aðra þeirra komi byggingavöruverslun. Skipulagsfulltrúi leggur fram og kynnir drög að samkomulagi Smáragarðs ehf. og Reykjanesbæjar.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Miðbæjareignir ehf. óska heimildar til að auka byggingamagn á lóð um 106m2 og að fjölga íbúðum úr 11 í 15 á hvert hús samkvæmt erindi KRark arkitekt dags. 11.12.2019.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu. Umsækjandi mun bera allan kostnað af breytingum og unnið verði í samráði við Umhverfis- og skipulagsráð ef samþykki fæst.
Dalsbraut 34-36 Stækkun og heildarstærðir
Sæfaxi ehf. óskar eftir að fjölga um eina íbúð í raðhúsalengjunni Mardalur 16-24 samkvæmt uppdrætti KJ hönnun dags. 22.11.2019.
Erindi frestað.
Leiðbeiningar um afgreiðslu á umsóknum fyrir rafræn tilkynninga- og auglýsingaskilti í Reykjanesbæ.
Samþykkt.
Blue Mountain ehf. og Atlantsolía ehf. sækja um að setja upp LED auglýsingaskilti á lóðinni Stapabraut 21 við Reykjanesbraut með umsókn og uppdrætti dags. 20.06.2019. Gildandi deiliskipulag tilgreinir reit fyrir auglýsingaskilti. Sótt er um staðsetningu innan þess reits.
Samþykkt með tilvísun í leiðbeiningarreglur um skilti dags. 12.12.2019.
Skipulagsfulltrúi Reykjanesbær óskar heimildar til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir nýja fráveituhreinsistöð á svæði I2 við Náströnd.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi.
Myndband með tillögu af YouTube
Umhverfissvið Reykjanesbæjar kynnir uppfærðar reglur um graftrar- og verkleyfi.
Samþykkt.
Umhverfissvið Reykjanesbæjar leggur fram drög að umferðar- og samgönguáætlun.
Lagt fram.
Sigurður Ingi Kristófersson deildarstjóri umhverfismála Reykjanesbæjar kynnti uppfært leiðarkerfi almenningsvagna í Reykjanesbæ sem tekur í gildi 05.01.2020.
Leiðarkerfi almenningsvagna - kynning
Magnús Hvanndal Magnússon sækir um lóðina Leirdalur 34.
Lóðaúthlutun samþykkt.
Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi og Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi fóru yfir stöðu skipulags- og byggingarmála í Reykjanesbæ 2019.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. janúar 2020.