250. fundur

05.06.2020 08:15

250. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 5. júní 2020, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 283 (2020010081)

Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 283, dagsett 19. maí í 7 liðum og fundargerð nr. 284, dagsett 4. júní 2020 í 5 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

2. Stakksberg - Drög að umsögn (2019051551)

Skipulagsstofnun hefur sent Reykjanesbæ beiðni um umsögn vegna skýrslunnar Kísilverksmiðja í Helguvík – endurbætur, Mat á umhverfisáhrifum, Frummatsskýrsla apríl 2020.
Drög að umsögn lögð fram. Málinu frestað.

3. Hlíðarhverfi - Deiliskipulag (201920007)

Miðland leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Hlíðarhverfi 2. áfanga samkvæmt uppdráttum og greinargerð Arkís dags. 25. mars 2020. Tillagan var auglýst til 3. júní. Engar athugasemdir bárust.
Ekki tókst að halda íbúafund til kynningar á skipulagstillögunni. Ákveðið er að framlengja auglýsingafrest um 4 vikur svo halda megi kynningu á tillögunni hið fyrsta.

Fylgigögn:

Hlíðarhverfi - Deiliskipulagsskilmálar
Hlíðarhverfi - Deiliskipulagsuppdráttur skýringar
Hlíðarhverfi - Deiliskipulagsuppdráttur

4. Aðalskipulagsvæði IB9 og IB9a (2019060056)

Lagt er til að svæði IB9 og IB9a verði sameinuð og umfang minnkað þannig að svæðið nái ekki austar en deiliskipulagstillaga Dalshverfis III gerir ráð fyrir. Svæði samfélagsþjónustu verði bætt við.
Vísað til samráðshóps um endurskoðun á aðalskipulagi.

Fylgigögn:

Aðalskipulagssvæði IB9 og IB9a

5. Hlíðarhverfi - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi (2020060011)

Farið er fram á þá breytingu á deiliskipulagi hluta Hlíðarhverfis að ekki sé gerð krafa um innbyggðan bílskúr samkvæmt uppdrætti KRark ehf. dags. 28. maí 2020.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Fylgigögn:

Hlíðarhverfi - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

6. Baugholt 7 - Viðbygging (2019050449)

Riss verkfræðistofa, fyrir hönd eiganda Baugholts 7 óskar heimildar til að byggja viðbyggingu við bílskúr samkvæmt uppdráttum dags 23. október 2019.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Baugholt 7 - Viðbygging

7. Heiðarvegur 18 - Viðbygging (2020050081)

Beimur ehf. fyrir hönd eigenda Heiðarvegar 18 óskar heimildar til að byggja viðbyggingu við hús sitt samkvæmt uppdráttum dags 4. maí 2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Heiðarvegur 18 - Viðbygging

8. Bogatröð 10 - Viðbygging (2019090221)

Algalíf ehf. óskar eftir heimild til að reisa viðbyggingar við húsnæði sitt að Bogatröð 10 samkvæmt uppdráttum Vektor ehf. dags. 20. maí 2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Bogatröð 10 - Viðbygging

9. Hótel Keflavík - Tillaga að breyttri götumynd (2020060006)

Hótel Keflavík óskar heimildar til breytinga á aðkomu á lóð og yfirbragði samkvæmt uppdrætti Tækniþjónustu SÁ dags. 6. maí 2020. Breytingarnar ná út fyrir lóðarmörk. Til skýringar er uppdráttur að torgi við hótelið og tengingum við aðliggjandi lóðir, en er ekki hluti af umsókn.
Framkvæmdin er samþykkt en verði unnin í samráði við starfsfólk umhverfissviðs og sé sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Unnin verði nánari útfærsla á yfirbragði götunnar, sem kæmi til afgreiðslu síðar.

Fylgigögn:

Hótel Keflavík - Tillaga að breyttri götumynd

10. Freyjuvellir 28 - Viðbygging (2020050485)

Glóra ehf. fyrir hönd eigenda að Freyjuvöllum 28, óskar heimildar til að reisa viðbyggingu við bílskúr samkvæmt uppdráttum dags. 20. maí 2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Freyjuvellir 28 - Viðbygging

11. Suðurvellir 9 - nýbygging (2020030507)

Suðurvellir ehf. óska eftir heimild til að byggja á lóðinni Suðurvellir 9, samkvæmt uppdráttum VJK ehf. dags 24.05.2017, 5 íbúða raðhús með almennum íbúðum. Eldri grenndarkynning er fallin úr gildi í samræmi við 4. mgr. 44.gr. skipulagslaga 123/2010. Umsóknin felur í sér að húsnæðið sé ekki ætlað fötluðum sérstaklega og byggingin fer út fyrir byggingareit til suðvesturs og fyrirkomulagi bílastæða er breytt.
Athuga þarf með fyrirkomulag bílastæða. Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Suðurvellir 9

12. Aðaltorg - Þróunarsamningur (2020060008)

Aðaltorg ehf. óskar eftir því við umhverfis- og skipulagsráð að félaginu verði veittur þróunar- og forleiguréttur á skipulagssvæðinu sem nefnt er VÞ1 í aðalskipulagi Reykjanesbæjar.
Ráðið fagnar þeirri uppbyggingu sem hefur verið að eiga sér stað á þessu svæði og vel er tekið í erindið. Málinu er hins vegar frestað vegna samkomulags um þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar sem Reykjanesbær er aðili að.

13. Hafnargata 12 - Breyting á deiliskipulagi (2020040425)

Lóðarhafi óskar heimildar til að breyta deiliskipulagi í samræmi við skipulagsuppdrátt JeEs arkitekta dags 29. maí 2020, íbúðum er fækkað úr 58 í 40, heimilt verður að hluti bílastæða verði ofanjarðar en innan lóðar.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna og að haldinn verði íbúafundur á auglýsingatíma.

Fylgigögn:

Deiliskipulag Hafnargata 12

14. Sóltún 20 - Viðbygging (2020050028)

Lóðarhafar óska eftir heimild til viðbyggingar við hús sitt í samræmi við erindi JeES arkitekta dags 1. maí 2020, sem lagt er fram fyrir hönd lóðarhafa. Viðbyggingin felur í sér stækkun anddyris í samræmi við aðrar stækkanir í götunni, bílskúr á norðurhlið og stækkun íbúðar á einni hæð til vesturs aftan hús.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Sóltún 20 - Viðbygging

15. Hreinsistöð við Ægisgötu (2019080273)

Reykjanesbær leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir skolphreinsistöð við Ægisgötu samkvæmt uppdráttum Arkís dags 2. júní 2020. Heimilt verður að byggja á lóðinni skolphreinsistöð, sem verði tvær hæðir að hluta og allt að 900m² að stærð með útsýnispalli.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna og að haldinn verði íbúafundur á auglýsingatíma.

Fylgigögn:

Deiliskipulagsuppdráttur

16. Dansskólinn Danskompaní - Umferðaröryggi í nágrenni Brekkustígs (2020060010)

Erindi Dansskólans Danskompaní til umhverfis- og skipulagsráðs varðandi umferðaröryggi við skólann og tillögur að úrbótum.
Umhverfis- og skipulagsráð tekur heilshugar undir að úrbóta er þörf. Starfsmönnum umhverfissviðs falið að vinna að tillögum að úrbótum til lengri og skemmri tíma eins fljótt og auðið er.

17. Birkidalur 1 - Umsókn um lóð (2020050175)

Heiðar Már Arnarsson sækir um lóðina Birkidalur 1.
Lóðaúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

18. Eikardalur 9 - Umsókn um lóð (2020050176)

Heiðar Már Arnarsson sækir um lóðina Eikardalur 9.
Lóðaúthlutun samþykkt. 

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

19. Eikardalur 12 - Umsókn um lóð (2020050104)

Ævar Örn Auðunsson sækir um lóðina Eikardalur 12.
Lóðaúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

20. Völuás 13 - Umsókn um lóð (2020050445)

Helena Bergsveinsdóttir sækir um lóðina Völuás 13.
Lóðaúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. júní 2020.