04.12.2020 08:15

261. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 4. desember 2020 kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson deildarstjóri byggingar- og skipulagsmála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir sérfræðingur umhverfissviðs, Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Hafnargata 22-28 - Deiliskipulag (2019050478)

Á fundinn mætti Jón Stefán Einarsson JeES arkitektum ehf. og kynnti tillöguna.

Markmið deiliskipulagstillögunnar er að koma til móts við breyttar áherslur og hugmyndir bæjarbúa um uppbyggingu miðbæjarsvæða. Áhersla er lögð á að styrkja stöðu eldri húsa á reitnum og setja þau í lifandi samhengi, jafnvel andstæðu, við vel hannaðar nýbyggingar, búa til skjólgott, sólríkt torg inni á miðjum reitnum, í góðum tengslum við umhverfið, efla blandaða verslun og markaði, minnka vægi skemmtistaða en bæta aðstöðu til viðburða, halda sögu poppmenningar á svæðinu til haga, efla íbúðarhúsnæði og atvinnustarfsemi. í breytingunni felst heimild til nýbygginga á reitnum, aukin áhersla á varðveislu eldri húsa og að viðhalda minnum um hús sem hverfa, auk þess að efla almannasvæði með gerð torgs í tengslum við götur í kring.

Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna. Íbúafundur verði haldinn á kynningartíma.

Fylgigögn:

Hafnargata 22-28 - breyting á deiliskipulagi

2. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingafulltrúa nr. 296 (2020010081)

Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 296. dagsett 1. desember 2020, í 11 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn:

Fundargerð 296. afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa

3. Hafnargata 76 – Fyrirspurn (2020120023)

Tækniþjónusta SÁ ehf. leggur fram fyrirspurn fyrir hönd eigenda Hafnargötu 76 vegna óska eigenda um leyfi til breytinga á húsnæði sínu en um er að ræða: Byggja við vesturhlið í samræmi við uppdrætti dags. 16.11.2020 og einnig vilja eigendur starfrækja gististað í flokki 2 á annarri hæð hússins.

Viðbygging samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2. Lóðin tilheyrir svæði skilgreindu sem miðsvæði M2 í aðalskipulagi. Rekstur gististaða er heimilaður í skipulagi fyrir þetta svæði.

Fylgigögn:

Hafnargata 76 - fyrirspurn

4. Borgarvegur 24 - Leiðrétting á lóðarmörkum (2020110238)

Erindi Sei ehf. fyrir hönd eigenda um leiðréttingu á lóðarmörkum Borgarvegs 24. Afrein verði fjarlægð og lóðin mælist 23x30m eins og í upphafi í samræmi við önnur opinber gögn.

Erindi frestað.

Fylgigögn:

Borgarvegur 24 - erindi

5. Skólavegur 3 (2020080062)

Tækniþjónusta SÁ ehf. leggur fram fyrirspurn fyrir hönd eigenda að Skólavegi 3 um breytingu á bílskúr í íbúðarhúsnæði í samræmi við uppdrátt dags. 20.10.2020.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Umhverfis- og skipulagsráð heimilar að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3, hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd.

Fylgigögn:

Skólavegur 3 - aðaluppdráttur

6. Furudalur 14-16 - Breyting á skipulagi (2020020042)

Bæjarstjórn vísaði sjöunda lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. nóvember sl. Furudalur 14 og 16 – Breyting á deiliskipulagi til frekari skoðunar. Lagt er fram bréf Jóns Viðars Viðarssonar dags. 12. nóvember 2020 með ósk um endurskoðun ákvörðunar.

Erindi frestað.

Fylgigögn:

Furudalur 14-16 - greinargerð

7. Hafnarbraut 2 – Lóðarstækkun (2020120024)

LHG ehf. með erindi dags. 11. nóvember sl. óskar eftir lóðarstækkun Hafnarbrautar 2. Umsögn hafnarstjórnar sem landeigenda dags. 19. nóvember sl. liggur fyrir en þar er lóðarstækkun hafnað að sinni þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Tekið er undir umsögn hafnarstjórnar að afstaða til lóðarstækkunar sé ekki tímabær þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Erindi frestað.

Fylgigögn:

Hafnarbraut 2 - erindi

8. Flugvallarbraut 937 - Uppskipting á lóð (2020110028)

Ásbrú fasteignir ehf. óska eftir uppskiptingu á lóðinni Flugvallarbraut 937. Lóðin er 2,8ha en verði eftir breytingu tvær lóðir 1,38ha og 1,42ha. Erindi frestað á fundi ráðsins dags. 6. nóvember sl. umsögn landeiganda vantaði. Umsögn landeiganda liggur nú fyrir og Kadeco samþykkir fyrir sitt leyti breytinguna.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

Fylgigögn:

Flugvallarbraut 937 - tillaga að uppskiptingu lóðar

9. Faxabraut 20 - Fjölgun íbúða (2020090261)

Eigendur Faxabraut 20 óska eftir að breyta kjallararými í íbúð með erindi dags. 16. júní 2020. Umsögn byggingafulltrúa dags. 7. september sl. liggur fyrir. Erindi var hafnað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs dags. 18. september sl. Nýir uppdrættir Glóru ehf. dags. 26.10. 2020 eru lagðir fram. Byggingafulltrúi metur húsnæðið samkvæmt uppdráttum uppfylla skilyrði íbúðarhúsnæðis. Fordæmi eru við götuna um sambærilega breytingu og sambærilegu húsnæði í sama húsi hefur þegar verið breytt í íbúð.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

Fylgigögn:

Faxabraut 20 - afstöðumynd

10. Njarðvíkurhöfn skipulagslýsing og húsakönnun (2020100160)

Skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi hafnarsvæðis Njarðvíkurhafnar H4 og nýtt deiliskipulag.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að auglýsa skipulagslýsinguna.

Fylgigögn:

Njarðvíkurhöfn, suðursvæði - húsakönnun - tillaga
Njarðvíkurhöfn, suðursvæði - skipulags- og matslýsing

11. Danskompaní - Umferðaröryggi í nágrenni Brekkustígs (2020060010)

Erindi Dansskólans Danskompaní til umhverfis- og skipulagsráðs varðandi umferðaröryggi við skólann og tillögur að úrbótum. Umhverfis- og skipulagsráð tóku heilshugar undir að úrbóta er þörf og var starfsmönnum umhverfissviðs falið á fundi ráðsins dags. 5. júní sl. að vinna að tillögum að úrbótum til lengri og skemmri tíma. Unnið hefur verið í málinu en tillögur liggja ekki fyrir.

Formanni og starfsmönnum umhverfissviðs falið að ræða nánar við forsvarsfólk dansskólans, eigenda húsnæðisins og fulltrúa foreldrafélagsins um aðkomu á lóð og mögulegt samkomulag við nágranna um afnot bílastæða.

12. Skammtímastæði við Hafnargötu (2020110030)

Erindi frá samtökunum Betri bær sem óska eftir að bílastæði við Hafnargötu verði merkt sem skammtímastæði á meira áberandi hátt. Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á fundi dags. 6. nóvember sl. að fela starfsfólki umhverfissviðs að útfæra tillögu sem liggur nú fyrir.

Tillögur lagðar fram.

13. Staðsetning grenndargáma (2020110301)

Tillaga að staðsetningu grenndargáma í sveitarfélaginu. Í gildandi deiliskipulagi fyrir Tjarna- og Dalshverfi ásamt Flugvöllum er gert ráð fyrir grenndargámum. Að auki er tillaga að staðsetningu þeirra á bílastæði við Ráðhúsið og Krossmóa auk Hafna.

Starfsmönnum umhverfissviðs falið að vinna málið áfram.

14. Tjaldsvæði að Stapabraut 21 - erindi frá Happy Campers (2020100218)

Bæjarráð óskar umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs um erindi Happy Campers dags. 14.10.2020.

Staðsetning tjaldsvæðis samræmist gildandi deiliskipulagi.

Fylgigögn:

Tjaldsvæði að Stapabraut 21 - erindi

15. Umsögn vegna breytingar á skipulagslögum (2020010375)

Nefndarsvið Alþingis óskar umsagnar um tillögur starfshóps um breytingu á skipulagslögum.

Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögurnar.

Fylgigögn:

Frá nefndasviði Alþingis - 275. mál til umsagnar
Flutningskerfi raforku - minnisblað og  tillögur átakshóps
Skýrsla starfshóps um tillögur átakshóps í húsnæðismálum varðandi skipulagsmál

16. Eikardalur 12 - Umsókn um lóð (2020110434)

Vignir Örn Ragnarsson sækir um lóðina Eikardalur 12.

Lóðaúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Eikardalur 6 - umsókn um lóð

17. Lerkidalur 1 - Umsókn um lóð (2020110422)

Lárus Þór Guðmundsson sækir um lóðina Lerkidalur 42.

Lóðaúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Lerkidalur 1 - umsókn um lóð

18. Mælaborð sviðsstjóra (2020040004)

Mælaborð lagt fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. desember 2020.