15.01.2021 08:15

263. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 15. janúar 2021, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson deildarstjóri byggingar- og skipulagsmála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir sérfræðingur umhverfissviðs, Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Hlíðarhverfi - breyting á deiliskipulagi (2019120007)

Skipulagsstofnun gerir nokkrar athugasemdir við framsetningu og málsferil skipulagstillögunnar. Gera þarf betur grein fyrir hvernig tillagan samræmist aðalskipulagi varðandi fjölda íbúða og staðsetningu leikskóla. Afla þarf nánari umsagna og huga þarf betur að skörun skipulagstillögu og gildandi deiliskipulags fyrir svæðið.
Málsmeðferð er breytt og farið er með tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi. Aðalskipulagi var breytt Svæðin ÍB28 og ÍB29 voru sameinuð, svo mögulegt væri að safna byggingarheimildum í þennan hluta svæðisins og samtímis var því vísað í heildarendurskoðun aðalskipulags að fjölga íbúðum á sameinuðu svæði í 7-800 íbúðir. Vinna við endurskoðun hefur tafist nokkuð og er ekki lokið. Sveitarfélagið setur þá stefnu að leikskóli sé nærþjónusta í samræmi við gr. 5.3.2.8 og 6.2 í skipulagsreglugerð. Kanna þarf jarðvegsmengun í samræmi við ábendingu Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og koma fyrir aðvörunarljósum í samræmi við ábendingu Isavia. Lagfæra þarf uppdrátt í samræmi við ábendingu Vegagerðar og breyta heiti sem vísar til Hlíðarhverfis 2. áfanga í samræmi við ábendingu Skipulagsstofnunar.
Skipulagsfulltrúa er falið að bregðast við athugasemdum að öðru leyti.
Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Fylgigögn:

a. Hlíðahverfi - Breyting á deiliskipulagi
b. Hlíðahverfi greinargerð
c. Deiliskipulag Hlíðarhverfi

2. Flugvellir - breyting á deiliskipulagi Flugvallarvegar (2020060544)

Breytingin felur í sér að skipulagsmörk stækka þannig að skiplagið nær yfir Flugvallarveg 50 og 52. Flugvallarvegur fellur út og lóðin Flugvallarvegur 50 verður Flugvellir 2a, stærð lóðar var 1861m² en verður nú 2596m² og með nýtingarhlutfallið 0,3. Flugvallarvegur 52 verður Flugvellir 1a. Stærð lóðar var 8620m² en verður nú 13802m² með nýtingarhlutfallið 0,2 samkvæmt uppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja september 2020. Tillagan var auglýst frá og með 12. nóvember 2020 til 31. desember 2020. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Fylgigögn:

Flugvellir

3. Leirdalur 7-13 - breyting á deiliskipulagi (2021010219)

Bjarkardalur ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Leirdal 15-21. Óskað er eftir að í stað 4 tvíbýlishúsa með 8 íbúðum verði heimild fyrir tveimur fjölbýlishúsum með alls 10 íbúðum.
Breyting samræmist ekki götumyndinni og byggðamynstri. Erindi hafnað.

Fylgigögn:

Leirdalur deiliskipulag

4. Háseyla 33 (2020100038)

Agata Ólafsdóttir og Reynir Ólafsson óska heimildar til að reisa um 76m2 bílgeymslu með íbúðarrými á lóðinni í samræmi við uppdrætti Beims ehf. dagsett í september 2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Háseyla 33 Bílgeymsla

5. Ægisvellir 13 - viðbygging sólskála (2021010220)

Davíð Jónsson óskar heimildar til að reisa sólstofu við hús sitt samkvæmt uppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 16.12.2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Ægisvellir erindi

6. Selvík 1 - lóðarstækkun (2021010222)

ESJ vörubílar ehf. sækja um stækkun á lóðinni Selvík 1 með erindi dags. 5. janúar 2020. Ástæða stækkunar er m.a. vegna starfseminnar sem nú er í húsnæðinu og þar sem núverandi bygging er nálægt lóðarmörkum til suðurs og austurs og hefur það hamlandi áhrif þar sem stór tæki eiga erfitt með að komast um þær hliðar hússins.
Erindi frestað. Svæðið allt er í endurskoðun.

Fylgigögn:

Selvík 1 stækkun lóðar - erindi

7. Fitjaás 22 - viðbygging sólskála (2019050585)

Íslandshús ehf. óska heimildar til að reisa sólstofu við hús sitt í samræmi við uppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 31.05.2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Fitjarás 22

8. Birkiteigur 1 - niðurstaða grenndarkynningar (2020020673)

Riss verkfræðistofa ehf. fyrir hönd eiganda Birkiteigs 1 óskar eftir heimild til að setja nýjan kvist á norðurhlið hússins í samræmi við kvist á suðurhlið samkvæmt uppdrætti dags. 13.11.2020. Erindið var samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2. Erindið var auglýst og andmæli bárust. Andmæli bárust frá næstu nágrönnum vegna mögulegs endurkasts sólar af gluggum í kvisti.
Með tilliti til höfuðáttanna er ólíklegt að sólarljós speglist frá gluggarúðunni í kvistinum. Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Birkiteigur 1

9. Furudalur 14-16 - Breyting á deiliskipulagi (2020020042)

Óskað er heimildar til að breyta parhúsi í fjögurra húsa raðhús samkvæmt uppdrætti Riss verkfræðistofu ehf. dags. 13.10.2020. Erindinu var hafnað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 6. nóvember sl. Bæjarstjórn vísaði erindinu aftur til umhverfis- og skipulagsráðs á fundi 17. nóvember sl. Lagt er fram bréf Jóns Viðars Viðarssonar dags. 12. nóvember 2020 með ósk um endurskoðun ákvörðunar og undirskriftalista nágranna móttekinn 4. janúar 2021 með áskorun um að ákvörðun ráðsins þann 6. nóvember standi óbreytt.
Umhverfis- og skipulagsráð sér ekki ástæðu til að breyta ákvörðuninni þrátt fyrir ágætlega orðað bréf með ósk þar um þá samræmist breytingin ekki götumynd og byggðamynstri. Erindi er hafnað.

Fylgigögn:

Furudalur 14-16 greinargerð
Fururdalur 14-16 athugasemdir

10. Suðurgata 50 - stækkun á húsi (2021010223)

Daniel Michael Gilbert og Inga María Backman óska heimildar til að hækka þak um meter ásamt ýmsum öðrum smærri breytingum á húsi sínu við Suðurgötu 50 í samræmi við erindi móttekið 4. janúar 2021.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Grenndarkynning Suðurgata 50

11. Suðurnesjalína 2 - umsókn um framkvæmdaleyfi (2019050744)

Umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. dags. 11. desember 2020. Um er að ræða um 7,45km 220 kw. raflínu í samræmi við valkost C í mati á umhverfisáhrifum. Ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir svæðið en lega raflínunnar samræmist aðalskipulagi.
Meðfylgjandi umsókninni eru eftirtalin fylgigögn:
a. Umsókn um framkvæmdaleyfi dags. 11. desember 2020.
b. Jarðvárskýrsla dags. 28. maí 2020.
c. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum nr. 201901126. dags. 22. apríl 2020.
d. Framkvæmdaleyfisgreinargerð september 2020.
Skipulagsfulltrúa falið að útbúa framkvæmdaleyfi ásamt greinargerð í samræmi við framlögð drög. Erindi frestað.

Fylgigögn:

SN2 umsókn
Jarðvá matsskýrsla
SN2 framkvæmdaleyfisgreinagerð
Suðurnesjalína 1 álit um mat á umhverfisáhrifum

12. Nafngift á hringtorgi við Aðalgötu (2021010224)

Aðaltorg ehf. leggur fram erindi dags. 18.12.2020 þar sem þess er farið á leit að hringtorg á Reykjanesbraut við Aðalgötu verði nefnt Aðaltorg.
Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í erindið og samþykkir nafnið Aðaltorg fyrir sitt leyti.

Fylgigögn:

Vegagerðin - Aðaltorg

13. Strandsækin starfsemi Reykjanes aðalskipulag (2021010226)

HS orka hf. leggur fram erindi dags 6. janúar 2021 vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjanesbæjar um athafnasvæði fyrir strandsækna starfsemi, svo sem fiskeldi og annan iðnað sem vill nýta strauma frá virkjun og sjó.
Tekið er vel í erindið og er því vísað til starfshóps um endurskoðun aðalskipulags.

Fylgigögn:

Endurskoðun aðalskipulags

14. Hopp fyrir Reykjanesbæ (2021010228)

Hopp Mobility ehf. leggur fram erindi um að veitt sé leyfi fyrir Joseph Feyen til að opna og reka stöðvalausa deilileigu fyrir rafhlaupahjól í Reykjanesbæ. Þjónustan væri rekin sem sérleyfi (e. franchise) undir formerkjum Hopp Mobility ehf. sambærileg og í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Sérleyfið væri tímabundið í 2-3 ár sem eina deilileigan á svæðinu.
Umhverfissviði er falið að gera drög að tímabundnum samningi til reynslu um afnot af bæjarlandi fyrir og rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafhlaupahjól og leggja fyrir umhverfis- og skipulagsráð. Erindi frestað.

Fylgigögn:

Hopp kynning

15. Dalshverfi III úthlutunarskilmálar (2019050472)

Nýjar götur og lóðir verða til í Dalshverfi III en ákveða þarf hvernig staðið verður að lóðaúthlutunum.
Erindi frestað.

Fylgigögn:

Reglur um lóðaveitingar
Dalshverfi III deiliskipulag
Dalshverfi III greinagerð og skilmálar

16. Umhverfis- og loftslagsstefna Reykjanesbæjar (2020021391)

Drög að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar lögð fram með beiðni um umsögn.
Umhverfis- og skipulagsráð og framtíðarnefnd hafa unnið saman að endurskoðun Umhverfisstefnu Reykjanesbæjar og leggja nú fram drög að nýrri Umhverfis- og loftslagstefnu Reykjanesbæjar til umsagnar hjá nefndum og ráðum bæjarins.
Að loknu umsagnarferli þá munu umhverfis- og skipulagsráð og framtíðarnefnd leggja umhverfis- og loftslagstefnuna fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Óskað er eftir almennri umsögn um stefnuna. Auk þess er beðið um ábendingar um praktísk verkefni tengd viðkomandi málaflokki sem nýtast til þess að ná markmiðum umhverfis- og loftslagsstefnunnar og ættu erindi inn í aðgerðaráætlun sem gerð verður í framhaldi af samþykkt stefnunnar.

17. Starfsáætlun umhverfissviðs (2021010231)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri kynnti starfsáætlun umhverfissviðs 2021.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir yfirgripsmikla og metnaðarfulla starfsáætlun.

Fylgigögn:

Starfsáætlun umhverfissviðs 2021

18. Menningarstefna Reykjanesbæjar - beiðni um umsögn (2019051729)

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar óskar eftir umsögn um drög að Menningarstefnu Reykjanesbæjar 2020-2025.
Erindi frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. janúar 2021.