287. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12 18. febrúar 2022, kl. 08:15
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert J. Guðmundsson, Jón Már Sverrisson, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.
1. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 322 (2022010016)
Lögð fram til kynningar fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 322, dags. 10. febrúar 2022 í 7 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.
2. Kaffi Duus – viðbygging (2022020999)
Kaffi Duus ehf. óskar heimildar til að reisa viðbyggingu við norðurhlið húss í samræmi við uppdrætti Riss verkfræðistofu dags. 4. febrúar 2022.
Unnið er að endurskoðun deiliskipulags á svæðinu. Erindi frestað.
3. Ásbrú - skipulagslýsing (2020090491)
Erindi frestað.
Fylgigögn:
Skipulagslýsing
4. Breyting á deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi - breytt skipulagsmörk (2021050334)
HS orka leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við uppdrátt VSÓ ráðgjöf. Breytingin felst í að skipulagsmörk eru færð að sveitarfélagamörkum.
Þar sem engar aðrar breytingar eru á deiliskipulaginu er breytingin samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingin varðar ekki aðra en sveitarfélagið og umsækjanda.
Fylgigögn:
Breyting á deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi
5. Dalshverfi III - lóðaumsóknir (2019050472)
Ríflega 600 umsóknir bárust í 25 lóðir einbýlis-, par-, rað- og fjölbýlishúsa. Skipulagið gerir ráð fyrir samtals 175 íbúðum á lóðunum.
Töluverð úrvinnsla er við þessar umsóknir og ákveðið hefur verið að fresta úthlutun til aukafundar umhverfis- og skipulagsráðs föstudaginn 25. febrúar 2022.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. mars 2022.