325. fundur umhverfis- og skipulagsráðs var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 20. október 2023, kl. 08:15
Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir og Sigrún Inga Ævarsdóttir.
Að auki sátu fundinn Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Sveinn Björnsson byggingafulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Guðbergur Ingólfur Reynisson boðaði forföll. Sigrún Inga Ævarsdóttir sat fundinn í hans stað.
1. Bílastæðasjóður (2022100414)
Skipulagsfulltrúi lagði fram samþykkt um bílastæðasjóð. Skipaður var starfshópur, umsagna leitað hjá hagsmunaaðilum og unnið úr þeim umsögnum sem bárust.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að senda drög til umsagnar á ráð og nefndir Reykjanesbæjar.
2. Sjónarhóll - ósk um breytingu á deiliskipulagi (2023100320)
atNorth með erindi dags. 10. október óskar eftir því að Reykjanesbær taki til skoðunar breytingu á deiliskipulagi á lóðum við Sjónarhól 4 og 6 sbr. meðfylgjandi skýringarmynd.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að Reykjanesbær vinni tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjónarhól og Vogshól í samvinnu við lóðarhafa.
Fylgigögn:
Sjónarhóll - ósk um breytingu á deiliskipulagi
3. Metanframleiðsla á Reykjanesi - mat á umhverfisáhrifum - umsögn (2022120312)
Skipulagsstofnun óskar umsagnar um mál nr. 0567/2023 í skipulagsgáttinni. Nordur PTX Reykjanes áformar að reisa 56 MW verksmiðju á Reykjanesi við hlið Reykjanesvirkjunar í auðlindagarði HS Orku. Í verksmiðjunni verður koldíoxíð sem fengið er úr afgasi jarðvarmavirkjunar HS Orku í Svartsengi, ásamt vetni sem er framleitt úr vatni með rafgreiningu, notað til að framleiða metan til eldsneytisnotkunar í Evrópu. Sem hluti af framkvæmdinni er skoðað að leggja gaslögn frá Svartsengi að verksmiðjunni.
Reykjanesbær gerir ekki athugasemd við niðurstöðu umhverfismats. Helstu neikvæðu áhrifin eru á ásýnd lands og jarðmyndanir en að mestu innan lóðar. Til þess ber að líta að áhrifin eru innan svæðis með skilgreindri landnotkun sem iðnaðarsvæði.
Fylgigögn:
Umhverfismatsskýrsla
4. Skipasmíðastöð Njarðvíkur - lóðarumsókn (2023100321)
Skipasmíðastöð Njarðvíkur (SKN) með erindi dags. 17. október 2023 sækir um aðstöðu fyrir yfirbyggða skipakví og lóð henni tengdri í samræmi við gildandi deiliskipulag, svæði sem er stækkun út í hafnarsvæðið til austurs og stækkun á núverandi lóð Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur (SKN) til suð-austurs.
Lóðarúthlutun samþykkt með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar.
Fylgigögn:
Skipasmíðastöð Njarðvíkur - lóðarumsókn
5. Hringbraut 90 - bílskúr (2023100242)
Eggert Gunnarsson óskar heimildar að bílgeymsla á lóðinni sé skilgreind sem vinnustofa með tilheyrandi útlitsbreytingu. sbr. uppdrætti Unit dags. 11.06.2020.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
Fylgigögn:
Hringbraut 90 - bílskúr
6. Brekadalur 58 - stækkun byggingarreits (2023100115)
Björn E. Halldórsson óskar heimildar til að breikka byggingareit úr 8 m í 10 m með erindi dags. 8. október 2023.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
Fylgigögn:
Brekadalur 58 - stækkun byggingarreits
7. Miðgarður 22 - lóð (2023100162)
Þórður K. Magnússon með erindi dags. 10. október 2023 óskar eftir úthlutun lóðar sem útbúin verði vestan við Miðgarð 20.
Um opið svæði er að ræða skv. aðalskipulagi Reykjanesbæjar. Erindi hafnað.
Fylgigögn:
Miðgarður 22 - lóð
8. Borgarvegur 3 - gistiheimili (2023100225)
Sýslumaður óskar umsagnar um leyfi samkvæmt lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, til reksturs gististaðar í flokki II-C að Borgarvegi 3, Reykjanesbæ. Gestafjöldi er 6 manns.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2 í samræmi við reglur um gistiheimili á íbúðasvæðum í Reykjanesbæ.
9. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 355 (2023010043)
Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi lagði fram til kynningar fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 355 í 7 liðum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. nóvember 2023.