326. fundur

03.11.2023 00:00

326. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Kadeco að Skógarbraut 946 þann 3. nóvember 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Jóhann Gunnar Sigmarsson.

Að auki sátu fundinn Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Sveinn Björnsson byggingafulltrúi, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Helga María Finnbjörnsdóttir boðaði forföll. Jóhann Gunnar Sigmarsson sat fundinn í hennar stað.

1. Íþróttasvæði og skólalóð - kynning (2023100054)

Eva Stefánsdóttir kynnti skýrslu starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja og -svæða.

Fylgigögn:

Skýrsla starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja og  -svæða.

2. Hlíðarhverfi 3. áfangi - drög að deiliskipulagi (2019120007)

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. leggja fram drög Arkís arkitekta ehf. að deiliskipulagi þriðja áfanga Hlíðarhverfis. Breyta þarf aðalskipulagi.

Lagt fram. Mikilvægt er að skoða uppfærslu deiliskipulags vestan Móahverfis í samráði við haghafa.

3. Skógrækt á Njarðvíkurheiði - breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 (2019060056)

Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi og Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi kynntu tillögu að skógrækt á Njarðvíkurheiði. Lýsing verkefnis og umhverfismat fyrir breytingu á aðalskipulagi liggur fyrir en kanna þarf betur skuldbindingar sem sveitarfélagið gengst undir með slíkri landnotkun. Óskað er heimildar til að fylgja málinu eftir.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að fylgja málinu eftir og hefja samráðsferli.

Fylgigögn:

Skógrækt á Njarðvíkurheiði - breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035

4. Fitjabraut 3 - ósk um lóðarstækkun (2023060233)

Fasteignafélagið Lón óskar eftir lóðarstækkun á lóð sinni við Fitjabraut 3. Erindið var tekið fyrir hjá hafnarráði 15. júní 2023 og á fundi umhverfis- og skipulagsráðs dags. 23. júní 2023 var erindinu frestað. Forsendur stækkunar lóðar eru ekki lengur fyrir hendi og lóðarhafi hefur ekki endurnýjað umsókn miðað við breyttar forsendur samkvæmt tilmælum.

Umhverfis- og skipulagsráð hafnar erindi um lóðarstækkun.

Guðbergur Ingólfur Reynisson D-lista og Gunnar Felix Rúnarsson U-lista sitja hjá.

5. Myllubakkaskóli lóð - breyting á deiliskipulagi (2023060243)

Stjórn Eignasjóðs samþykkir framkomnar teikningar af Myllubakkaskóla á fundi dags. 19. september 2023. Deiliskipulagi fyrir reitinn var frestað þar til tillögur að yfirbragði byggingar og fyrirkomulagi lóðar lægju fyrir.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samvinnu við skipulagsfulltrúa.

Fylgigögn:

Myllubakkaskóli lóð - breyting á deiliskipulagi

6. Akurbraut 15 - fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu (2023110023)

JeES arkitektar leggja fram fyrirspurn f.h. landeigenda Tító ehf. Óskað er heimildar til að breyta deiliskipulagi. Á reit fyrir eina einbýlishúsalóð og eina parhúsalóð komi fimm fjölbýlishús með 22 íbúðum. Deiliskipulagið í heild gerir ráð fyrir 32 nýjum einbýlishúsum og einu parahúsi.

Erindi frestað.

7. Hrannargata - deiliskipulag (2019100209)

Fasteignaeigendur, landeigendur og lóðarhafar við Hrannargötu, Vatnsnesveg og Víkurbraut leggja fram sameiginlega ósk um gerð deiliskipulags sem markað er í uppdráttum umsóknar dags. 2. október 2019. Tillagan var auglýst en breytingar á aðalskipulagi sem vinna þurfti samhliða var það tímafrek að deiliskipulagstillöguna þarf að auglýsa að nýju.

Umhverfis- og skipulagsráð veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Fylgigögn:

Vindgreining

Deiliskipulagstillaga, Vatnsnes - Hrannargata 2-4

8. Hvammur í Höfnum - fyrirspurn (2023030720)

Sveinn Enok Jóhannsson með erindi dags. 17. október 2023 leggur fram fyrirspurn um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir um 4000 m2 spildu undir frístundahús.

Erindi frestað.

9. Seljavogur 2a - deiliskipulag (2023110007)

Víkingur Sigurðsson með erindi dags. 20. október 2023 óskar heimildar til að vinna tillögu að deiliskipulagi á landareign sinni Seljavogi 2a undir þyrpingu húsa af svipuðu yfirbragði og byggðin í Höfnum.

Erindi frestað.

10. Bolafótur 9 - ósk um lóðarstækkun (2023110025)

Eignasalan ehf. f.h. eigenda með erindi dags. 26. október óskar eftir lóðarstækkun til vesturs. Lóðarstækkun nýtist til fjölgunar bílastæða og bætts aðgengis að húsi.

Erindi frestað.

11. Reykjanesvegur 40 - breyting á skipulagi (2023110026)

Asista Verktakar ehf. óska eftir skipulagsbreytingum sem heimila uppbyggingu og rekstur á gistiheimili með 33 herbergjum. Hæð verði bætt ofan á núverandi hús.

Erindi frestað.

12. Framkvæmdaleyfi HS Orku við Reykjanesvita (2023110008)

HS Orka með erindi dags. 13. október óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarholum VAT1 og RN-30/RN-17 og gerð aðkomuvegar að borteig VAT1 í samræmi við skipulagsáætlanir og ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir framkvæmdaleyfið með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags fyrir svæðið.

13. Framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar í Njarðvíkurhöfn (2023080391)

Vegagerðin og Reykjaneshöfn með erindi dags. 18. október 2023 óska eftir framkvæmdaleyfi við Njarðvíkurhöfn vegna dýpkunar, gerð brimvarnargarðs og stálþilskants í samræmi við deiliskipulag og umsögn Skipulagsstofnunar við matsskyldufyrirspurn.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir framkvæmdaleyfið.

14. Stakksbraut 15 - lóðarumsókn (2023110022)

Cf 123 ehf. sækir um lóðina Stakksbraut 15. Jákvæð umsögn hafnarstjórnar liggur fyrir.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir lóðarúthlutun.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:37. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. nóvember 2023.