332. fundur

23.02.2024 08:15

332. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 23. febrúar 2024 kl. 08:15

Viðstödd: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.

Að auki sátu fundinn Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Starfshópur um breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar (2019060056)

Farið var yfir helstu breytingar og stöðu þeirra.

2. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 (2021090354)

Anna Karen Sigurjónsdóttir sjálfbærnifulltrúi Reykjanesbæjar mætti á fundinn og kynnti minnisblað um breytingu á úrgangsmálum og innheimtu gjalda.

3. Smáhýsi heimilislausra (2023070008)

Minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs um húsnæðismál íbúa sem glíma við fjölþættan vanda í Reykjanesbæ lagt fram. Settur hefur verið á fót starfshópur til að vinna að þessu verkefni. Unnið er að því að finna húsunum stað í bænum.

Lagt fram.

4. Keflavíkurborgir ÍB35 - breyting á aðalskipulagi (2019060056)

Kynningu á skipulagslýsingu er lokið, nokkrar umsagnir bárust. Míla minnir á strenglagnir. Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar leggur áherslu á að fyrirhuguð uppbygging hafi ekki áhrif á umferðarflæði og hraða um Garðskagaveg frá því sem nú er. Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á að svæðið er innan mikilvægs fuglasvæðis, Rosmhvalaness, en þar er langstærsta sílamáfsvarp landsins og því er æskilegt að framkvæmdir hefjist utan varptíma svo þær hafi sem minnst áhrif á fuglalíf.

Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir að tekið verði tillit til innsendra ábendinga og lögð verði fram tillaga á vinnslustigi.

Fylgigögn:

Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2032 og nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð í Keflavíkurborgum - skipulagslýsing
Keflavíkurborgir - umsagnir

5. Ásbrú rammaskipulag - drög til kynningar og skipulagslýsing (2019050477)

Kynningu á vinnslustigi er lokið. Ábendingar bárust sem unnið verður úr. Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar bendir á að Keflavíkurflugvöllur er að hluta til herflugvöllur með tilheyrandi hávaða frá herflugvélum. Nauðsynlegt sé að fram komi í væntanlegum skipulagsskilmálum svæðisins allar nauðsynlegar upplýsingar um starfsemi á flugvellinum í næsta nágrenni svæðisins. Væntanlegir íbúar verði þannig að fullu upplýstir um hvers má vænta í þessu sambandi. Landsnet leggur á það áherslu að skipulag svæðisins taki fullt tillit til flutningsmannvirkja fyrirtækisins á svæðinu. Gera þarf grein fyrir staðsetningu og umfangi strengja, afmörkun helgunarsvæða og þeim takmörkunum sem gilda. Isavia myndi fagna samstarfi og samvinnu við Kadeco og Reykjanesbæ í vinnunni við rammahluta aðalskipulags á Ásbrú varðandi þróun og uppbyggingu á þessu svæði í tengslum við svæði Háaleitishlaðs sem er innan flugvallargirðingar. Margvísleg tækifæri gætu legið í þeirri samvinnu og samlegð í uppbyggingu og þróun svæðanna beggja megin girðingar sem þarf og ættu að skoðast heildstætt.

Fylgigögn:

Rammahluti aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020-2035 fyrir Ásbrú - Skipulagslýsing
Rammahluti aðalskipulags Reykjanesbæjar á Ásbrú - umsagnir

6. Holtaskóli - Sunnubraut 32 (2024010471)

Óskað er heimildar til að vinna breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar grunnskólans Holtaskóla við Sunnubraut 32. Skólinn verður 6309 m2 en var 4548 m2. Nemendafjöldinn er óbreyttur, 420 nemendur. Skólinn stækkar um 1761 m2 með tveggja hæða viðbyggingu og bætt er hæð ofan á einnar hæðar húshluta.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samráði við skipulagsfulltrúa.

Fylgigögn:

Holtaskóli - aðaluppdættir

7. Hafnargata - skipulagslýsing deiliskipulags (2024020309)

Reykjanesbær leggur fram lýsingu Nordic Office of Architecture fyrir deiliskipulag. Skipulagssvæðið nær til svæðis sem er skilgreint sem miðsvæði M2 í gildandi aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035. Skipulagssvæðið skiptist upp í ólík svæði. Þar er m.a. Hafnargata og umhverfi hennar sem er fremur þéttbýlt svæði og svo er einnig að finna óbyggt svæði á milli Hafnargötu og Ægisgötu sem situr á landfyllingu ásamt grænu svæði sem er mikið nýtt á hátíðardögum í bænum. Mikil tækifæri eru til uppbyggingar á svæðinu og góðir þróunarmöguleikar til að mynda sterka heild og líflegt miðbæjarumhverfi.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að auglýsa skipulagslýsinguna.

Fylgigögn:

Deiliskipulag - Hafnargata og Náströnd - skipulagslýsing

8. Básvegur 11 - aflýsing lóðarleigusamnings (2023060130)

Um er að ræða samruna þriggja lóða, bærinn er með lóðarleigusamning vegna einnar lóðarinnar þ.e. Básvegar 11. Samningurinn er síðan 1929 og rennur út 2029. Lagt er til að aflýsa lóðarleigusamningi sem sveitarfélagið er lóðarhafi að svo hægt verði að gefa út lóðarblað og hefja uppbyggingu á lóðunum.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir aflýsingu lóðarleigusamnings.

9. Bílastæðasjóður (2022100414)

Skipulagsfulltrúi lagði fram drög að samþykkt um bílastæðasjóð. Skipaður var starfshópur, umsagna leitað hjá hagsmunaaðilum og unnið úr þeim umsögnum sem bárust.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að senda drög til umsagnar á ráð Reykjanesbæjar auk þess sem leitað var umsagna hagaðila aftur. Tvær umsagnir hafa borist. Uppfærð drög að samþykkt um bílastæðasjóð lögð fram.

Umhverfis- og skipulagsráð vísar uppfærðum drögum að samþykkt um bílastæðasjóð til umsagnar í ráðum sveitarfélagsins.

10. Kynning á niðurstöðu - Hafnargata 23 (2022110326)

Erla Bjarný Gunnarsdóttir, lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs, kynnti niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Fylgigögn:

Hafnargata 23 - úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

 11. Kynning á niðurstöðu - Hólmbergsbraut 13 (2023090353)

Erla Bjarný Gunnarsdóttir, lögfræðingur umhverfis- og framkvæmdasviðs, kynnti niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Fylgigögn:

Hólmbergsbraut 13 - úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

12. Borholur og lögn - Njarðvíkurheiði (2024020217)

HS Orka óskar eftir framkvæmdaleyfi f.h. Almannavarna. Á vegum Almannavarna er verið að undirbúa borun eftir lághitavatni á utanverðum Reykjanesskaga sem neyðarráðstöfun ef orkuver í Svartsengi yrði óstarfhæft. Óskað er eftir að hefja framkvæmd við gerð borteigs með einhvers konar bráðabirgðaleyfi frá sveitarfélaginu, eða með flýtileið sbr. bréf skipulagsfulltrúa: Borholur á Njarðvíkurheiði - bráðabirgðaheimild fyrir RN-38 dags 20. febrúar 2024.

Umrædd framkvæmd er með vitund og vilja sveitarfélagsins. Framkvæmdin skal þó ekki vera umfangsmeiri en brýnasta þörf krefur og einskorðast við fyrirhuguð borplön og aðkomu að þeim ásamt lögnum. Jafnframt skal án tafar undirbúa og hefja þá vinnu sem þarf svo mögulegt verði að gefa út framkvæmdaleyfi til framkvæmda sem brýtur ekki í bága við gildandi skipulagsáætlanir og ákvæði laga og reglugerða eða rétt annarra.

Fylgigögn:

Borholur á Njarðvíkurheiði - bráðabirgðaheimild fyrir RN-38

13. Reykjanesbær - Visitor Card (2024010268)

Óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs vegna hugmyndar um Visitor card sem er rafrænt kort fyrir erlenda gesti í Reykjanesbæ sem t.a.m. gildir í sýningarsali og sundlaug Reykjanesbæjar.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að almenningssamgöngur verði hluti af gestakortinu. Lagt er til að kortið gildi fyrir alla gesti Reykjanesbæjar en ekki eingöngu fyrir erlenda gesti.

14. Þróun Reykjanesbrautar milli Fitja og flugstöðvar (2019060056)

Myndaður var samráðshópur um þróun Reykjanesbrautar með fulltrúum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Isavia. Kadeco var fengið til að leiða samráðið í samhengi við K64. Lagt fram minnisblað, Reykjanesbraut (41) Hafnavegur-Garðskagavegur – Frumdrög – Verkefnisáætlun. Minnisblaði er ætlað að útlista þá aðferðafræði sem beitt verður við að uppfæra valkostagreiningu frumdraga frá 2020 og leggja nýtt mat á aðalvalkost fyrir heildaruppbyggingu.

15. Jafnréttisáætlun 2023-2027 (2022080621)

Bæjarráð óskar eftir umsögn um jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar.

Umhverfis- og skipulagsráð lýsir yfir ánægju með jafnréttisáætlunina og gerir ekki athugasemdir við hana.

16. Vefstefna Reykjanesbæjar 2024-2027 (2023060380)

Bæjarráð óskar eftir umsögn um vefstefnu Reykjanesbæjar 2024-2027 ásamt aðgerðaáætlun 2024.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við vefstefnuna.

17. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 358 (2024010105)

Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi lagði fram til kynningar fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 358 í 14 liðum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:56. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. mars 2024.