335. fundur

05.04.2024 08:15

335. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 5. apríl 2024, kl. 08:15

Viðstödd: Eysteinn Eyjólfsson varaformaður, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.

Að auki sátu fundinn Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Daníel Örn Gunnarsson fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Róbert Jóhann Guðmundsson boðaði forföll. Díana Hilmarsdóttir sat fundinn í hans stað.

1. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 361 (2024010105)

Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa lagði fram til kynningar fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 361 í 8 liðum.

2. Bílastæðasjóður - umsagnir (2022100414)

Skipulagsfulltrúi lagði fram drög að samþykkt um bílastæðasjóð. Skipaður var starfshópur, umsagna leitað hjá hagsmunaaðilum og unnið úr þeim umsögnum sem bárust. Umhverfis- og skipulagsráð vísaði uppfærðum drögum að samþykkt um bílastæðasjóð til umsagnar í ráðum sveitarfélagsins.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi samþykkt um bílastæðasjóð.

Fylgigögn:

Samþykkt um Bílastæðasjóð Reykjanesbæjar

3. Mælaborð umhverfis- og framkvæmdasviðs (2023030009)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kynnti mælaborð sviðsins.

Lagt fram.

4. Leirdalur 7-9 - fjölgun íbúða á lóð (2024040037)

Riss verkfræðistofa f.h. lóðarhafa óskar eftir að bæta við þriðja parhúsi við á lóðinni Leirdalur 7-9.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 43. grein skipulagslaga, málsgrein 2. Breytingin verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.

Fylgigögn:

Leirdalur 7-9 - fjölgun íbúða á lóð

5. Faxabraut 7 - fyrirspurn um hækkun á þaki (2024030067)

Rúnar Pálmarsson óskar heimildar til að hækka þak á Faxabraut 7 um 1 - 1,5 m og bæta við kvistum með erindi dags. 5. mars 2024. Meðeigendasamþykki liggur ekki fyrir.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um meðeigendasamþykki og grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2. Breytingin verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.

Fylgigögn:

Faxabraut 7 - fyrirspurn um hækkun á þaki

6. Brekadalur 69 - fyrirspurn um staðsetningu bílskúrs (2024030290)

Tyrfingur Á. Þorsteinsson óskar eftir heimild til að hafa bílskúr að vinstra megin í húsinu miðað við kvaðir á lóðablaði sbr. erindi dags. 13. mars 2024.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 43. grein skipulagslaga, málsgrein 3. Breytingin verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.

Fylgigögn:

Brekadalur 69 - fyrirspurn um staðsetningu bílskúrs

7. Birkiteigur 1 (2024040039)

Riss verkfræðistofa óskar eftir heimild fyrir hönd eiganda að breyta bílskúr í 44,3 m2 stúdíó íbúð. Bílgeymslan stendur sér á lóð. Sami eigandi er að öllum eignarhlutum.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2. Breytingin verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.

Fylgigögn:

Birkiteigur 1 - breyting á notkun bílageymslu

8. Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 - Hafnir, Hvammur og Seljavogur 2a (2019060056)

Auglýsingu skipulagslýsingar er lokið. Umsagnir bárust sem tekið hefur verið tillit til og unnin hefur verið vinnslutillaga. Óskað er heimildar til að auglýsa vinnslutillöguna.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að auglýsa vinnslutillöguna.

Fylgigögn:

Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 - Hafnir - Reykjanesbær

Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 - breyting Höfnum

Aðalskipulagslýsing - breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035

Aðalskipulagslýsing - frístundabyggð á landi Hvamms í Höfnum - Reykjanesbæ

9. Barna- og ungmennaþing Reykjanesbæjar - tillögur ungmennaráðs (2023110099)

Erindi frá sjálfbærniráði sem hefur tekið saman drög að þremur verkefnum og hægt er að ráðast í á næstu vikum. Verkefnin eru að fjölga útiflokkunartunnum á skólalóðum, í skrúðgörðum og við Fjörheima, fjölga tækifærum til að ungmenni geti sagt sína skoðun á umhverfismálum og bæta lýsingu í ungmennagarðinum og á Öllavelli. Sjálfbærniráð vísar tillögunum til umhverfis- og skipulagsráðs til frekari skoðunar.

Umhverfis- og skipulagsráð fagnar framkomnum hugmyndum og verkefnum. Starfsfólk umhverfis- og framkvæmdasviðs er að vinna að verkefnum skyldum þessum og mun vinna þau áfram í samstarfi við ungmennaráð.

10. Atvinnustefna Reykjanesbæjar (2023020501)

Atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar hafði það verkefni að skapa atvinnustefnu Reykjanesbæjar en fá sveitarfélög á Íslandi hafa vaxið jafn hratt á undanförnum árum. Því er afar mikilvægt að móta skýra stefnu í atvinnumálum til framtíðar. Atvinnustefnan markar þær áherslur sem sveitarfélagið hefur valið í atvinnumálum út frá samfélagsgreiningu, menntunarstigi og þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár. Einnig var stuðst við framtíðarsýn Reykjaneshafnar til 2030 sem hefur lagt línurnar varðandi hafnsækin atvinnumál í komandi framtíð. Næstu skref eru að leitast eftir að þróa áfram þau verkefni sem eru þegar hafin í atvinnumálum og sækja ný verkefni sem falla innan þess ramma sem sveitarfélagið hefur þegar sett.

Umhverfis- og skipulagsráð fagnar framlagðri Atvinnustefnu Reykjanesbæjar. Eysteini Eyjólfssyni varaformanni falið að koma athugasemdum ráðsins til atvinnu- og hafnarráðs.

11. Fráveitusamþykkt Reykjanesbæjar (2024030272)

Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála mætti á fundinn undir þessu máli.

Lögð fram til samþykktar fráveitusamþykkt Reykjanesbæjar.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir framlagða fráveitusamþykkt Reykjanesbæjar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. apríl 2024.