- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sveinn Björnsson byggingafulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Helga María Finnbjörnsdóttir boðaði forföll og sat Valgerður Björk Pálsdóttir fundinn í hennar stað.
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga sbr. uppdrátt VSÓ ráðgjöf dags. 22.10.2024 . Breytingin felur í sér tilfærslu á jarðstreng rafveitu á stuttum kafla norður fyrir íbúðabyggð ÍB11. Það dregur úr raski á byggðu svæði og tryggir öryggi jarðstrengs.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Fylgigögn:
Tillaga að óverulegri breytingu
Við breytingu á deiliskipulagi fjölgar lóðum á skipulagssvæðinu úr 12 í 14. Breytingin nær til lóða 2-8 við Vogshól sbr. uppdrætti VSÓ dags. 10.11.2023. Heildarstærð lóða fer úr 227.160 m2 upp í 317.690 m2. Heildar hámarksbyggingarmagn fer úr 198.284 m2 í 263.842 m2. Vegna breyttrar legu mun fyrirkomulag og númer lóða breytast.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða auglýsingu á breytingu aðalskipulags.
Fylgigögn:
Breyting á deiliskipulagi - Vogshóll - Sjónarhóll
Deiliskipulagsbreyting - Reitur A12
Um er að ræða heildarendurskoðun deiliskipulags frá 2013. Deiliskipulagstillagan er unnin í samræmi við ákvæði í skipulagslögum nr. 123/2010 og byggir á stefnumótun í Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 auk rammaskipulagi Ásbrúar (rammahluta aðalskipulags) og Þróunaráætlunar Kadeco: K64. Frá gildandi deiliskipulagi eru skipulagsmörk víkkuð og lóðamörkum breytt á afmörkuðum stöðum. Skilmálar fyrir blágrænar ofanvatnslausnir settir. Nýtingarhlutfall aukið. Einnig er skilgreint betur stígakerfi og landslagsmótun utan við byggðina á Tæknivöllum. sbr. uppdrætti og greinargerð Arkís dags. 28.10.2024.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að kynna vinnslutillögu að breytingu deiliskipulags Tæknivalla.
Fylgigögn:
Teiknistofan Tröð leggur fram erindi dags. 11.10.2024 f.h. FSR og HSS með ósk um heimild til að byggja sjúkrabílamóttöku ásamt hjólageymslu á bílastæði lóðar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við Skólaveg 6 og stækka bílastæði. Auk þess er gert ráð fyrir að byggja utan um varmadælur sem settar voru upp til að tryggja rekstraröryggi vegna mögulegra skemmda á hitaveitulögn.
Sjúkrabílamóttakan er fyrir 2 sjúkrabíla og er gegnumakstur í gegnum bygginguna. Hjólageymslan er sambyggð með sér inngangi að Sólvallagötu. Byggingin er um 200 m² og allt að 5 m há. Til að tryggja greiðan akstur frá sjúkrabílamóttökunni er óskað eftir að fá að stækka plan 4,5 m út fyrir lóðarmörk inn í skrúðgarðinn. Runnagróður við lóðarmörk yrði færður til sem stækkun nemur.
Byggingin tekur upp mörg bílastæði og er óskað eftir að bæta þau upp með því að útbúa stæði sem fara 4,5 m út fyrir lóðarmörk. Bílastæði og aksturplan út fyrir lóðarmörk er um 330 m². Óskað er eftir að aðskilja innakstur og útakstur með því að setja upp nýja útkeyrslu frá lóð.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
Fylgigögn:
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - fyrirspurn
Þórhallur Garðarsson f.h. lóðarhafa Faxafell ehf. Óskað er eftir því að umhverfis- og skipulagsráð taki deiliskipulagstillöguna fyrir að nýju og útskýri frekar við hvað er átt varðandi nýtingarhlutfall og yfirbragð, verði tillögunni hafnað að nýju.
Umhverfis- og skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Óskað er eftir stækkun á byggingarreit til suðurs um 1,5 m og að leyft verði að byggja 190 m² einbýlishús á einni hæð í stað 170 m² húss. Nýtingarhlutfall fer úr 0,19 í 0,22.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
Fylgigögn:
Tjarnabraut 36 - breyting á skipulagi
Óskað heimildar fyrir þremur LED skiltum á horn Hjallavegar og Njarðarbrautar á lóð Hljómahallar í Reykjanesbæ í stað skiltis með prentuðum auglýsingum og lýsingu. Núverandi stærð er 300 cm x 200 cm (breidd x hæð) og er hugsunin sú að kaupa LED-skilti sem eru sem næst þeim hlutföllum í stærðum, eru að hámarki með 7500 cd/m3 og með ljósskynjara. Skiltið væri þríhyrningur sem vísar í suðurátt að Njarðvíkurkirkju, í norðurátt niður Njarðarbraut og í vesturátt niður Hjallaveg.
Erindi frestað.
Óskað er eftir heimild til reksturs minna gistiheimilis við Sólvallagötu 12. Umsækjanda var bent á að umsóknin félli ekki að reglum sveitarfélagsins vegna þess að ekki eru næg bílastæði á lóð. Umsækjandi óskar heimildar til að nýta bílastæði við ráðhúsið að Tjarnargötu 12 eða við Sundmiðstöð sem eru í um 300 m göngufjarlægð.
Umsóknin fellur ekki að skilmálum sveitarfélagsins og verður ekki grenndarkynnt. Umhverfis- og skipulagsráð hafnar erindinu.
Drög að samþykkt Reykjanesbæjar um skilti í lögsögu Reykjanesbæjar lögð fram til kynningar.
Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir umsögnum viðeigandi nefnda og ráða.
Epoxy Gólf ehf. sækja um lóðina Fuglavík 27.
Lóðarúthlutun samþykkt.
AM trésmíði slf. sækir um lóðina Fuglavík 39.
Lóðarúthlutun samþykkt.
Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi lagði fram til kynningar fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 371 í 12 liðum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. nóvember 2024.