372. fundur

19.09.2025 08:15

372. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 19. september 2025 kl. 08:15

Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur I. Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.

Að auki sátu fundinn María Kjartansdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur, Margrét Lilja Margeirsdóttir deildarstjóri umhverfismála, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Nesvellir - Móavellir - breyting á deiliskipulagi (2025090167)

THG arkitektar leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi reita Móavalla 3 og 5. Tillagan felst í að byggingarreitir að Móavöllum 3 og 5 verði stækkaðir um 50 cm til vesturs og austurs og kjallara bætt við Móavelli 3 og 5. Breytingin er sett fram á uppfærðum deiliskipulagsuppdrætti dags. 5. júní 2025.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.

Fylgigögn:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Nesvalla - íbúða- og þjónustusvæðis

2. Hjúkrunarheimili við Keilisbraut 753 og 754 (2025090236)

Erindi Icelandic Home ehf. um fyrirhugað hjúkrunarheimili og breytingu á lóðum.

Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í erindið og felur lögfræðingi umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram.

3. Bergvegur 12 - fjölgun íbúða úr einni í þrjár (2025080151)

Erla María Guðmundsdóttir, fyrir hönd ZZ Sport ehf., óskar heimildar til að fjölga íbúðum á Bergvegi 12 úr einni í þrjár samkvæmt erindi dags. 12. ágúst 2025.

Breytingin samræmist ekki skipulagsskilmálum sveitarfélagsins. Erindi hafnað.

Fylgigögn:

Teikningar og skráningartafla - íbúð A og B
Teikningar og skráningartafla - íbúð C

4. Lindarbraut 624 - viðbygging (2025080332)

Reykjanesbær óskar heimildar til að byggja viðbyggingu við Lindarbraut 624, Háaleitisskóla, sbr. uppdrætti dags. 19. ágúst 2025.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.

Fylgigögn:

Lindarbraut 624 - grunnmynd - útlit - snið
Lindarbraut 624 - breytingar
Lindarbraut 624 - gólfhitalagnir

5. Hreinsistöð í Höfnum (2025070018)

Deiliskipulag hreinsistöðvar í Höfnum tekur til 648 m2 lóðar þar sem gert er ráð fyrir dælubrunni og hreinsistöð. Grenndarkynningu er lokið. Samantekt athugasemda og viðbrögð við þeim lögð fram.

Gæta þarf þess að raska umhverfi sem minnst vegna þessarar þörfu framkvæmdar. Tekið verður tillit til athugasemda. Málinu frestað.

Fylgigögn:

Hafnir hreinsistöð - deiliskipulag
Hreinsistöð í Höfnum - umsagnir

6. Ljósleiðarinn - framkvæmdaleyfi (2025080305)

Ljósleiðarinn ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara að vatnstanki ofan Eyjavalla, að tengistöð nr. 2 við Valhallarbraut 741 og að tengistöð nr. 3 við Flugvallarbraut 79. Eftirfarandi var bókað á 370. fundi umhverfis- og skipulagsráðs: Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2. Óskað er eftir því að bókunin verði endurskoðuð og fallið verði frá grenndarkynningu.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3, að falla frá grenndarkynningu þar sem sýnt er fram á að leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við framlögð gögn.

7. Fitjabraut - gangandi og hjólandi umferð (2025090263)

Þjónusta hefur aukist við Fitjabraut með tilkomu þriggja stórra verslana. Svæðið er athafnasvæði (AT9) í aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035. Mikilvægt er að tryggja örugga leið fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á svæðinu. Drög að legu göngu- og hjólastígs liggja fyrir.

Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í erindið og samþykkir fyrirliggjandi drög að legu göngu- og hjólastígs við Fitjabraut. Deildarstjóra umhverfismála er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Fylgigögn:

Fitjabraut - göngu- og hjólastígur - mögulegt útlit

8. Náttúruhamfaratryggingar - byggingar á þekktum hættusvæðum (2025090242)

Erindi til sveitarfélaga frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er varðar 16 gr. laga nr. 55/1992.

Lagt fram. Umhverfis- og skipulagsráð hefur kynnt sér erindið frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 387 (2025010022)

Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 387 lögð fram.

Fylgigögn:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 387


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:58. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. október 2025.