11.12.2019 14:00

382. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11. desember 2019 kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar (2019051289)

Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður öldrunarþjónustu Reykjanesbæjar, mætti á fundinn og kynnti framgang verkefnis um samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar.

Verkefnið hefur gengið vel og er verið að leggja lokahönd á skýrslu um samþættinguna.

2. Regluverk fyrir notendasamráðshópa aldraðra og fatlaðra (2019120096)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, gerði grein fyrir stöðu mála varðandi notendaráð í málefnum aldraðra og fatlaðs fólks.

Öldungaráð Reykjanesbæjar hefur þegar tekið til starfa.

Skipaðir hafa verið þrír fulltrúar hagsmunaaðila í notendaráð um málefni fatlaðs fólks en ekki hafa verið skipaðir fulltrúar sveitarfélagsins. Velferðarráð óskar eftir að bæjarráð tilnefni þrjá fulltrúa í notendaráð um málefni fatlaðs fólks.

3. Framfærsla 2020 (2019120098)

Málinu frestað.

4. Starfsáætlun velferðarsviðs 2020 (2019120103)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, kynnti drög að starfsáætlun sviðsins fyrir árið 2020.

5. Heildarendurskoðun á reglum um félagsþjónustu sveitarfélagsins (2019120104)

Velferðarráð felur sviðsstjóra að hefja vinnu við endurskoðun reglna um félagslega þjónustu og setja í forgang reglur um þjónustu við fatlað fólk.

6. Fundargerð aðalfundar öldungaráðs Suðurnesja 26. október 2019 (2019110170)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð aðalfundar öldungaráðs Suðurnesja  2019

7. Fundargerð öldungaráðs Reykjanesbæjar 28. nóvember 2019 (2019100037)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 3. fundar öldungaráðs Reykjanesbæjar

8. Fundargerð stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 11. nóvember 2019 (2019050525)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 11. nóvember 2019

9. Fundargerð samtakahópsins 3. desember 2019 (2019050292)

Fundargerðin lögð fram.

Velferðarráð lýsir yfir ánægju með þá áherslu sem lögð er á hreyfingu barna og hvetur til þess að haldið verði áfram með þá vinnu.

Fylgigögn:

Fundargerð samtakahópsins 3. desember 2019
Hreyfingarleysi barna

10. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2019050519)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, fór yfir mælaborð og tölulegar upplýsingar vegna nóvembermánaðar. Helga María Finnbjörnsdóttir, mannauðsráðgjafi, mætti á fundinn og kynnti nýtt mælaborð.

Fylgigögn:

Tölulegar upplýsingar - nóvember 2019


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. desember 2019.