14.10.2020 14:00

391. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 14. október 2020 kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Vajzovic Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldumála, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2021 (2020060158)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, kynnti fjárhagsramma velferðarsviðs vegna fjárhagsáætlunar 2021.

2. Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd (2020100128)

Útlendingastofnun óskar eftir að hefja viðræður við Reykjanesbæ um nýjan þjónustusamning og breytingar á samningsskilmálum vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Iðunn Ingólfsdóttir, verkefnastjóri, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

Velferðarráð felur starfsmönnum velferðarsviðs að afla frekari upplýsinga um málið.

3. Áfangaheimili (2020060125)

Lögð fram fjárhagsáætlun vegna áfangaheimilis sem forsvarsmenn Minningarsjóðs Þorbjörns Hauks Liljarssonar, Öruggs skjóls, hafa hug á að opna í Reykjanesbæ og kynnt var á fundi velferðarráðs 10. júní sl.

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, gerði grein fyrir málinu.

Velferðarráð felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga. Afgreiðslu frestað.

4. Kjarnahópur til vellíðunar og virkni (2019060209)

Kjarnahópur til vellíðunar og virkni er reynsluverkefni sem unnið er í samstarfi Reykjanesbæjar og Vinnumálastofnunar. Verkefnið lýtur að því að virkja þann hóp einstaklinga sem hefur notið þjónustu beggja aðila um langt skeið með það að markmiði að þeir verði aftur þátttakendur á vinnumarkaði. Félagsmálaráðuneytið hefur samþykkt að veita 15,3 m.kr. fjárframlagi til Reykjanesbæjar vegna verkefnisins.

5. Samræmd móttaka flóttafólks (2020021431)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, gerði grein fyrir stöðu málsins.

6. Suðurnesjaskýrsla 2020 (2020080157)

Starfshópur um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum kynnti í vor aðgerðaáætlun í 17 liðum til að bæta þjónustu og efla sveitarfélög á svæðinu. Beint framlag ríkisins til aðgerðanna er 250 m.kr.

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála, kynnti samninga sem Reykjanesbær hefur gert við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum um tvö verkefni sem eru hluti af aðgerðaáætluninni. Verkefnin eru Sterk framlína í krafti fjölbreytileikans og Samfélagsrannsóknir.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða Suðurnesjaskýrsluna og umfjöllun á vef Stjórnarráðs Íslands

7. Stjórnsýsluúttekt á velferðarsviði (2020021011)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, fór yfir stöðu aðgerða í kjölfar stjórnsýsluúttektar á sviðinu.

8. Málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (2020080113)

Forstjóri og framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mæta á fund með bæjarfulltrúum, velferðarráði, lýðheilsuráði og öldungaráði Reykjanesbæjar þriðjudaginn 20. október nk. þar sem farið verður yfir upplýsingar um starfsemi og þjónustu stofnunarinnar með sérstakri áherslu á þjónustu heilsugæslustöðvar.

9. Fundargerð Samtakahópsins 18. september 2020 (2020010330)

Fundargerðin lögð fram.

Velferðarráð telur starfsemi Fjörheima, 88 Hússins og Skjólsins til fyrirmyndar. Þar er faglegt og gott starf unnið sem stuðlar að jákvæðum samskiptum og sterkri félagsfærni barna og ungmenna í sveitarfélaginu í anda Allir með verkefnisins.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtakahópsins 18. september 2020
Fjörheimar, 88 húsið og Skjólið - kynning
Með því að smella hér má skoða kynningarmyndband Fjörheima og 88 Hússins á YouTube

10. Fundargerð stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 21. september 2020 (2020021261)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð stjórnar öldungaráðs Suðurnesja 21. september 2020

11. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2020021149)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.

Fjárhagsaðstoð

Í júní 2020 fengu 134 einstaklingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 18.607.766. Í sama mánuði 2019 fengu 92 einstaklingar greiddan framfærslustyrk.

Í júlí 2020 fengu 142 einstaklingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 21.226.230. Í sama mánuði 2019 fengu 95 einstaklingar greiddan framfærslustyrk.

Í ágúst 2020 fengu 146 einstaklingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 20.730.953. Í sama mánuði 2019 fengu 94 einstaklingar greiddan framfærslustyrk.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í júní 2020 fengu alls 227 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.118.927. Í sama mánuði 2019 fengu 162 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning.

Í júlí 2020 fengu alls 223 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.045. 110. Í sama mánuði 2019 fékk 171 einstaklingur greiddan sérstakan húsnæðisstuðning.

Í ágúst 2020 fengu alls 217 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 2.984.470. Í sama mánuði 2019 fékk 171 einstaklingur greiddan sérstakan húsnæðisstuðning.

Áfrýjunarnefnd

Í júní 2020 voru 7 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 3 erindi voru samþykkt, 1 erindi var frestað og 2 erindi voru dregin tilbaka.

Í júlí 2020 voru 13 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 8 erindi voru samþykkt, 3 erindum var synjað, einu erindi frestað, 2 erindi samþykkt að hluta og 1 erindi dregið til baka.

Í ágúst 2020 voru 11 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 5 erindi voru samþykkt, 4 erindum synjað og 2 erindum frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. október 2020.