393. fundur

09.12.2020 14:00

393. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 9. desember 2020 kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Vajzovic Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna (2020120051)

Lögð fram kynning á frumvarpi sem félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Framlagning frumvarpsins er liður í umfangsmiklum breytingum í þágu barna sem hafa verið í undirbúningi í félagsmálaráðuneytinu.

Velferðarráð fagnar þessu frumvarpi og bindur miklar vonir við það. Frumvarpið rímar vel við þá áherslu í stefnu Reykjanesbæjar að börnin séu mikilvægust og þá áherslu sem unnið er eftir í verkefninu Barnvænt sveitarfélag.

Fylgigögn:

Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna - kynning

2. Stjórnsýsluúttekt á velferðarsviði (2020021011)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir stöðu málsins.

3. Fjárhagsáætlun 2021 (2020060158)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs kynnti fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2021.

4. Fundargerð Samtakahópsins 26. nóvember 2020 (2020010330)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtakahópsins 26. nóvember 2020
Vinnuferli í eineltismálum - kynning frá Akurskóla

5. Fundargerð öldungaráðs Reykjanesbæjar 26. nóvember 2020 (2020010010)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 7. fundar öldungaráðs Reykjanesbæjar

6. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2020021149)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.

Fjárhagsaðstoð

Í nóvember 2020 fengu 172 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 24.935.319. Í sama mánuði 2019 fengu 103 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 12.671.775.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í nóvember 2020 fékk alls 241 einstaklingur greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.223.094. Í sama mánuði 2019 fékk 191 einstaklingur greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 2.561.612.

Áfrýjunarnefnd

Í nóvember voru 12 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 10 erindi voru samþykkt, 1 erindi samþykkt að hluta og synjað að hluta og 1 erindi samþykkt að hluta og frestað að hluta.

7. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Fundargerðir neyðarstjórnar lagðar fram.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:03. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. desember 2020.