407. fundur

09.02.2022 14:00

407. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 9. febrúar 2022 kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Vajzovic Crnac, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Framkvæmdaáætlun velferðarnets - sterkrar framlínu (2021030184)

Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála og Eydís Rós Ármannsdóttir, verkefnastjóri velferðarnets - sterkrar framlínu, mættu á fundinn og kynntu lokadrög að nýsköpunaráætlun um þróun velferðarþjónustu á Suðurnesjum 2022: Velferðarnet Suðurnesja – sterk framlína. Starfshópur Suðurnesja um Velferðarnet – sterka framlínu hefur sent áætlunina til umsagnar hjá sveitarstjórnum á Suðurnesjum, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Vinnumálastofnun og Sýslumanninum á Suðurnesjum. Velferðarnet – sterk framlína byggir á aðgerðum tvö og þrjú í aðgerðaáætlun ríkisins um eflingu þjónustu á Suðurnesjum sem kom út í maí 2020. Aðgerð tvö nefnist Sterk framlína í krafti fjölbreytileikans og aðgerð þrjú Þverfaglegt landshlutateymi (Velferðarstofa). Aðgerðirnar snúa báðar að því að styrkja, efla og bæta þjónustu við íbúa Suðurnesja með aukinni upplýsingagjöf, fræðslu og þjálfun. Jafnframt snúa þær að því að efla framlínuþjónustu með það að markmiði að styðja íbúa til sjálfbærni í upplýsingaöflun og þjónustu og samþætta þjónustuþætti með megináherslu á aukin lífsgæði og velferð íbúa út frá félagslegri virkni og vellíðan. Leiðarljós aðgerðanna beggja er nýsköpun í þjónustu og er unnið út frá því að sú samvinna sem þegar hefur orðið við gerð áætlunarinnar og áframhaldandi þverfagleg og þverstofnanaleg samvinna muni leiða til skapandi og nærandi jarðvegs þar sem nýsköpun blómstrar, frumkvæði vex og hugmyndaauðgi þrífst.

2. Barnvænt sveitarfélag (2020021548)

Hjörtur Magni Sigurðsson verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags mætti á fundinn og kynnti stöðu mála varðandi innleiðingu Barnvæns sveitarfélags og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hann fór m.a. yfir framkvæmd og niðurstöður Ungmennaþings Reykjanesbæjar sem var haldið þann 7. október 2021 auk þess sem hann kynnti greinargerð sem er í vinnslu og send verður UNICEF en greinargerðin er undanfari vinnslu aðgerðaáætlunar.

Fylgigögn:

Ungmennaþing 7. október 2021 - kynning
Ungmennaþing 7. október 2021 - niðurstöður

3. Starfsáætlun velferðarsviðs 2022 (2021110438)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs kynnti drög að starfsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2022.

4. Mælaborð ársins 2021 (2021010238)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir mælaborð ársins 2021.

5. Tölulegar upplýsingar (2022010091)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs lagði fram tölfræði og tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í janúar 2022.

Fjárhagsaðstoð

Í janúar 2022 fékk 151 einstaklingur greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 23.008.824. Í sama mánuði 2021 fengu 148 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 22.528.743. Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fjölgað um 2.02% milli janúar 2021 og janúar 2022.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í janúar 2022 fengu alls 303 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 4.386.525. Í sama mánuði 2021 fengu 276 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.819.057. Umsækjendum með samþykktan sérstakan húsnæðisstuðning fjölgaði um 9.7% milli desember 2020 og 2021.

Áfrýjunarnefnd

Í janúar 2022 voru 28 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 21 erindi var samþykkt, 5 erindum var synjað og 2 frestað.

6. Reglur um félagslega þjónustu - endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð (2022010182)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir drög að breytingum á 4. kafla um fjárhagsaðstoð í reglum um félagslega aðstoð í Reykjanesbæ.

7. Fundargerð Samtakahópsins 20. janúar 2022 (2022010186)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtakahópsins 20. janúar 2022

8. Uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 (2020040083)

Lögð fram skýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála um stöðu velferðarþjónustu í heimsfaraldri.

9. Fundargerðir neyðarstjórnar (2022010209)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. febrúar 2022.