- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Sigurrós Antonsdóttir formaður, Andri Fannar Freysson, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson.
Að auki sátu fundinn Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Birna Ósk Óskarsdóttir boðaði forföll og sat Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir fundinn í hennar stað. Eyjólfur Gíslason boðaði forföll og sat Unnar Stefán Sigurðsson fundinn í hans stað.
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir drög að fjárhagsramma velferðarsviðs og tímaáætlun fjárhagsáætlunarvinnu vegna ársins 2026.
Ólafur Garðar Rósinkarsson, verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks, mætti á fundinn og fór yfir stöðuna á vinnu við endurskoðun á reglum um akstursþjónustu leikskólabarna.
Velferðarráð felur verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks að vinna málið áfram.
Ólafur Garðar Rósinkarsson, verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð vísar málinu til bæjarráðs.
Niðurstöður álagsmælingar sem framkvæmdar voru hjá barnaverndarþjónustu í mars og júní 2025 lagðar fram.
Skýrsla um starfsemi barnaverndarþjónustu í athvarfi á Ljósanótt 2025 lögð fram.
Velferðarráð lýsir yfir ánægju með hversu vel Ljósanæturhátíðin fór fram og þakkar öllum sem að komu fyrir vel unnin störf og gott samstarf.
Á fundi bæjarráðs 4. september sl. var lagt fram erindi frá verkefnastjóra farsældar á Suðurnesjum þar sem óskað var eftir tilnefningum á fulltrúum Reykjanesbæjar í farsældarráð Suðurnesja og framkvæmdahóp farsældarráðs.
Bæjarráð tilnefndi í farsældarráð Suðurnesja þau Heru Ósk Einarsdóttur fyrir hönd velferðarsviðs, Helga Arnarson fyrir hönd menntasviðs, Sverri Bergmann Magnússon fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar og Margréti Þórarinsdóttur fyrir hönd minnihluta bæjarstjórnar. Í framkvæmdahóp voru tilnefndar Kolfinna Njálsdóttir deildarstjóri skólaþjónustu fyrir hönd menntasviðs og Vilborg Pétursdóttir teymisstjóri barna- og fjölskylduteymis fyrir hönd velferðarsviðs.
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða málið í samráðsgátt stjórnvalda
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð Samtakahópsins 27. maí 2025
Farsæld barna á Suðurnesjum - kynning
Verum örugg - niðurstöður Barna- og ungmennaþings Reykjanesbæjar 2025
Tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í ágúst 2025 lagðar fram.
Fjárhagsaðstoð
Í ágúst 2025 fengu 117 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ.
Alls voru greiddar 13.879.081 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali um 118.625 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð var 33.
Í ágúst 2024 fengu 199 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 32.181.193 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali 161.715 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð var 69.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í ágúst 2025 fengu 286 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins. Samtals voru greiddar 6.801.304 kr.
Í sama mánuði 2024 fengu 278 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals 6.967.539 kr.
Áfrýjunarnefnd
Í ágúst 2025 var haldinn 1 fundur í áfrýjunarnefnd og 5 erindi lögð fyrir nefndina. 3 erindi voru samþykkt og 2 erindum var synjað.
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir mælaborð fyrir janúar-júlí 2025.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:06. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. september 2025.