- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Bæjarstjórn reykjanesbæjar samþykkti á fundi 6. febrúar 2024 að auglýsa eftirfarandi
Hafnargata - skipulagslýsing deiliskipulags
Reykjanesbær leggur fram lýsingu Nordic Office of Architecture fyrir deiliskipulag. Skipulagssvæðið nær til svæðis sem er skilgreint sem miðsvæði M2 í gildandi aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035. Skipulagssvæðið skiptist upp í ólík svæði. Þar er m.a. Hafnargata og umhverfi hennar sem er fremur þéttbýlt svæði og svo er einnig að finna óbyggt svæði á milli Hafnargötu og Ægisgötu sem situr á landfyllingu ásamt grænu svæði sem er mikið nýtt á hátíðardögum í bænum. Mikil tækifæri eru til uppbyggingar á svæðinu og góðir þróunarmöguleikar til að mynda sterka heild og líflegt miðbæjarumhverfi.
Nánari gögn eru á vef sveitarfélagsins og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Umsagnir berist á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is eða í skipulagsgátt https://skipulagsgatt.is/ Umsagnarfrestur er frá 20. mars til og með 16. apríl 2024