Vinnuskóli Reykjanesbæjar 2023

Vinnuskóli Reykjanesbæjar býður ungmennum í 8. - 10. bekk sumarstarf. Starfstímabilið er frá 12. júní til 27. júlí. Opið er fyrir umsóknir á vef Reykjanesbæjar, og þar má einnig finna allar helstu upplýsingar Vinnuskólans.

Vinnuskóli Reykjanesbæjar býður öllum grunnnskólanemum í 8. - 10. bekk sumarstarf. Vinnuskólinn er almennt fyrsta starf ungmenna og leggjum við áherslu á fræðandi, skemmtilegt og skapandi starfsumhverfi. Ungmenni fá tækifæri til þess að mynda ný tengsl, ásamt því að öðlast reynslu í mannlegum samskiptum og virðingu gagnvart umhverfi sínu. Vinnuskólinn tilheyrir menntasviði Reykjanesbæjar og eru því virkni, forvarnir og fræðsla í fyrirrúmi.

Hefðbundið starf Vinnuskólans felur í sér fegrun á umhverfinu, um leið og ungmennin þjálfast í vinnubrögðum sem skila sér út í samfélagið til framtíðar. Ungmenni hafa einnig kost á að sækja um fjölbreytt sumarstöf hjá samstarfsaðilum Vinnuskólans, þ.e. æskulýðs- og íþróttafélögum eða ákveðnum stofnunum Reykjanesbæjar.

Opið er fyrir umsóknir til 31. maí næstkomandi. 

Nánari upplýsingar og umsóknarferli er að finna á vef Vinnuskóla Reykjanesbæjar