Leikfangasmiðja í Skógarási á degi leikskólanna

Hér má sjá efnivið úr vinnusmiðjunni í Skógarási. Ljósmynd: Skógarás
Hér má sjá efnivið úr vinnusmiðjunni í Skógarási. Ljósmynd: Skógarás

Í tilefni dags leikskólans ákvað starfsfólk á heilsuleikskólanum Skógarási að bjóða foreldrum í vinnusmiðju og búa til leikföng úr endurvinnanlegum efnivið. 

Fjölmargir foreldrar þáðu boðið. Katrín Lilja Hraunfjörð aðstoðarskólastjóri segir ánægjulegt að svo marga foreldrar sáu sér fært að mæta og upplifa hversu hugmyndríkir þeir væru. „Afraksturinn var meðal annars bílar, dúkkur, dúkkurúm og flugvél. Það skapaðist mjög gott og skemmtilegt andrúmsloft þar sem foreldrar voru að hjálpast að við leikfangagerðina.“ 

Að sögn Katrínar Lilju var viðburðurinn einnig hluti af ECO TWEET  sem er Erasmus+ verkefni með þátttöku skóla í Eistlandi, Tyrklandi, Grikklandi, Svíþjóð, Noregi, auk heilsuleikskólans Skógaráss.

 Hér má sjá ungan nemanda og móður búa til eitthvað skemmtilegt

Hér er litið yfir smiðjuna í Skógarási

Hér má sjá merki Erasmus+ verkefnisins ECO TWEET