Nágrannar við Hamradal sem tóku við upplýsingum um nágrannavörslu
Nágrannar við Hamradal sem tóku við upplýsingum um nágrannavörslu

Nágrannavörslu hefur verið komið upp við Hamradal í Reykjanesbæ. Íbúarnir hafa bundist samtökum um að gæta að eignum hvers annar og fylgjast með hýbýlum þegar nágrannar eru að heiman.

Reykjanesbær tók formlega upp nágrannavörslu árið 2008 en verkefnið er samstarfsverkefni umhverfissviðs Reykjanesbæjar og forvarnadeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Dóra Steinunn Jóhannsdóttir starfsmaður umhverfissviðs afhenti íbúum við Hamradal upplýsingar um nágrannavörslu og límmiða til að setja í rúður og á hurðir. Merki verkefnisins var einnig komið fyrir á staurum við götuna.

Íbúar og nágrannar í Reykjanesbæ, sem vilja taka upp formlega nágrannavörslu eru hvattir til að hafa samband við Reykjanesbæ í síma 421 6700 eða á netfangið dora.s.johannsdottir@reykjanesbaer.is. Nauðsynlegt er að fá upplýsingar um ferli og kynningu áður en gata er útnefnd með nágrannavörslu.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um nágrannavörslu