Íbúafundir eftir hverfum

Íbúafundir um aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 verða haldnir í hverfum bæjarins frá 4. til 7. apríl.

Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn því afar mikilvægt er að sjónarmið íbúa komi fram við gerð aðalskipulags

Íbúafundir eftir hverfum:

  • 4. apríl: Stapaskóli Dalshverfi kl 19:30-21:00
  • 5. apríl: Heiðarskóli Keflavík kl 19:30-21:00
  • 6.. apríl: Háaleitisskóli Ásbrú kl 19:30-21:00
  • 7. apríl: Gamla skólahúsið Höfnum kl 19:30-21:00

Upplýsingar um aðalskipulag Reykjanesbæjar

Facebook síða fundarins

 

Hvað er aðalskipulag?

Aðalskipulag er skilgreint í skipulagslögum. Þar segir að aðalskipulag sé skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna bæjarstjórnar um:

  • landnotkun
  • byggðaþróun
  • byggðamynstur
  • samgöngu- og þjónustukerfi og
  • umhverfismál

Til skýringar og einföldunar má segja að landnotkun snúist um „hvar á að byggja hvað“, byggðaþróun um „hvar á að byggja næst“, byggðamynstur um „hvernig á að byggja“, samgöngu- og þjónustukerfi um „hvar götur og veitur skulu liggja“ og umhverfismál um „hvernig umgangast skuli umhverfi og náttúru.