- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Nú er opið fyrir skráningu í íþróttir og tómstundir í Reykjanesbæ og er margt spennandi í boði fyrir alla aldurshópa. Öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem áhuginn liggur í íþróttum, listum, útivist eða annarri tómstundastarfsemi.
Frístundavefurinn frístundir.is veitir yfirsýn yfir allt það fjölbreytta sem í boði er í Reykjanesbæ. Þar er einfalt að sía niðurstöður eftir aldri og staðsetningu, og því geta íbúar Reykjanesbæjar valið „Reykjanesbær“ til að sjá það sem er í boði.
Á vefnum má einnig finna hugmyndir að skemmtilegum stöðum fyrir útivist og samveru. Við hvetjum alla íbúa til að kynna sér úrvalið og skrá sig tímanlega.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)