Nýjar lóðir til úthlutunar í Dalshverfi III

Reykjanesbær hefur auglýst til úthlutunar lóðir í norðurhluta 3. áfanga Dalshverfis sem staðsett er í austasta hluta bæjarins. Lóðirnar eru fyrir ein- og tvíbýli, rað- og fjölbýlishús.

Opnað verður fyrir umsóknir 28. janúar og fer fyrsta lóðaúthlutun fram 18. febrúar á fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Teknar verða fyrir umsóknir sem berast viku fyrir fund.

Nánari upplýsingar um umsóknir, skilmála, gatnagerðargjöld og byggingarétt er að finna hér á heimasíðu Reykjanesbæjar 

Dalshverfi kynningarsíða

 

Kynningarfundur um Dalshverfi III 

Smelltu hér til að horfa á viðburðinn