- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tekur heilshugar undir bókun atvinnu- og hafnarráðs um að endurskoða núverandi skattlagningu á farþegum skemmtiferðaskipa á Íslandi.
Á fundi atvinnu- og hafnarráðs þann 22. október 2025 var samþykkt að beina því til viðeigandi stjórnvalda að fyrirkomulagið verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að skattlagningin verði bæði sanngjarnari og fyrirsjáanlegri til framtíðar. Bæjarstjórn staðfestir þessa afstöðu og leggur áherslu á að skýrar reglur séu lykilforsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu í landinu.
Reykjaneshöfn hefur undanfarin ár verið ein þeirra hafna sem tekur á móti skemmtiferðaskipum og telur að aukin fyrirsjáanleiki í skattamálum sé mikilvægur þáttur í því að styðja við sjálfbæran vöxt greinarinnar, styrkja atvinnulíf og efla þjónustu við ferðamenn á svæðinu.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)