Sérstakur styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs framlengdur

Æfing í Reykjaneshöll
Æfing í Reykjaneshöll

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur fram til 15. apríl næstkomandi

Hægt er að sækja um sérstakan styrk vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna sem búa á tekjulægri heimilum. Hann er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda voru að meðaltali lægri en 740.000 krónur á mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020. Markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og koma til viðbótar við 40.000 króna Hvatagreiðslur til niðurgreiðslu á viðurkenndu íþrótta-, tómstunda- og listgreinastarfi barna.

Það er svona einfalt að sækja um viðbótar íþrótta- og tómstundastyrk

  1. Þú skráir þig inn á Ísland.is með rafrænum skilríkjum og samþykkir að upplýsingar um tekjur séu sóttar til skattayfirvalda (RSK) svo hægt sé að staðfesta að heimilið falli undir tekjuviðmiðið. Athugið að sé um hjón/sambúðarfólk að ræða þurfa báðir aðilar að samþykkja.
  2. Ef þú færð svar um að þú eigir rétt á styrk ferðu sjálfkrafa inn á umsóknarsíðu um styrkinn.

Kynningarmyndbönd

ÍslenskaENGLISHPolishArabískaFarsiKurdiska

LithaiskaRúmenskaSpænskaTælenskaVíetnamska

Mikilvægar upplýsingar

  • Það er hægt að sækja um styrk til og með 15. apríl 2021
  • Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020-2021.
  • Fyrirspurnum um styrkinn skal beint á reykjanesbaer@reykjanesbaer.is en einnig er hægt að hringja í þjónustuver Reykjanesbæjar í síma 421-6700 með fyrirspurnir og óska eftir aðstoð við að sækja um styrkinn.

Á vef Fjölmenningarseturs er hægt að nálgast upplýsingar um styrkinn á fjölmörgum tungumálum.

Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra: „Covid-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt íþrótta- og tómstundastarf í landinu. Þegar þrengir að fjárhag fjölskyldna er mikil hætta á að þær dragi úr þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi og það á sérstaklega við um fjölskyldur í neðri hluta tekjudreifingarinnar. Rannsóknir sýna að íþróttir og frístundir hafa forvarnargildi og því er gríðarlega mikilvægt að við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir brottfall hjá krökkum í íþróttum og tómstundum vegna faraldursins.”

Barn sem er ekki í skipulögðu frístundastarfi

Ef barnið þitt er ekki í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- eða æskulýðsstarfi þá hvetjum við þig til fara inn á Frístundavef Reykjaness og kynna þér það fjölbreytta barnastarf sem boðið er upp á. Allir með! verkefnið hefur látið útbúa myndbönd sem finna má inni á síðunni þar sem allt frístundastarf er kynnt.

Mikilvægt er að ganga frá skráningu í skipulagt íþrótta- og tómstundastarf og sækja um viðbótarstyrkinn fyrir 15. apríl 2021.