- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Fyrsta námskeiðið af fjórum sem skólaþjónusta Reykjanesbæjar ætlar að halda fyrir börn og foreldra í vetur er Klókir krakkar. Námskeiðið er meðferðarúrræði og verður kennt í alls átta skipti. Námskeiðið Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar hefst 8. október næstkomandi og Uppeldi barna með ADHD þann 10. október. Klókir litlir krakkar verður kennt á vormánuðum.
Skólaþjónustan býður uppá ýmis fræðslu- og meðferðarnámskeið sem miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu og aðstoða börnin við að takast á við tiltekinn vanda. Ólík námskeið eru í boði og eru þau sérsniðin að ólíkum aldri og þörfum barnanna. Námskeiðin byggja á vel rannsökuðum aðferðum og allir leiðbeinendur hafa viðurkennda og löggilda fagmenntun.
Öll námskeiðin fara fram í Fjölskyldusetrinu við Skólaveg 1. Skráning er þegar hafin.
Með því að smella á þennan tengil er hægt að fá nánari upplýsingar um öll fjögur námskeiðin.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)