- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar staðfesti á bæjarstjórnarfundi í gær samþykkt bæjarráðs frá 21. desember sl. um hækkun á niðurgreiðslum Reykjanesbæjar til dagforeldra í Reykjanesbæ. Hækkunin nemur 10.000 krónum með hverju barni, fer úr 40.000 í 50.000 krónur.
Þá samþykkti bæjarstjórn fyrir skemmstu hækkun á hvatagreiðslum til íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og ungmenna um 7.000 krónur. Frá og með 1. janúar 2018 eru hvatagreiðslurnar samtals 28.000 krónur með hverju barni frá 6 ára aldri til 18 ára aldurs. Réttur til nýtingar hvatagreiðslu var um áramótin hækkaður úr 16 árum í 18 ár.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)