- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Nú fer að líða að sumri og flestir farnir að huga að skipulaginu sumarsins. Vinnuskólinn mun bjóða ungmennum á aldrinum 14-17 ára upp á vinnu en misjafnt er á milli árganga hvenær störf hefjast og hversu mikil vinna er í boði.
Nemendur vinnuskólans eru við störf frá mánudegi til fimmtudags og vinna ekki á föstudögum. 14 ára unglingar vinna til hádegis. Eldri nemendur vinna til klukkan 15:30 en fara í klukkustundarlangt matarhlé frá 11:30 til12:30.
Starfstímabil og vinnutími
| Aldur | Hefja störf | Vinnutími | Heildarfjöldi vinnustunda í sumar |
| 14 ára (fædd 2007) | 21. júní | 08:30-11:30 = 3 klst. | Allt að 60 klst. |
| 15 ára (fædd 2006) | 21. júní | 08:30-15:30 = 6 klst. | Allt að 120 klst. |
| 16 ára (fædd 2005) | 21. júní | 08:30-15:30 = 6 klst. | Allt að 120 klst. |
| 17 ára (fædd 2004) | 31. maí | 08:30-15:30 = 6 klst. | Allt að 204 klst. |
Við erum mjög ánægð með að geta boðið ungmennum í Reykjanesbæ upp á vinnu góðan part af sumrinu en mikilvægt er að hafa í huga að vinnuskólinn er ekki skylda. Mikil verðmæti eru falin í því að forráðamenn geta tekið ungmenni með sér í sumarfrí, hvort sem er til að ferðast innanlands eða sinna áhugamálum. Þetta fyrirkomulag gefur einnig nemendum mun meira frelsi til þess að sinna sínum tómstundum svo sem íþróttaæfingum.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)