Vinnuskólasumarið 2022

Nú fer að líða að sumri og flestir farnir að huga að skipulagi sumarsins. Vinnuskólinn mun bjóða ungmennum á aldrinum 14-16 ára upp á vinnu en misjafnt er á milli árganga hvenær störf hefjast og hversu mikil vinna er í boði.

Nemendur vinnuskólans eru við störf frá mánudegi til fimmtudags og vinna ekki á föstudögum. 14 ára unglingar vinna til hádegis. Eldri nemendur vinna til klukkan 15:30 en fara í klukkustundarlangt matarhlé frá 11:30 til 12:30.

Við erum mjög ánægð með að geta boðið ungmennum í Reykjanesbæ upp á vinnu góðan part af sumrinu en mikilvægt er að hafa í huga að vinnuskólinn er ekki skylda. Mikil verðmæti eru falin í því að forráðamenn geta tekið ungmenni með sér í sumarfrí, hvort sem er til að ferðast innanlands eða sinna áhugamálum. Þetta fyrirkomulag gefur einnig nemendum mun meira frelsi til þess að sinna sínum tómstundum svo sem íþróttaæfingum.

 

Starfstímabil og vinnutími

      Aldur      Hefja störf      Vinnutími (mán - fim).       Heildarfjöldi vinnustunda í sumar
      14 ára á árinu      20. júní 2022       08:30-11:30 = 3 klst.       Allt að 60 klst.
      15 ára á árinu      20. júní 2022       08:30-15:30 = 6 klst.       Allt að 120 klst.
      16 ára á árinu      20. júní 2022       08:30-15:30 = 6 klst.       Allt að 120 klst.

 

 

Sækja um í vinnuskóla Reykjanesbæjar