1249. fundur

19.12.2019 08:00

1249. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12 19. desember 2019, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Margrét Ólöf A. Sanders, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Stapaskóli (2019051608)

Verkefnastjórn Stapaskóla mætti á fundinn ásamt Jóni Ólafi Erlendssyni eftirlitsmanni og Gísla Valdimarssyni umsjónarmanni eftirlits. Farið var yfir stöðu verkefnisins. Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti einnig á fundinn.

2. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Ása Eyjólfsdóttir forstöðumaður öldrunarþjónustu mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að halda áfram vinnu við uppbyggingu hjúkrunarheimilisins.

Fylgigögn:

Tillaga 6 og 7

3. Jafnréttismál (2019050790)

Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri mætti á fundinn og kynnti niðurstöður jafnréttisúttektar.

Fylgigögn:

Mannauðsmál Jafnrétti - kynning í bæjarráði

4. Árshlutauppgjör janúar - september (2019050497)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn og fór yfir rekstraruppgjör fyrstu níu mánaða ársins.

5. Viðauki við fjárhagsáætlun 2019 (2019050504)

Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2019.

Fylgigögn:

Bréf til ráðuneytis
Reykjanesbær - viðaukaáætlun

6. Greiðslur vegna stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna (2019120239)

Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldumála mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

7. Skipan í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks (2019120096)

Lagt fram.

8. Tilnefning í stjórn Kadeco (2019050820)

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Mörtu Jónsdóttur og Reyni Sævarsson í stjórn Kadeco.

Fylgigögn:

Beiðni um tilnefningu

9. Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin (2019051904)

Lagt fram.

Fylgigögn:

Stýrihópur 17. desember 2019

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. janúar 2020.