- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Verkefnastjórn Stapaskóla mætti á fundinn og svaraði spurningum varðandi áfanga 2.
Bæjarráð samþykkir 5-0 að haldið sé áfram með verkefnið.
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn, lagði fram minnisblað um útfærslu á neyðarhjálparstöð og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2021.
Fjöldahjálparstöð - Erindi til BR 16.11.20
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti tillögu að grenndargámum í Reykjanesbæ.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra umhverfissviðs að vinna áfram í málinu.
Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri og Iðunn Kristín Grétarsdóttir deildarstjóri launadeildar mættu á fundinn. Lagt var fram minnisblað frá miðlægum starfshópi um styttingu vinnuvikunnar þar sem kynntar voru tillögur sem fram hafa komið.
Hvatning til sveitarstjórnarfólks
Lagt fram minnisblað með tillögu að viðauka 3 við fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2020.
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu að fjárhagsramma bæjarsjóðs Reykjanesbæjar 2021.
Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn og fóru yfir árshlutauppgjör janúar – september 2020.
Lagt fram minnisblað, samantekt á frestun gjalddaga fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði, sbr. bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga.
Bæjarstjóra falið að svara erindi sem barst.
Bæjarráð samþykkir að styrkja samtökin um kr. 100.000, tekið út af bókhaldslykli 21-011.
Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta
Málinu frestað.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð aðgerðastjórnar Almannavarna Suðurnesja 16.11.2020
a. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
b. Tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 81. mál
Með því að smella hér opnast þingsályktunartillagan.
c. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál
Með því að smella hér opnast frumvarpið.
Umsagnarmál lögð fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. desember 2020.