- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Guðbrandur Einarsson tók þátt í fundinum gegnum fjarfundabúnað.
Í gegnum fjarfundabúnað mættu Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála og Eydís Rós Ármannsdóttir verkefnastjóri í velferðarþjónustu og kynntu stöðu verkefnisins.
Bæjarráð þakkar góða kynningu og hvetur til frekari vinnu í framhaldinu.
Fylgigögn:
Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn í gegnum fjarfundabúnað. Lagt fram til samþykktar verkferli fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árin 2022-2025.
Bæjarráð samþykkir 5-0 verkferla vegna fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar 2022-2025.
Fylgigögn:
Timaáætlun fjárhagsáætlunarferlis 2021
Verkferli fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar 2021
Lagt fram.
Fylgigögn:
Lagt fram.
Bæjarráð þakkar fyrir greinargott mælaborð skrifstofu stjórnsýslu.
Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
Lagt fram. Bæjarráð felur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita samkomulagið.
Um er að ræða fasteignir sem Reykjanesbær hefur haft til umráða um árabil. Reykjanesbær hefur verið leigutaki samkvæmt leigusamningum milli aðila og hefur greitt rekstrargjöld fasteignanna. Bæjarráð lýsir ánægju með að sveitarfélagið hefur nú endurheimt allar fasteignir Reykjanesbæjar frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf.
Fylgigögn:
Eftirfarandi liðir fundargerðarinnar frá 23. júní voru samþykktir sérstaklega:
Tólfti liður fundargerðarinnar Berghólabraut 7 – lóðarstækkun (2020020694) samþykktur 5-0 án umræðu.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjórtánda máli fundargerðarinnar „Félagsmálaráðuneytið - ósk um lóð fyrir öryggisvistun" til endurskoðunar Aðalskipulags.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 5-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 273. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 23. júní 2021
Bæjarráð vísar fyrsta máli „Beiðni Golfklúbbs Suðurnesja um tímabundin afnot af gömlu slökkvistöðinni“ til umhverfissviðs þar sem óskað er eftir kostnaðaráætlun vegna salerna sem þarf að bæta við svo hægt sé nýta aðstöðuna.
Bæjarráð frestar afgreiðslu á sjötta máli fundargerðarinnar „Uppbygging íþróttamannvirkja og svæða“ þar sem óskað er eftir að stofnaður verði starfshópur.
Fundargerðin lögð fram til samþykktar. Samþykkt að öðru leyti 5-0.
Fylgigögn:
Fundargerð-151.fundur-ÍT-22.júní-2021
Fundargerðin lögð fram til samþykktar. Samþykkt 5-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 20. fundar lýðheilsuraðs 24. juni 2021
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 282. fundar barnaverndarnefndar 28. júní 2021
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00