07.04.2020 17:00

586. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, fjarfundur 7. apríl 2020, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 19. og 26. mars og 2. apríl 2020 (2020010002)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson og fór yfir stöðuna í Reykjanesbæ vegna Covid-19 faraldursins.
Til máls tók Jóhann Friðrik Friðriksson og lagði fram eftirfarandi bókun:
Liður 5 í fundargerð bæjarráðs frá 2. apríl 2020
„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að nýta VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga í öllum þremur liðum sem tilgreindir eru í ákvæðinu.
Greinargerð;
Með vísan í VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, sem kveður á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku.
Öllum sveitarstjórnum er nú heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2019, sem fela í sér tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. og 4. mgr. 61. gr. og 2. mgr. 76. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011:
1. Um að ársreikningur verði fullgerður og samþykktur af byggðarráði eða framkvæmdastjóra sveitarfélags þar sem ekki er byggðarráð, og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. maí 2020 í stað 15. apríl sama ár.
2. Um að ljúka staðfestingu ársreiknings sveitarfélags, stofnana sveitarfélags og fyrirtækja þess fyrir 15. júní 2020 í stað 15. maí sama ár.
3. Um að senda ráðuneytinu og Hagstofu Íslands ársreikning sveitarfélags, ásamt skýrslu endurskoðanda, fyrir 20. júní 2020 í stað 20. maí sama ár.
Heimild þessi gildir til 20. júní 2020.“
Bókun samþykkt samhljóða 11-0.

Til máls tók Jóhann Friðrik Friðriksson og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Áskorun til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur – Ákall um auknar framkvæmdir
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir yfir áhyggjum sínum yfir dökkri stöðu atvinnumála á Suðurnesjum og kallar eftir nauðsynlegum aðgerðum og samráði við ríkisstjórn Íslands án tafar.
Suðurnesin hafa orðið fyrir tvöföldu áfalli á skömmum tíma, fyrst með falli WOW Air, með tilheyrandi 30% samdrætti í flugsamgöngum, og nú því reiðarslagi sem heimsfaraldrinum fylgir. Ljóst er að áhrifin munu valda sögulegu atvinnuleysi sem nú nálgast á þriðja tug prósenta á svæðinu. Höggið kallar á fumlausar aðgerðir, samstöðu og lausnir sem leiða til öflugrar viðspyrnu.
Bæjarstjórn hvetur því ríkisstjórnina til þess að beita sér strax fyrir leiðréttingu ríkisframlaga til stofnanna á Suðurnesjum og flýtingu framkvæmda eins og kostur er. Horft verði til þeirra verkefna sem þegar hafa verið kynnt fyrir ríkisvaldinu auk verkefna á sviði öryggismála, menntamála, samgangna og heilbrigðismál sem ráðast má í með skömmum fyrirvara.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar þeim almennu aðgerðum sem nú þegar hefur verið ráðist í en krefst þess að sérstaklega sé tekið tillit til þeirra svæða á Íslandi sem verst verða úti.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að standa vörð um velferð íbúa í gegnum þá erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Saman munum við vinna sigur á þeirri heilbrigðisvá sem að steðjar og endurreisa hér blómlega byggð þar sem framsækni, virðing og eldmóður tryggir heilsu og lífsgæði okkar allra.“
Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Baldur Þ. Guðmundsson (D), Díana Hilmarsdóttir (B), Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Gunnar Þórarinsson (Á), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Margrét A. Sanders (D), Margrét Þórarinsdóttir (M) og Styrmir Gauti Fjeldsted (S).

Til máls tók Margrét A. Sanders

Jóhann Friðrik Friðriksson lýsti sig vanhæfan undir 7. lið fundargerðar bæjarráðs frá 2. apríl 2020. Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1261. fundar bæjarráðs 19. mars 2020
Fundargerð 1262. fundar bæjarráðs 26. mars 2020
Fundargerð 1263. fundar bæjarráðs 2. apríl 2020

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 3. apríl 2020 (2020010012)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 6. mars til sérstakrar samþykktar:
Fjórði liður fundargerðarinnar Dalsbraut 8 - Niðurstaða grenndarkynningar (2020010204) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Áttundi liður fundargerðarinnar Lerkidalur 9 - Fyrirspurn (2020030515) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Níundi liður fundargerðarinnar Furu- og Lerkidalur - Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi (2020030516) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.
Ellefti liður fundargerðarinnar Þórustígur 16 fyrirspurn (2020030517). Styrmir Gauti Fjeldsted (S) lýsti sig vanhæfan. Ellefti liðurinn samþykktur með 10 atkvæðum án umræðu.
Til máls tók Margrét A. Sanders.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 246. fundar umhverfis- og skipulagssviðs 3. apríl 2020

3. Fundargerð barnaverndarnefndar 23. mars 2020 (2020010004)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 268. fundar barnaverndarnefndar 23. mars 2020

4. Fundargerð framtíðarnefndar 26. mars 2020 (2020010009)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét Þórarinsdóttir, Margrét A. Sanders og Styrmir Gauti Fjeldsted.
Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 7. fundar framtíðarnefndar 26. mars 2020

5. Fundargerð fræðsluráðs 3. apríl 2020 (2020010006)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Anna Sigríður Jóhannesdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 332. fundar fræðsluráðs 3. apríl 2020

6. Framtíðarstefna bókasafns Reykjanesbæjar - seinni umræða (2019100107)

Forseti gaf orðið laust um Framtíðarstefnu bókasafns Reykjanesbæjar. Til máls tók Friðjón Einarsson.
Framtíðarstefna bókasafns Reykjanesbæjar samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Framtíðarsýn bókasafnsins

7. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar – seinni umræða (2020010372)

Forseti gaf orðið laust um Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar. Til máls tók Friðjón Einarsson.
Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Húsnæðisáætlun 2020

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50