147. fundur

09.02.2021 16:30

147. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 9. febrúar 2021 kl. 16.30

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir, formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Jón Haukur Hafsteinsson, Alexander Ragnarsson, Birgir Már Bragason, Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi. Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs boðaði forföll.

1. Öryggismál í sundlaugum og íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar (2021010631)

Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og Jón Newman vaktstjóri Sundmiðstöðvar Reykjanesbæjar gerðu grein fyrir hvernig öryggismálum væri háttað í sundlaugum og íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar.

Íþrótta- og tómstundaráð felur forstöðumanni, íþrótta- og tómstundafulltrúa og verkefnastjóra gæðamála að yfirfara neyðaráætlanir fyrir sundlaugar sveitarfélagsins.

ÍT ráð þakkar Hafsteini Ingibergssyni og Jóni Newman fyrir greinargóða kynningu.

2. Íþróttir fyrir börn með sérþarfir (2021010632)

Linda Hlín Heiðarsdóttir, formaður fimleikadeildar Keflavíkur og Ólöf Steinunn Lárusdóttir kynntu starf deildarinnar fyrir börn með sérþarfir og fylgdu eftir erindi deildarinnar.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Lindu Hlín og Ólöfu Steinunni fyrir fræðandi kynningu og hvetur deildina áfram til frekari dáða.

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir erindi fimleikadeildar Keflavíkur.

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsti um að íþróttastjórar Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags og UMFN eru að skipuleggja námskeið fyrir börn með sérþarfir.

Fylgigögn:

Fimleikaæfingar fyrir börn með sérþarfir - kynning

3. Staða sjóða íþrótta- og tómstundamála við lok árs 2020 (2021020113)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu sjóða íþrótta- og tómstundaráðs sem allir voru undir áætlunum í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Fylgigögn:

Staða sjóða íþrótta- og tómstundamála 31. desember 2020

4. Hugmyndir um stofnun Rafíþróttadeildar innan UMFN (2021020114)

Íþrótta- og tómstundaráð lýsir yfir ánægju með þá vinnu innan UMFN að stofna rafíþróttadeild.

Erindinu vísað til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022.

Fylgigögn:

Rafíþróttadeild - erindi frá UMFN

5. Allir með (2020080521)

Reykjanesbær frumsýndi fyrir skemmstu hátt í 30 kynningarmyndbönd sem sýnir allt íþrótta-, æskulýðs og tómstundastarf sem er í boði fyrir börn sem búa í sveitarfélaginu. Myndböndin eru hluti af viðamiklu samfélagsverkefni sem ber heitið Allir með! Vinna við myndböndin hófst í september 2020 þegar verkefninu var hleypt af stokkunum..

Með því að smella hér má skoða myndbönd sem sýna íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf í Reykjanesbæ

Myndböndin voru vistuð á glænýjum frístundavef allra sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þau sem vilja kynna sér fjölbreytt framboð íþrótta, æskulýðs og tómstundastarfs er bent á vefinn.

Með því að smella hér má skoða sameiginlegan frístundavef sveitarfélaga á Suðurnesjum

Fylgigögn:

Allir með! - átak í kynningu á íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í Reykjanesbæ

6. Frístundir á Suðurnesjum (2021020117)

Nýr sameiginlegur frístundavefur hefur verið opnaður á vefslóðinni www.fristundir.is.

Með því að smella hér má skoða sameiginlegan frístundavef sveitarfélaga á Suðurnesjum

Vefurinn gildir fyrir öll sveitarfélögin á Suðurnesjum. Þar má finna upplýsingar um það frístundastarf sem í boði er fyrir alla aldurshópa skipt upp eftir sveitarfélögum sem og hugmyndir að heilsueflandi samverustundum með fjölskyldunni.

Þau sem vilja senda inn efni til kynningar á vefinn geta sent upplýsingar og mynd á forvarnir@reykjanesbaer.is

Verkefnið er hluti af heilsueflandi samfélagi og fékk styrk frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fylgigögn:

Auglýsing um nýjan upplýsingavef um frístundastarf á öllum Suðurnesjum

7. Íþróttir- tómstundir og forvarnir 2020 -2021 (2021020118)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir helstu framkvæmdir og áherslur íþrótta- og tómstundaráðs á síðastliðnu ári sem og hver eru stærstu verkefni nýs árs.

Fylgigögn:

Íþróttir og tómstundir í Reykjanesbæ 2020-2021 - kynning


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. febrúar 2020.