- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Birgir Már Bragason, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir og Sindri Kristinn Ólafsson.
Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Hermann Borgar Jakobsson áheyrnafulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Lögð fram tillaga frá Helga Arnarsyni sviðsstjóra menntasviðs og Hafþóri Barða Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa að breyttu fyrirkomulagi frístundaaksturs. Lagt er til að frá og með 1. desember nk. verði ekið með börn af frístundaheimilum í íþrótta- og tómstundastarf en ekki verði ekið með þau til baka að því loknu. Gert er ráð fyrir að forsjáraðilar sæki börnin af íþróttaæfingum og öðru tómstundastarfi.
Erindi frestað. Hafþóri Barða Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að kalla eftir frekari gögnum.
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðuna á vinnu við fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2024.
Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins, Ólafur Bergur Ólafsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir frístundaleiðbeinendur sögðu frá vinnu við frístundastefnu Reykjanesbæjar. Góðar umræður sköpuðust um málið.
Erindi frá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur um kaup á led auglýsingaskiltum, nýrri leikklukku og endurnýjun á stúku.
Íþrótta- og tómstundaráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun 2024.
Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag hvetur til aukinnar áherslu á viðhaldi mannvirkja sem tilheyra ÍT.
Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir áhyggjur Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags og felur Hafþóri Barða Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa að kalla eftir upplýsingum frá umhverfis- og framkvæmdasviði hver kostnaður við viðhald íþrótta- og tómstundamannvirkja hefur verið undanfarin ár og í samanburði við önnur svið.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar óskar Elsu Pálsdóttur og Herði Birkissyni til hamingju með heimsmeistaratitlana sem og Ungmennafélagi Njarðvíkur.
Fylgigögn:
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá nýjum vef sem heitir Velkomin til Suðurnesja.
Íþrótta- og tómstundaráð óskar öllum þeim sem unnu að vefnum til hamingju með hann.
Fylgigögn:
Erindi frá UMFN þar sem óskað er eftir að félagið fái 50 % aukningu á stöðugildi íþróttastjóra hjá félaginu og gætt sé samræmis á milli félaganna.
Íþrótta- og tómstundaráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun 2024.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. nóvember 2023.