57. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 9. apríl 2025, kl. 14:00
Viðstödd: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.
Að auki sat fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerðina.
1. ART þjálfun í Holtaskóla (2025030472)
Sigurbjörg Jónsdóttir og Jenný Magnúsdóttir frá Holtaskóla mættu á fundinn og kynntu ART þjálfun.
ART stendur fyrir Aggression Replacement Training. ART er fastmótað, uppeldisfræðilegt þjálfunarmódel sem hefur það markmið að kenna leiðir til að leysa samskipta-, tilfinninga- og hegðunarvanda. Nemendur þjálfast í gegnum hlutverkaleik og búnar eru til líklegar aðstæður í mismunandi umhverfi og einstaklingum gefnir fleiri möguleikar á að geta notað færnina í leik og starfi.
Í ART er unnið með þrjá þætti: félagsfærni, sjálfstjórn og siðferðisvitund. Rannsóknir hafa sýnt fram á að með því að vinna samhliða með þessa þrjá þætti þá næst betri og varanlegri árangur.
Lýðheilsuráð hvetur til þess að ART-þjálfun (Aggression Replacement Training) verði innleidd í alla grunnskóla sveitarfélagsins. Ráðið leggur jafnframt til að settur verði teymisstjóri sem haldi utan um ART-kennslu í skólunum og tryggi samræmda framkvæmd.
Einnig er hvatt til þess að Reykjanesbær innleiði fjölskyldu-ART sem hluta af snemmtækum stuðningi við börn og fjölskyldur. Fjölskyldu-ART er áhrifaríkt úrræði sem getur leitt til betri samskipta innan fjölskyldna, styrkt foreldrahæfni og dregið úr þörf á frekari þjónustu innan félagskerfisins. Með því má grípa fyrr inn í mál og veita viðeigandi stuðning áður en vandamál vaxa.
Lýðheilsuráð þakkar fyrir metnaðarfulla kynningu.
Fylgigögn:
ART þjálfun í Holtaskóla
2. Viðburður lýðheilsuráðs í tengslum við Mottumars (2025030140)
Lýðheilsuráð í samstarfi við 3N þríþrautarfélag, Krabbameinsfélag Suðurnesja og Vatnaveröld stóðu fyrir viðburði til að minna á Mottumars en áherslan í ár er að vekja athygli á tengingu milli lífsstíls og krabbameins.
Lýðheilsuráð þakkar öllum sem lögðu hönd á plóg.
Fylgigögn:
Viðburður lýðheilsuráðs í tengslum við Mottumars
3. Vinnuskóli Reykjanesbæjar sumarið 2025 (2025030474)
Svala Rún Magnúsdóttir aðstoðarforstöðumaður Fjörheima og 88 hússins kynnti áherslur Vinnuskóla Reykjanesbæjar sumarið 2025 og fylgdi á eftir minnisblaði er varðar starfsemi Vinnuskólans.
Lýðheilsuráð þakkar fyrir greinargóða kynningu og óskar stjórnendum og starfsfólki Vinnuskólans góðs gengis í sumar.
Fylgigögn:
Kynning á áherslum vinnuskólans og starfsemi hans fyrir sumarið 2025
4. Skessuskokk á BAUN 2025 (2025030475)
Lýðheilsuráð minnir á Skessuskokkið á BAUN 2025 en Skessuskokkið fer fram laugardaginn 3. maí kl. 11.00.
Fylgigögn:
Skessuskokk á BAUN 2025
5. Fundargerð Samtakahópsins (2025020056)
Fundargerðin lögð fram.
6. Forvarnardagur ungra ökumanna vor 2025 (2025030477)
Forvarnardagur ungra ökumanna er árlegur viðburður í Reykjanesbæ sem miðar að því að fræða unga ökumenn um mikilvægi umferðaröryggis og ábyrgðar í umferðinni. Á þessum degi taka þátt ýmsir aðilar, þar á meðal lögreglan, slökkviliðið, TM og nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í samstarfi við Reykjanesbæ. Viðburðurinn felur í sér kynningar, æfingar og umræður sem eiga að auka meðvitund ungra ökumanna um hættur í umferðinni og hvernig hægt er að forðast þær.
Lýðheilsuráð þakkar fyrir mikilvægt og gott framtak.
Fylgigögn:
Forvarnardagur ungra ökumanna vor 2025
7. Sumar í Reykjanesbæ 2025 (2025030473)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá vinnu við fristundir.is en nú stendur yfir vinna við að taka niður af vefnum þau íþrótta- og tómstundatilboð sem hafa verið auglýst í vetur og hafin er vinna við að safna auglýsingum það sem verður í boði fyrir börn, ungmenni og fullorðna sumarið 2025.
Hægt er að senda inn auglýsingar um íþrótta- og tómstundatilboð á netfangið sumar@reykjanesbaer.is fyrir 22. apríl n.k.
Fylgigögn:
Sumar í Reykjanesbæ
8. Könnun um hvatagreiðslur eldri borgara (2025010545)
Í kjölfar umræðu á 693. fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um nýtingu hvatagreiðslna eldri borgara var ákveðið að senda stutta könnun til þeirra sem bjóða upp á íþrótta- og/eða tómstundastarf fyrir eldri borgara.
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir niðurstöðu könnunarinnar sem er í stuttu máli að almenn ánægja er með hvatagreiðslurnar og nýting eldri borgara á þeirri þjónustu sem boðið er upp á góð.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:58. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. apríl 2025.