- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstödd: Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir varaformaður, Birna Ósk Óskarsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.
Að auki sat fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Bjarney Rut Jensdóttir boðaði forföll og sat Birna Ósk Óskarsdóttir sat fundinn í hennar stað.
Anna Lydía Helgadóttir boðaði forföll.
Lýðheilsuráð hvetur alla til að skemmta sér fallega og fara varlega á Ljósanótt. Það er mikilvægt að sýna hvert öðru virðingu og umhyggju – þannig tryggjum við að allir geti átt góða og örugga stund saman.
Fylgigögn:
Með ljós í hjarta - skilaboð lýðheilsuráðs
Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fjörheima og 88 Hússins og Ólafur Bergur Ólafsson frístundaráðgjafi mættu á fundinn og fóru yfir viðbúnað forvarnaraðila og samstarf við samfélagslögreglu í aðdraganda Ljósanætur. Elstu bekkir grunnskólanna verða heimsóttir og mikilvæg forvarnarskilaboð kynnt fyrir nemendum.
Lýðheilsuráð tekur undir að mikilvægt sé að flýta dagskrá Ljósanætur í forvarnarskyni eins og önnur sveitarfélög hafa gert á sínum bæjarhátíðum svo að fjölskyldudagskrá sé lokið fyrr.
Ólafur Bergur Ólafsson forstöðumaður Vinnuskólans og Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins mættu á fundinn og kynntu starfsemi Vinnuskólans sumarið 2025. Lýðheilsuráð þakkar starfsfólki og ungmennum fyrir vel unnin störf í vinnuskólanum sumarið 2025. Ráðið telur vinnuskólann vera mikilvægan vettvang bæði fyrir forvarnir og samfélagslega þátttöku ungmenna og tekur undir mikilvægi þess að 17 ára unglingar geti starfað við vinnuskólann. Mikilvægt er að huga að því við vinnu fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2026.
Fylgigögn:
Lýðheilsuráð minnir á Lýðheilsu- og forvarnarviku sem haldin verður í Reykjanesbæ 29. september til 3. október. Markmið vikunnar er að efla vitund um heilsueflingu og forvarnir íbúa sveitarfélagsins.
Davíð Már Gunnarsson og Petra Wíum Sveinsdóttir deildarstjórar nýju félagsmiðstöðvanna í Innri-Njarðvíkurhverfi mættu á fundinn og kynntu vinnu við undirbúning á opnun þeirra og fyrirhugaða starfsemi.
Lýðheilsuráð fagnar áformum um nýjar félagsmiðstöðvar í Innri-Njarðvíkurhverfi. Ráðið telur að slíkar miðstöðvar verði mikilvægur þáttur í heilsueflingu, forvörnum og félagslegum tengslum ungmenna.
Fylgigögn:
Nýjar félagsmiðistöðvar í Reykjanesbæ
Lögð voru fram gögn frá Keflavík, íþrótta- og ungmennafélagi og Ungmennafélaginu Njarðvík um fyrirkomulag bjórsölu á íþróttaviðburðum félaganna.
Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins, Karítas Lára Rafnkelsdóttir sálfræðingur og Þórdís H. Jónsdóttir ráðgjafi í Björginni kynntu nýja þjónustu sem hefur það að markmiði að efla vellíðan, sjálfsstyrk og félagslega færni ungs fólks, óháð aðstæðum þess. Þjónustan verður ókeypis og aðgengileg öllum ungmennum sem þurfa á stuðningi að halda. Opnuð hefur verið bókunarsíða á netinu og auk þess verða í boði opnir tímar án pöntunar.
Lýðheilsuráð fagnar þessu framtaki og telur afar mikilvægt að bæta úr stuðningi við börn og ungmenni í Reykjanesbæ með lágþröskuldarþjónustu, í samræmi við áherslur ungmennaráðs Reykjanesbæjar.
Fylgigögn:
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. september 2025.