17.05.2019 08:15

230. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 17. maí 2019 kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Jón Már Sverrisson, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 265 (2019050554)

Lögð fram til kynningar fundargerð 265. fundar, dagsett 9. maí 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 17 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar.

Fylgigögn

Fundargerð 265. afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa

2. Greencraft - Fyrirspurn um aðstöðu til vinnslu á malarefnum (2019051682)

Romeo Ciuperca, framkvæmdastjóri Greencraft hefur fyrir hönd félagsins farið þess á leit við Reykjanesbæ að sveitarfélagið gefi fyrirtækinu viljayfirlýsingu, sem segi til um það að sveitarfélagið leggist ekki gegn áformum fyrirtækisins að svo stöddu. Áform fyrirtækisins eru að vinna efni úr Stapafelli, undir námuleyfi ÍAV, sem eftir meðhöndlun fyrirtækisins verði hægt að nota sem íblöndunarefni og til að skipta út sementi við gerð steinsteypu.
Frestað. Óskað er eftir nánari gögnum.

Fylgigögn

Erindi frá Greencraft - Stapafell og Súlur

3. Birkiteigur 1 - Niðurstaða grenndarkynninga (2019051615)

Lagt er fram erindi öðru sinni vegna erindis um heimild til að byggja geymsluskúr á lóð. Erindinu var hafnað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs dags. 17.12.2018, en er nú lagt fram aftur, minna að umfangi og staðsetningu breytt. Samþykkt að senda í grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða grenndarkynningar er að engin mótmæli bárust. Erindi samþykkt.

Fylgigögn

Birkiteigur 1 - teikning

4. Brekadalur 67 - Niðurstaða grenndarkynningar (2019051619)

Lóðarhafi Árni Sigfússon óskar eftir að stækka skyggni austan megin við húsbygginguna að Brekadal 67. Um er að ræða efstu bygginguna við Brekadal. 7 metrar eru frá húshlið að austan og að lóðarmörkum. Skyggnið framlengdist frá skyggni á austurhlið en er 100 cm innan við götulínu byggingar. Það gengi 4,5 metra til austurs að sorptunnu/geymslu. Sjá mynd. Verði fyrirspurn vel tekið, mun arkitektinn fullgera teikningu í þessa veru. Fordæmi um leyfi fyrir slík skyggni eða yfirbyggðum hluta utan deiliskipulagða grunnlínu húss eru m.a. nú þegar við Brekadal 13 (mun stærra) og nr. 57 þar sem húsið er austasta hús í Brekadal (göngustígur austan megin en engin lóð) og skyggnisbreytingin er einmitt austan við húsið, þá verður ekki séð að breytingin varði hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Samþykkt var að senda erindið í grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða grenndarkynningar er að engin mótmæli bárust. Erindi samþykkt.

Fylgigögn

Brekadalur 67 - teikningar

5. Leirdalur 36 - Fyrirspurn (2019051622)

Arnar Þ. Smárason leggur inn fyrirspurn vegna byggingar einbýlishúss við Leirdal 36. Óskað er heimildar til að byggja út fyrir byggingarreit til suðurs í samræmi við uppdrátt dags. 30.04.2019.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn

Leirdalur 36 - fyrirspurn

6. Brekadalur 40-58 - Deiliskipulagstillaga (2019051635)

Glóra ehf. fyrir hönd lóðarhafa leggur fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu með uppdráttum dags. 09.05.2019. Gildandi skilmálar eru um einbýlishús á tveimur hæðum á 10 lóðum. Lagt er til að breyta því í 5 fjölbýlishús með 4 íbúðum í hverju alls 20 íbúðir.
Sambærileg erindi voru tekin fyrir á fundum nr. 197, 198 og 208 í umhverfis- og skipulagsráði. Erindi hafnað.

Fylgigögn

Brekadalur 40-58 - deiliskipulagstillaga

7. Bolafótur - Deiliskipulagstillaga (2019051640)

Verkfræðistofa Suðurnesja leggur fram fyrir hönd lóðarhafa tillögu að deiliskipulagi fyrir Bolafót með uppdrætti dags. maí 2019. Lóðinni Bolafæti 19 er skipt upp í fjórar lóðir.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Fylgigögn

Bolafótur - deiliskipulagstillaga

8. Sjávargata 33 - Svalir (2019050576)

Glóra ehf. fyrir hönd eiganda leggur inn uppdrætti á útlitsbreytingum á Sjávargötu 33. Gluggum er breytt og bætt er við svölum.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn

Sjávargata 33 - teikning

9. Baugholt 7 - Stækkun (2019050449)

Jón Benediktsson sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á stofu 1. hæðar út á núverandi svalir og steypa nýjar svalir á sjálfstæðum undirstöðum sbr. aðaluppdrætti Glóru ehf. dags 23.04.2019.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn

Baugholt 7 - teikning

10. Fuglatalningastöð - Sólbrekkuskógi (2019051645)

Guðmundur Hj. Falk Jóhannesson óskar heimildar til að að setja upp 20 feta skrifstofugám á gróðurlausan blett sem er þarna ásamt því að leggja að honum smá vegstubb frá vegi Flugmódelklúbbsins og innan þeirra svæðis til fuglamerkinga og rannsókna ásamt því að geta skoðað fugla í næði.
Erindið samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins og er hafnað.

Fylgigögn

Fuglatalningastöð í Sólbrekkuskógi - erindi

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. maí 2019.