256. fundur

18.09.2020 08:15

Fundargerð 256. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 18. september 2020, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson deildarstjóri byggingar- og skipulagsmála og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Kynning á söguefni varðandi Ásbrú (2020090015)

Á fundinn mætti Sonja Karólína Duarte frá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf. og kynnti efni sem Kadeco hefur látið vinna um sögu bygginga á Ásbrú.

2. Afgreiðslu og samráðsfundur byggingafulltrúa nr. 290 (2020010081)

Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 290, dagsett 10. september 2020 í 7 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn:

Fundargerð 290. fundar byggingafulltrúa

3. Flugvellir - breyting á deiliskipulagi Flugvallarvegur (2020060544)

OSN ehf. sækir um lóðina Flugvallarvegur 52A með erindi dags. 24. júní 2020, til byggingar á skrifstofu- og verslunarhúsnæði samkvæmt sömu skilmálum og gilda fyrir deiliskipulag Flugvalla. Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 2. júlí 2020 að stækka lóðina Flugvellir 52 með sameiningu við lóð nr. 52A og lóðirnar verði felldar að deiliskipulagi Flugvalla. Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flugvalla samkvæmt uppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja dagsett í september 2020.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Fylgigögn:

Breyting á skipulagi 2020

4. Sólvallagata 32 fjölgun bílastæða (2020090252)

Erindi frá Eignasölu og Leigumiðlun Suðurnesjadags dags. 11. september sl. fyrir hönd eigenda að Sólvallagötu 32 um fjölgun bílastæða á lóð um tvö. Samþykki meðeigenda liggur fyrir.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Umhverfis- og skipulagsráð heimilar að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3. hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd.

Fylgigögn:

Sólvallagata 32 - stæði

5. Faxabraut 20 fjölgun íbúða (2020090261)

Eigendur Faxabraut 20 óska eftir að breyta kjallararými í íbúð með erindi dags 16. júní 2020. Umsögn byggingafulltrúa dags. 7. september sl. liggur fyrir.
Samkvæmt umsögn byggingafulltrúa fellur húsnæðið ekki að byggingareglugerð um íbúðarhúsnæði. Erindi hafnað.

Fylgigögn:

Faxabraut 20

6. Hjallalaut 14 breyting á byggingareit (2020090254)

Hafþór Hilmarsson óskar eftir breytingu á byggingareit Hjallalautar 14 í samræmi við uppdrátt Kristins Ragnarsonar arkitekts ehf. dags. 8 maí 2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Umhverfis- og skipulagsráð heimilar að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3. hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd.

Fylgigögn:

Hjallalaut 14

7. Vallargata 6 breytt notkun á bílskúr (2020090255)

Flosi Már Jóhannesson óskar heimildar til að breyta bílskúr á lóðinni Vallargata 6 í íbúðarrými samkvæmt erindi dags. 4. september 2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Umhverfis- og skipulagsráð heimilar að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3. hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd.

Fylgigögn:

Vallargata 6 - bílskúr

8. Suðurvellir 9 niðurstaða grenndarkynningar (2020030507)

Suðurvellir ehf. óska eftir heimild til að byggja á lóðinni Suðurvellir 9, samkvæmt uppdráttum VJK ehf. dags 24.05.2017, 5 íbúða raðhús með almennum íbúðum. Eldri grenndarkynning er fallin úr gildi í samræmi við 4. mgr. 44.gr. skipulagslaga 123/2010. Umsóknin felur í sér að húsnæðið sé ekki ætlað fötluðum sérstaklega og byggingin fer út fyrir byggingareit til suðvesturs og fyrirkomulagi bílastæða er breytt. Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs að senda erindið í grenndarkynningu. Andmæli bárust á kynningartíma.
Bent er á slæma umgengni um lóðina og lóðarhafi sinni ekki framkvæmdum. Andmælt er að byggt verði á lóðinni sökum þrengsla og aukinnar umferðar sem hlýst af fjölgun íbúða við götuna.
Mjög brýnt er að ljúka við verkefnið og ganga frá lóðinni og göngustígnum sem fyrst. Gert er ráð fyrir bílastæðum á lóð og þar sem innkeyrsla inn á lóðina er skammt frá gatnamótum inn á Drangavelli eru hverfandi líkur á aukinni umferð um götuna í heild. Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Suðurvellir 9

9. Seltjörn gróðurreitur (2020090262)

Jón Árni Sveinsson með erindi dags 18. ágúst sl. óskar eftir svæði til að ástunda trjárækt. Óskað var eftir tillögu Umhverfismiðstöðvar Reykjanesbæjar um mögulega staðsetningu og lagt er til svæði skammt suðvestur af Seltjörn.
Starfsfólki umhverfissviðs er falið að afmarka svæði og útbúa skriflegt samkomulag um nýtingu þess. Erindi frestað.

Fylgigögn:

Seltjörn gróðurreitur

10. Seltjörn bálskýli (2020090257)

Skógræktarfélag Suðurnesja óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Seltjarnar svo útbúa megi lóð fyrir bálskýli og salernisaðstöðu í samræmi við uppdrætti Arkís dags. 10. september 2020.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

Fylgigögn:

Bálskýli

11. Hringbraut 93b auð lóð (2020090258)

Skipulagsfulltrúi leggur til að lóðin Hringbraut 93b verði sett í útboð í samræmi við grein 3.0.3 í Reglur um lóðaveitingar í Reykjanesbæ og verði veittar byggingarheimildir á lóðinni og settir skilmálar sem samræmast nærliggjandi byggð.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

12. Hugmyndir frá Betri Reykjanesbæ (2020060548)

a. Sjóböð og pottar fyrir ofan Skessuhelli (grillstæði)
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Tekið verður til skoðunar að bæta aðstöðu til útivistar á Berginu.

b. Gróðursetning trjáa (skógrækt) í Innri Njarðvík og mön
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Gróðursetning er á áætlun.

c. Gróðursetning trjáa
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna ábendingu.

13. Umsókn um leyfi til eyðingar á vargfugli (2020090260)

Sigvaldi Arnar Lárusson leggur fram erindi dags 14. september sl. um eyðingu vargfugls í sveitarfélaginu. Umsögn Náttúrustofu Suðvesturlands dags 15. september sl. liggur fyrir.
Að teknu tilliti til umsagnar Náttúrustofu Suðvesturlands leggst umhverfis- og skipulagsráð gegn umsókninni. Erindi hafnað.

Fylgigögn:

Vargfugl

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. október 2020.