- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson deildarstjóri byggingar- og skipulagsmála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir sérfræðingur umhverfissviðs, Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 297, dagsett 10. desember 2020, í 11 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Fylgigögn:
Margrét Pétursdóttir leggur fram erindi um breytingu á bílskúr við Birkiteig 8. Yfirbragði og notkun er breytt með nýjum gluggum og klæðningu. Einnig er óskað eftir að nýta bygginguna sem íbúðarrými í samræmi við uppdrætti Riss verkfræðistofu dags. 25.11.2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Fylgigögn:
Erla Þorsteinsdóttir og Gunnar Þór Jóhannsson óska eftir heimild til að reisa viðbyggingu við einbýlishús að Háholti 21, Reykjanesbæ, í samræmi við erindi og uppdrætti Riss verkfræðistofu dags. 11.12.2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Fylgigögn:
Stjórn Kirkjugarðs Njarðvíkur og Sóknarnefnd Njarðvíkurkirkju hafa lagt fram deiliskipulagstillögu fyrir kirkjugarð Njarðvíkur og safnaðarheimili í Innri-Njarðvík. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun kirkjugarðsins, nýju þjónustuhúsi og stækkun safnaðarheimilis. Tillagan var auglýst og er athugasemdarfrestur liðinn. Tvær ábendingar komu fram. Bent var á að tryggt yrði að lóðarmörk við Njarðvíkurbraut 50d séu virt. Einnig er gerð athugasemd við að spilda sem liggur meðfram Njarðvíkurbraut 44 og er í einkaeign sé innan kirkjugarðsmarka.
Í gildi er deiliskipulag svæðisins frá 1996, þar sem spildan hefur verið skilgreind sem hluti kirkjugarðsins. Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
Fylgigögn:
Kirkjugarður og safnaðarheimili
Bréf til skipulagsfulltrúa
Gunnrún Theodórsdóttir óskar heimildar til að breyta bílskúr á lóðinni Borgarvegur 20 í íbúðarrými í samræmi við uppdrætti ARTstone ehf. dags. 9. september 2020. Ein athugasemd barst á kynningartíma er varðar glugga á lóðarmörkum. Gerð er athugasemd við að slíkt samræmist ekki byggingareglugerð og óviðeigandi innsýn.
Lögð var fram tillaga um að filma væri sett í glugga vegna innsýnar. Byggingarfulltrúi sér til þess að ákvæðum byggingarreglugerðar sé framfylgt. Erindi samþykkt.
Fylgigögn:
Hs Orka hf. leggur fram skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun deiliskipulags á Reykjanesi, unnin af VSÓ ráðgjöf í desember 2020.
Heimilt er að auglýsa skipulags -og matslýsinguna.
Fylgigögn:
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. fer þess á leit með bréfi dags 1. desember 2020, að taka upp samstarf við Reykjanesbæ um deiliskipulag tveggja svæða á Ásbrú. Annarsvegar svæði kennt við Tæknivelli og hinsvegar svæði sem vísað er til í rammaskipulagi sem forgangssvæðið/gamlahverfið.
Samþykkt er að fara í samstarf um deiliskipulag á umræddum svæðum.
Fylgigögn:
Borgarplast ehf. leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina. Gert verði ráð fyrir um 6600m2 fermetra stækkun sem bætist við núverandi byggingu sem er um 4700 m2. Heildarbyggingarmagn á 28.000m2 lóð verði um 11.321m2. Erindi var frestað á fundi nr. 260, þann 20. nóvember sl. og endurbættir uppdrættir með nánari skilmálum varðandi uppbrot og byggingarreiti lagðir fram.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.
Fylgigögn:
Lóðarhafi Eignarhaldsfélagið Áfangar ehf. óskar eftir stækkun á byggingarreit vegna byggingaleyfisumsóknar í samræmi við uppdrætti Mannvits dags. 18.11.2020. Meðeigendasamþykki liggur fyrir.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Umhverfis- og skipulagsráð heimilar að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3. hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd.
Fylgigögn:
Í tillögu Skipulagsstofnunar er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða með tilliti til laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða.
Vinna við loftslags- og umhverfisstefnu Reykjanesbæjar er langt komin og er hún í samræmi við kröfur sem koma fram í landsskipulagsstefnunni um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá byggð, samgöngur og landnotkun og aukningu kolefnisbindingar með kolefnishlutleysi að leiðarljósi.
Óskað er eftir að bæjarráð veiti umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Fylgigögn:
Nýjar götur verða til í Dalshverfi sem gefa þarf nöfn og ákveða þarf hvernig staðið verður að lóðaúthlutunum.
Íbúum bæjarins mun verða gefinn kostur á að koma með hugmyndir að götunöfnum í hverfinu. Um er að ræða 7 götur sem heita eiga nöfnum sem enda á -dal eða -stapa.
Fylgigögn:
Reglur um lóðaveitingar
Dalshverfi iii deiliskipulag
Dalshverfi iii greinagerð og skilmálar
Ný gata er mynduð af bæjarlandi milli baklóða Suðurgötu og Hafnargötu, nýja gatan er með aðkomu frá Skólavegi og Hafnargötu.
Samþykkt er nafnið Skólatorg.
Fylgigögn:
Hringtenging flugstöðvar um Reykjanesbraut var kynnt á fundi skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar dags. 14.12.2020
Lagt fram.
Fylgigögn:
Kynning skipulagsnefnd des 2020
Lagt fram.
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar starfsmönnum sviðsins mikið og gott starf á erfiðu ári.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. janúar 2021.