262. fundur

18.12.2020 08:15

262. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 18. desember 2020, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson deildarstjóri byggingar- og skipulagsmála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir sérfræðingur umhverfissviðs, Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingafulltrúa nr. 297 (2020010081)

Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 297, dagsett 10. desember 2020, í 11 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn:

Fundargerð 297. fundar

2. Birkiteigur 8 - Breyting á bílskúr í íbúðarými (2020120264)

Margrét Pétursdóttir leggur fram erindi um breytingu á bílskúr við Birkiteig 8. Yfirbragði og notkun er breytt með nýjum gluggum og klæðningu. Einnig er óskað eftir að nýta bygginguna sem íbúðarrými í samræmi við uppdrætti Riss verkfræðistofu dags. 25.11.2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Birkiteigur 8

3. Háholt 21 - Viðbygging (2020120167)

Erla Þorsteinsdóttir og Gunnar Þór Jóhannsson óska eftir heimild til að reisa viðbyggingu við einbýlishús að Háholti 21, Reykjanesbæ, í samræmi við erindi og uppdrætti Riss verkfræðistofu dags. 11.12.2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Háholt 21

4. Kirkjugarður Njarðvík (2019090660)

Stjórn Kirkjugarðs Njarðvíkur og Sóknarnefnd Njarðvíkurkirkju hafa lagt fram deiliskipulagstillögu fyrir kirkjugarð Njarðvíkur og safnaðarheimili í Innri-Njarðvík. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun kirkjugarðsins, nýju þjónustuhúsi og stækkun safnaðarheimilis. Tillagan var auglýst og er athugasemdarfrestur liðinn. Tvær ábendingar komu fram. Bent var á að tryggt yrði að lóðarmörk við Njarðvíkurbraut 50d séu virt. Einnig er gerð athugasemd við að spilda sem liggur meðfram Njarðvíkurbraut 44 og er í einkaeign sé innan kirkjugarðsmarka.
Í gildi er deiliskipulag svæðisins frá 1996, þar sem spildan hefur verið skilgreind sem hluti kirkjugarðsins. Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Fylgigögn:

Kirkjugarður og safnaðarheimili
Bréf til skipulagsfulltrúa

5. Borgarvegur 30 - breyting á bílskúr niðurstaða grenndarkynningar (2020090490)

Gunnrún Theodórsdóttir óskar heimildar til að breyta bílskúr á lóðinni Borgarvegur 20 í íbúðarrými í samræmi við uppdrætti ARTstone ehf. dags. 9. september 2020. Ein athugasemd barst á kynningartíma er varðar glugga á lóðarmörkum. Gerð er athugasemd við að slíkt samræmist ekki byggingareglugerð og óviðeigandi innsýn.
Lögð var fram tillaga um að filma væri sett í glugga vegna innsýnar. Byggingarfulltrúi sér til þess að ákvæðum byggingarreglugerðar sé framfylgt. Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Borgarvegur 30

6. Endurskoðun deiliskipulags á Reykjanesi - skipulagslýsing (2020110142)

Hs Orka hf. leggur fram skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun deiliskipulags á Reykjanesi, unnin af VSÓ ráðgjöf í desember 2020.
Heimilt er að auglýsa skipulags -og matslýsinguna.

Fylgigögn:

Lýsing deiliskipulag

7. Tæknivellir - Ósk um heimild til breyta deiliskipulagi (2020120241)

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. fer þess á leit með bréfi dags 1. desember 2020, að taka upp samstarf við Reykjanesbæ um deiliskipulag tveggja svæða á Ásbrú. Annarsvegar svæði kennt við Tæknivelli og hinsvegar svæði sem vísað er til í rammaskipulagi sem forgangssvæðið/gamlahverfið.
Samþykkt er að fara í samstarf um deiliskipulag á umræddum svæðum.

Fylgigögn:

Ósk um deiliskipulag Ásbrú

8. Grænásbraut 501 - Deiliskipulag (2020110303)

Borgarplast ehf. leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina. Gert verði ráð fyrir um 6600m2 fermetra stækkun sem bætist við núverandi byggingu sem er um 4700 m2. Heildarbyggingarmagn á 28.000m2 lóð verði um 11.321m2. Erindi var frestað á fundi nr. 260, þann 20. nóvember sl. og endurbættir uppdrættir með nánari skilmálum varðandi uppbrot og byggingarreiti lagðir fram.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Fylgigögn:

Deiliskipulag Grænásbraut 501

9. Iðavellir 10a stækkun á byggingareit (2020110237)

Lóðarhafi Eignarhaldsfélagið Áfangar ehf. óskar eftir stækkun á byggingarreit vegna byggingaleyfisumsóknar í samræmi við uppdrætti Mannvits dags. 18.11.2020. Meðeigendasamþykki liggur fyrir.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Umhverfis- og skipulagsráð heimilar að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3. hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd.

Fylgigögn:

Iðavellir 10A Aðalteikningar

10. Viðauki við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 – breytt tillaga til kynningar (2020110267)

Í tillögu Skipulagsstofnunar er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða með tilliti til laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða.
Vinna við loftslags- og umhverfisstefnu Reykjanesbæjar er langt komin og er hún í samræmi við kröfur sem koma fram í landsskipulagsstefnunni um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá byggð, samgöngur og landnotkun og aukningu kolefnisbindingar með kolefnishlutleysi að leiðarljósi.
Óskað er eftir að bæjarráð veiti umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fylgigögn:

LSK kynning

11. Dalshverfi III - Lóðaúthlutanir og götunöfn (2019050472)

Nýjar götur verða til í Dalshverfi sem gefa þarf nöfn og ákveða þarf hvernig staðið verður að lóðaúthlutunum.
Íbúum bæjarins mun verða gefinn kostur á að koma með hugmyndir að götunöfnum í hverfinu. Um er að ræða 7 götur sem heita eiga nöfnum sem enda á -dal eða -stapa.

Fylgigögn:

Reglur um lóðaveitingar
Dalshverfi iii deiliskipulag
Dalshverfi iii greinagerð og skilmálar

12. Hafnargata - Suðurgata - Skólavegur - Vatnsnesvegur - götunafn (2019060301)

Ný gata er mynduð af bæjarlandi milli baklóða Suðurgötu og Hafnargötu, nýja gatan er með aðkomu frá Skólavegi og Hafnargötu.
Samþykkt er nafnið Skólatorg.

Fylgigögn:

Hafnargata- Suðurgata

13. Hringtenging - Reykjanesbraut Isavia (2020070360)

Hringtenging flugstöðvar um Reykjanesbraut var kynnt á fundi skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar dags. 14.12.2020
Lagt fram.

Fylgigögn:

Kynning skipulagsnefnd des 2020

14. Drög að starfsáætlun - Samantekt ársins 2020 (2020021020)

Lagt fram.
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar starfsmönnum sviðsins mikið og gott starf á erfiðu ári.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. janúar 2021.