291. fundur

01.04.2022 08:15

291. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 1. apríl 2022 kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Helga María Finnbjörnsdóttir, Gunnar Felix Rúnarsson, Ríkharður Ibsen og Róbert J. Guðmundsson.

Að auki sátu fundinn Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfissviðs, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir sérfræðingur og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingafulltrúa nr. 325 (2022010016)

Lögð fram til kynningar fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 325, dags. 29. mars 2022 í 7 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn:

Fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 325

2. Njarðvíkurhöfn - deiliskipulag (2020100160)

Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. og Reykjaneshöfn leggja fram deiliskipulagstillögu samkvæmt uppdráttum Kanon arkitekta og VSÓ ráðgjöf dags. 23. mars 2022. Greinargerð og umhverfismat koma fram á uppdrætti ásamt skuggavarpi og rýmismyndum. Tillagan felst í nýjum viðlegukanti, nýrri skipakví og landfyllingu auk nýrrar umferðaraðkomu frá Fitjabraut.

Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna. Halda skal íbúafund og kynna tillöguna á auglýsingatíma. Mikilvægt er að Reykjaneshöfn hefji strax vinnu við að finna tæknilega úrlausn á yfirfalli hreinsistöðvar fráveitu.

Fylgigögn:

Deiliskipulag

3. Tjarnabraut 2 - breyting á deiliskipulagi (2022030429)

Fagraborg ehf. óskar breytingar á deiliskipulagsskilmálum lóðarinnar Tjarnarbraut 2 samkvæmt uppdrætti KR arkitekta dags. 3. mars 2022. Breytingin felst í að íbúðum er fjölgað um 8, úr að hámarki 15 í 23. Bílastæða krafa lækki úr 1,8 í 1,6 svo bílastæði á lóð verði 37 í stað 41.

Samþykkt að senda í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Tjarnabraut 2 - breyting á deiliskipulagi 

4. Klapparstígur 10 - fjölgun fasteigna (2022010059)

Jóhann V. Guðmundsson óskar heimildar til að skipta upp húseign sinni við Klapparstíg 10 í tvær íbúðir.

Þar sem breytingin hefur ekki áhrif á íbúafjölda, umferð eða yfirbragð götunnar telur umhverfis- og skipulagsráð að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga málsgrein 3.

Fylgigögn:

Klapparstígur 10 - fjölgun fasteigna

5. Ásbrú deiliskipulag - skipulagslýsing (2020090491)

Alta ráðgjafar ehf. leggja fram skipulagslýsingu vegna grunnskólalóðar og almenningsgarðs við Skógarhverfið á Ásbrú. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 1. október 2021 var samþykkt að auglýsa skipulagslýsinguna og afla umsagna sem liggja nú fyrir. Jafnframt var unnin greinargerð um gatnahönnun og blágrænar ofanvatnslausnir.

Fjallað er um umsagnir í fylgiskjali. Samþykkt að skipulagslýsingin verði grunnur tillögu að deiliskipulagi.

Fylgigögn:

Ásbrú - skipulagslýsing

6. Njarðargata 7 - led-skilti (2022030338)

Sótt er um heimild til uppsetningar á led-skilti á lóð Frumherja við Njarðargötu 7 í samræmi við gögn Mansard teiknistofu dags. 10. mars 2022. Hæð skiltis er 8 m og stærð hvers flatar um 25 m2. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir viðkomandi reit.

Erindi frestað. Endurskoða þarf reglur um ljósaskilti í Reykjanesbæ með tilliti til staðsetningar þeirra.

Fylgigögn:

Njarðargata 7 - led skilti

7. Umsókn um uppsetningu á rannsóknarmastri við Reykjanesvirkjun (2022030668)

HS Orka hf. sækir um heimild til að reisa rannsóknarmastur með umsókn um stöðuleyfi dags. 24. mars 2022 til byggingafulltrúa sem óskar umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.

Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í erindið.

Fylgigögn:

Umsókn um stöðuleyfi

8. Umsjón með Seltjörn (2022030840)

Bláa Lónið býðst til að styðja samfélagið á Reykjanesi með því að taka að sér umsjón með Seltjörn og umhverfi hennar þannig að hún nýtist vel íbúum og gestum þeirra með erindi dags. 22. mars 2022 og samningsdrögum.

Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í hugmyndina sem gengur út á glæða náttúruperluna Seltjörn auknu lífi m.a. með því sleppa fiski í vatnið og bjóða almenningi að veiða í vatninu. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir framlögð samningsdrög fyrir sitt leyti.

Um tímabundinn samning til 5 ára yrði að ræða, uppsegjanlegan frá beggja hendi og öll uppbygging á svæðinu skal samrýmast gildandi skipulagi. Aðgengi almennings að svæðinu verði tryggt sem og gott samstarf við Skógræktarfélag Suðurnesja og Módelflugfélag Reykjanesbæjar sem er með starfsemi á svæðinu. Umhverfissvið Reykjanesbæjar yrði eftirlitsaðli með samingnum og öll uppbygging/breytingar á svæðinu yrðu bornar undir það.

Aukið líf við Seltjörn og í Sólbrekkuskógi kallar síðan á aukinn kraft í hjóla- og göngustígatengingu bæði við Reykjanesbæ og við Grindavík sem hefur verið í undirbúningi.

Erindi vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Fylgigögn:

Umsjón með Seltjörn

9. Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022-2034 – vinnslutillaga (2022030582)

Suðurnesjabær kynnir vinnslutillögu Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022-2034 fyrir umsagnaraðilum og óskar eftir umsögn um hana.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að umsögn.

Fylgigögn:

Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

10. Upplýsingaöryggisstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2022021198)

Drög að upplýsingaöryggisstefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Bæjarráð óskar eftir umsögn um stefnuna.

Umhverfis- og skipulagsráð lýsir yfir ánægju með upplýsingaöryggisstefnuna og gerir ekki athugasemd við stefnuna.

11. Ásahverfi - ósk um heimild til breytingar á deiliskipulagi (2022030580)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðstjóri umhverfissviðs leggur til að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi Ásahverfis samkvæmt erindi dags. 22. mars 2022

Samþykkt heimild að deiliskipulagstillögu.

12. Dalshverfi 3. áfangi - lóðaútboð suðurhluta (2019050472)

Seinni hluti hverfisins með 125 íbúðum er tilbúinn til úthlutunar. Lagt er til að allt að lóðum fyrir allt að 24 íbúðum á reit G verði úthlutað til óhagnaðardrifins leigufélags.

Samþykkt.

13. Dalshverfi III - lóðaumsóknir (2019050472)

Brekadalur 75

Ábending barst um að mistök hafi átt sér stað við mat á umsóknum því þarf að endurúthluta lóðinni.

Dregið var úr 3 gildum umsóknum.

Útdráttur 1: (2022020717) Rúnar Jóhannes Garðarsson
Útdráttur 2: (2022020739) Kristinn Eyjólfur Guðmundsson
Útdráttur 3: (2022020296) Rúnar Þór Haraldsson

Umsækjendur í stafrófsröð:

(2022020739) Kristinn Eyjólfur Guðmundsson
(2022020717) Rúnar Jóhannes Garðarsson
(2022020296) Rúnar Þór Haraldsson

Huldudalur 19-21

Ábending barst um að mistök hafi átt sér stað við úrdrátt en samkvæmt úthlutunarreglum eiga einstaklingar forgang við úthlutun parhúsalóða og því þarf að endurúthluta lóðinni.

Dregið var úr 14 gildum umsóknum.

Útdráttur 1: (2022020852) Hannes Einarsson
Útdráttur 2: (2022020720) Kristinn Eyjólfur Guðmundsson
Útdráttur 3: (2022020761) Sigurbjörn Júlíus Hallsson

Umsækjendur í stafrófsröð:

Huldudalur 19-21 (2022020256) Davíð Örn Hallgrímsson
Huldudalur 19-21 (2022020651) Egill Viðarsson
Huldudalur 19-21 (2022020427) Guðborg Eyjólfsdóttir
Huldudalur 19-21 (2022020526) Guðmundur Óskar Unnarsson
Huldudalur 19-21 (2022020806) Guðmundur Þórir Ingólfsson
Huldudalur 19-21 (2022020852) Hannes Einarsson
Huldudalur 19-21 (2022020562) Hermann Sigurjón Sigurðsson
Huldudalur 19-21 (2022020376) Húnbogi Þór Árnason
Huldudalur 19-21 (2022020424) Júlía Elsa Ævarsdóttir
Huldudalur 19-21 (2022020713) Júlíus Ævarsson
Huldudalur 19-21 (2022020720) Kristinn Eyjólfur Guðmundsson
Huldudalur 19-21 (2022020877) Rakel Ársælsdóttir
Huldudalur 19-21 (2022020761) Sigurbjörn Júlíus Hallsson
Huldudalur 19-21 (2022020348) Veghús Tréverk ehf.

14. Melás 2 - umsókn um lóð (2022030432)

Anný ehf. sækir um lóðina Melás 2.

Ríkharður Ibsen víkur af fundi.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð - Melás 2

15. Melás 4 - umsókn um lóð (2022030431)

Anný ehf. sækir um lóðina Melás 4.

Ríkharður Ibsen víkur af fundi.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð - Melás 4

16. Melás 6 - umsókn um lóð (2022030437)

Anný ehf. sækir um lóðina Melás 6.

Ríkharður Ibsen víkur af fundi.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð - Melás 6

17. Urðarás 2 - umsókn um lóð (2022030435)

Anný ehf. sækir um lóðina Urðarás 2.

Ríkharður Ibsen víkur af fundi.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð - Urðarás 2

18. Urðarás 4 - umsókn um lóð (2022030434)

Anný ehf. sækir um lóðina Urðarás 4.

Ríkharður Ibsen víkur af fundi.

Einstaklingar eiga forgang við úthlutun einbýlishúsalóða samkvæmt úthlutunarreglum. Umsókn hafnað með þeim fyrirvara að falli einstaklingur frá umsókn verður Anný ehf. úthlutuð lóðin Urðarás 4.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð - Urðarás 4

19. Urðarás 4 - umsókn um lóð (2022030436)

Davíð Ibsen sækir um lóðina Urðarás 4.

Ríkharður Ibsen víkur af fundi.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð - Urðarás 4

20. Urðarás 6 - umsókn um lóð (2022030433)

Anný ehf. sækir um lóðina Urðarás 6.

Ríkharður Ibsen víkur af fundi.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð - Urðarás 6

21. Völuás 9 - umsókn um lóð (2022030645)

Ragnar H. Friðriksson sækir um lóðina Völuás 9.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð - Völuás 9

22. Mælaborð umhverfissviðs (2022030842)

Lagt fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:28. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. apríl 2022.