09.10.2019 14:00

380. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 9. október 2019 kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Reglur um notendastýrða persónulega ráðgjöf (NPA) (2019070239)

Ellý Alda Þorsteinsdóttir, ráðgjafi og Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður fjölskyldumála mættu á fundinn og kynntu drög að reglum um notendastýrða persónulega ráðgjöf (NPA).

2. Endurskoðun á reglum um félagslegt húsnæði (2019100032)

Breytingartillögur á reglum um félagslegt húsnæði lagðar fram.

Breyting á grein 9.2.3 er gerð í samræmi við það álit sem fram kemur í bréfi frá félags- og barnamálaráðherra dags. 9. maí 2019 um að réttur til þjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga stofnist við lögheimilisskráningu í viðkomandi sveitarfélagi.

Breytingar á grein 9.2.7 tekur mið af því að ef umsækjandi á biðlista afþakkar úthlutun en uppfyllir skilyrði til að vera áfram á biðlista þá fái umsókn hans nýja dagsetningu frá og með þeim degi og færist því til á biðlistanum. Þannig gefi biðlistinn raunhæfari mynd af biðtíma eftir úrlausn í húsnæðismálum.

3. Fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2020 (2019080696)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, fór yfir helstu áherslur og verkefni í fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2020.

4. Bergið headspace - umsókn um styrk (2019090530)

Bergið headspace sækir um rekstrarstyrk. Bergið headspace byggir á lágþröskuldaþjónustu þar sem ungmenni geta leitað sér stuðnings og aðstoðar á milligönguliðar og án aðkomu forráðamanna.

Velferðarráð vísar umsókninni til bæjarráðs.

Fylgigögn:

Bergið headspace - lýsing á verkefni

5. Fundargerð öldungaráðs Reykjanesbæjar 22. ágúst 2019 (2019100037)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 1. fundar öldungaráðs Reykjanesbæjar

6. Fundargerð samtakahópsins 24. september 2019 (2019050292)

Fundargerðin lögð fram.

Velferðarráð lýsir yfir ánægju með metnaðarfulla dagskrá nýliðinnar heilsu- og forvarnarviku.

Fylgigögn:

Fundargerð samtakahópsins
Heilsu- og forvarnarvika - kynning
Heilsu- og forvarnarvika - dagskrá
Kannabis og rafrettur, markaðsherferð á netinu - kynning frá Rannsóknum & greiningu

7. Mælaborð velferðarsviðs og tölulegar upplýsingar (2019050519)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.

Fjárhagsaðstoð

Í ágúst 2019 fengu 91 einstaklingur greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 12.403.236. Í sama mánuði 2018 fengu 82 einstaklingar greiddan framfærslustyrk.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Alls fékk 171 einstaklingur greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins í ágúst, samtals kr. 2.180.468. Í sama mánuði 2018 fengu 162 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins.

Áfrýjunarnefnd

Í ágúst voru 14 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 11 erindi voru samþykkt, 1 samþykkt að hluta ,1 erindi synjað og 1 erindi frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 15. október 2019.