Fræsing og malbikun á vegakafla á Hafnargötu milli hringtorga og á Njarðarbraut

Hér má sjá vegakaflann sem verður lokaður og hjáleiðir.
Hér má sjá vegakaflann sem verður lokaður og hjáleiðir.

Föstudaginn 29. júní verður unnið að fræsingu malbiks á vegakafla á Hafnargötu og Njarðarbraut og malbikun mánudaginn 4. júlí, ef veður leyfir. Um er að ræða kaflann frá hringtorgi á mótum  Hafnargötu, Víkurbrautar og Faxabrautar og til og með hringtorgi á mótum Hafnargötu, Þjóðbrautar og Njarðarbrautar.  Á Njarðarbraut er það kaflinn frá hringtorginu á mótum Hafnargötu og Þjóðbrautar að Hafnarbraut á móts við Nesvelli.  Þá verður vegakaflinn frá  hringtorgi á mótum Borgarvegs og Njarðarbrautar að Hafnarvegi fræstur mánudaginn 2. júlí. Vegaköflunum verður lokað og hjáleiðir merktar. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum. 

Áætlað er að framkvæmdir á þessum tveimur vegaköflum standi yfir á tímabilinu 8:00 til 17:00.

Með því að smella á þennan tengil opnast pdf skjal með framkvæmdakaflanum í heild.

Með því að smella á þennan tengil opnast pdf skjal með mynd af framkvæmdasvæði á Hafnargötu og hjáleiðum.

Með því að smella á þennan tengil opnast pdf skjal með mynd af framkvæmdasvæði á Njarðarbraut og hjáleiðum.

Með því að smella á þennan tengil opnast pdf skjal með mynd af viðbótarframkvæmdum á Njarðarbraut.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.