Bæjarráð heimilar undirbúning vinnu við áfanga II Stapaskóla

Vinna við fyrsta áfanga Stapaskóla er nú í fullum gangi.
Vinna við fyrsta áfanga Stapaskóla er nú í fullum gangi.

Bæjarráð Reykjanesbæjar heimilaði á fundi sínum í morgun verkefnastjórn Stapaskóla að hefjast vinnu við áfanga II. Framkvæmdir við fyrsta áfanga eru hafnar sem gert er ráð fyrir að verði tilbúinn haustið 2020. Heimild bæjarráðs verður tekin fyrir í bæjarstjórn 5. febrúar nk. 

Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 2-16 ára sem er að rísa í Dalshverfi. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri.

Næsta haust munu nemendur í 1.-5. bekk stunda þar nám. Skólinn verður í hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Áhersla verður lögð á öflugt foreldrastarf og náin tengsl við nánasta umhverfi. Í skólastarfi verður sérstök áhersla á sköpun og listir, verklegt nám og tækninám. Á lóð Stapaskóla er nú rekið útibú frá Akurskóla í bráðabirgðahúsnæði.

Um þessar mundir auglýsir Reykjanesbær stöðu skólastjóra Stapaskóla lausa til umsóknar. Ráðið hefur verið í nokkrar kennarastöður sem auglýstar voru fyrir áramót. Með því að smella á þennan tengil opnast umsóknir á laus störf hjá Reykjanesbæ

Með smella á tengla hér fyrir neðan má lesa nánar um Stapaskóla.

Skrifað undir samning vegna byggingu fyrsta áfanga Stapaskóla

Nýr grunn- og leikskóli í Innri Njarðvík, Stapaskóli

Hér má sjá loftmynd af svæðinu um það leyti sem framkvæmdir voru að hefjast