244. fundur

21.02.2020 09:00

244. fundur Umhverfis - og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 21.febrúar 2020, kl. 09:00

Viðstaddir: Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Hjörtur Guðbjartsson, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 278 (2020010081)

Lögð fram til kynningar fundargerð 278. fundar, dagsett 13. febrúar 2020 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.

Fylgigögn:

278. afgreiðslufundur byggingafulltrúa

2. Ásabraut 15 - Niðurstaða grenndarkynninga (2019110189)

Halldóra Halldórsdóttir og Þórður Arnfinnsson óska heimildar til að reisa bílskúr á lóðinni Ásabraut 15. Meðeigenda samþykki liggur fyrir. Grenndarkynningu er lokið. Ein athugasemd barst þar sem lýst var áhyggjum að verkið yrði ekki klárað.
Erindi samþykkt með þeim fyrirvara að bílskúr verði styttur, svo 1,5m verði að lóðamörkum.

Fylgigögn:

Ásabraut 15

3. Grófin 10A - Niðurstaða grenndarkynninga (2019120013)

Verkfræðistofan Riss ehf. fyrir hönd lóðarhafa óskar eftir breytingu á byggingarreit og leggur fram tillögu að skilmálum fyrir byggingu á lóðinni Grófin 10a samkvæmt uppdrætti dags. 28.11.2019. Grenndarkynningu er lokið og athugasemdir bárust.
Eigendur Grófarinnar 12A, 12B, 10b,10c og Grófin 8. Mótmælt er umfangi og neikvæðum áhrifum þess á nærliggjandi eignir, mótmælt er að ekki hafi verið haft samráð við næstu nágranna og mótmælt er að aðkoma að kjallara sé um aðliggjandi lóð.
Ólíklegt er að nýbygging rýri verðgildi eigna í nágrenninu þar sem byggingar eru almennt í misjöfnu ástandi. Á lóðablaði Grófarinnar 6 og 8 er kvöð um aðkomu að lóðinni Grófin 10A. Meðeigendasamþykki samþykki liggur ekki fyrir. Erindi frestað.

Fylgigögn:

Grófin 10a

4. Grófin 15 - Niðurstaða grenndarkynninga (2019120014)

Verkfræðistofan Riss ehf. fyrir hönd lóðarhafa óskar eftir heimild til að reisa vegg á lóðamörkum samkvæmt uppdrætti dags. 28.11.2019. Grenndarkynningu er lokið og engar athugasemdir bárust.
Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Grófin 15

5. Dalsbraut 32-36 - Niðurstaða grenndarkynninga (2019120016)

Miðbæjareignir ehf. óska heimildar til að auka byggingamagn á lóð um 106m2 og að fjölga íbúðum úr 11 í 15 á hvert hús samkvæmt erindi KRark arkitekt dags. 11.12.2019. Grenndarkynningu er lokið og engar athugasemdir bárust.
Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Dalsbraut 34-36

6. Fitjar 3 - Niðurstaða grenndarkynninga (2019120213)

Tralli ehf. óskar eftir heimild til að bæta aðstöðu við Fitjar 3 með um 30m2 byggingu fyrir starfsmannaaðstöðu, geymslu og vinnslu hráefnis samkvæmt uppdráttum Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 10.12.2019. Grenndarkynningu er lokið og engar athugasemdir bárust.
Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Fitjar

7. Hringbraut 46 - Breyta íbúð í tvíbýli (2020021380)

Unique Chillfresh ehf. óskar eftir að gera íbúð við Hringbraut 46 að tveimur með erindi dags. 31.01.2020. Meðeigendasamþykki liggur fyrir.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn:

Hringbraut 46 - Erindi

8. Hólmbergsbraut 9 - Fyrirspurn (2020021382)

Sparri ehf. óskar eftir heimild til að lengja byggingareit um 5m til norðurs og suðurs.
Heimilt verður að lengja byggingareit til samræmis við Hvalvík 2 og 2a.

Fylgigögn:

Hólmbergsbraut 9 - Fyrirspurn

9. Sveitarfélagið Vogar - Skipulags og matslýsing - Umsögn (2020021300)

Sveitarfélagið Vogar hefur ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulag sveitarfélagsins og óskar umsagnar um skipulags- og matslýsingu fyrir Sveitarfélagið Voga 2020-2040.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags 18. febrúar 2020 samþykkt.

Fylgigögn:

Skipulags- og matslýsing vegna aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2020-2040 - Ósk um umsögn

10. Unnardalur 6 - Aðstöðubeiðni frá Símanum hf. (2020021387)

Strendingur fyrir hönd Símans hf. óskar heimildar til að setja upp 16 metra hátt mastur fyrir loftnet á lóðinni Unnardalur 6.
Erindi frestað.

11. Ásbrú Rammaskipulag - Drög (2019050477)

Lögð eru fram til kynningar drög að Rammaskipulagi Ásbrú.

Fylgigögn:

Ásbrú - Rammaskipulag

12. Lerkidalur 9 - Lóðarumsókn (2020020974)

Ævar Valgeirsson sækir um lóðina Lerkidalur 9.
Lóðaúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Lerkidalur 9 - Umsókn um lóð

13. Völuás 6 - Lóðarumsókn (2020021234)

Þórdís Elsa Þorleifsdóttir sækir um lóðina Völuás 6.
Lóðaúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Völuás 6 - Umsókn um lóð

14. Umhverfisstefna Reykjanesbæjar - Drög (2020021391)

Lagt fram til kynningar – farið yfir áherslur.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. mars 2020