- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 282, dagsett 3. apríl í 7 liðum og fundargerð nr. 281, dagsett 30. mars í 5. liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Fundargerð 282. fundar byggingafulltrúa
Jarðvangur ehf. hefur fjárfest í lóðum á landsvæði sunnan Reykjanesbrautar, til vesturs frá gatnamótunum við Grindavíkurveg. Jarðvangur ehf. og Reykjanesbær hafa lýst yfir vilja til að þróa sameiginlega stærra svæði meðfram Reykjanesbraut sem inniheldur einnig útivistarsvæðið við Seltjörn. Þróunarsvæðið er 780 ha að stærð og liggur við fjölfarin gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar.
Óskað er breytingum á aðalskipulagi í samræmi við greinargerð ALTA um Þróunarsvæði Jarðvangs og mótun sýnar í aðalskipulagi Reykjanesbæjar dags apríl 2020.
Tekið er vel í erindið. Vísað til samráðshóps um heildarendurskoðun aðalskipulags.
Þróunarsvæði Jarðvangs í aðalskipulagi Reykjanesbæjar
Landeigendur Kalmanstjarnar og Junkaragerðis óska eftir breytingu á aðalskipulagi og heimild til að vinna deiliskipulag á hluta jarða sinna sem nemur um 3ha svo nýta megi svæðið til ferðaþjónustu. Stefnt er að sérstæðri og metnaðarfullri bað- og veitingaþjónustu á svæðinu eins og fram kemur í greinargerð erindis dags 7. apríl 2020.
Tekið er vel í hugmyndir landeigenda og heimilt er að hefja undirbúning skipulagsvinnu. Um mjög viðkvæmt svæði er að ræða og meta þarf umfang aðalskipulagsbreytinga og heildaráhrif fyrirhugaðrar starfsemi á svæðinu. Ríkharður Ibsen vék af fundi vegna mögulegs vanhæfis.
Áfanga Dalshverfis vegna deiliskipulags 3. áfanga Dalshverfis. Deiliskipulagsuppdráttur Kanon arkitekta dags 30.03.2020 fyrir Dalshverfi 2, breyting á skipulagsmörkum. Skipulagsfulltrúi óskar heimildar til að auglýsa tillögurnar.
Heimild er veitt til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.
Lagður er fram uppdráttur og greinargerð Kanon arkitekta dags 30.04.2020 að deiliskipulagstillögu Dalshverfi 3. Áhersla er á þéttari byggð og lægra hlutfall sérbýla en í fyrri áföngum. Skipulagsfulltrúi óskar heimildar til að auglýsa tillögurnar.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna og að haldinn verði íbúafundur á auglýsingatíma.
Dalshverfi III Deiliskipulag
Dalshverfi III skýring
Dalshverfi III Greinagerð og skilmálar
Lóðarhafi óskar eftir lóðarstækkun og heimild til framkvæmda við hús sitt í samræmi við gögn JeES arkitekta dags 1. maí 2020.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Hólsfjall ehf. lóðarhafi Hafnargötu 12 leggur fram fyrirspurn um fækkun bílastæða og að fallið verði frá kröfu um bílakjallara eins og kveðið er á um í deiliskipulagi. Nú er gert ráð fyrir 58 íbúðum og 1,4 stæði á lóð. Lagt er til að fækka íbúðum í 40, með 40 stæðum á lóð og 16 stæðum utan lóðar. Áfram er gert ráð fyrir bílastæða þörf sem 1,4 stæði á íbúð en af þeim verði 1 stæði á íbúð innan lóðar, en 16 stæði utan lóðar.
Ef vel er tekið í erindið verður unnin breyting á deiliskipulagi í samræmi við erindi JeES arkitekta dags 1. maí 2020, sem lagt er fram fyrir hönd lóðarhafa.
Ráðið mun ekki víkja frá núgildandi ákvæði í deiliskipulagi frá 2019 um 1,4 stæði á íbúð innan lóðar.
Hafnargata 12 fyrirspurn vegna bílastæðis
Arnar Karlsson sækir um að setja kvist í suður og þakglugga á norðurhlið. Byggingin verði báruklædd og færð til upprunalegs útlits að því leiti. Einnig er óskað heimildar til að útbúa íbúðarrými í bílskúr í samræmi við uppdrætti Beims ehf. dags 26. mars 2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Einar S. Jónsson óskar stækkun á byggingareit og að nýtingarhlutfall á lóð fari úr 0,15 í 0,20 á lóð í samræmi við uppdrætti Tækniþjónustu SÁ dags 17. apríl 2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Mýrdalur 1 - Fyrirspurn um stækkun
Kefsari ehf. sækir um byggingu á bílskúr á lóðinni Sólvallagata 26 upp að bílskúr við Sólvallagötu 28.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Sólvallagata 26 - Umsókn vegna bílgeymslu
Lóðarhafar óska eftir heimildar til viðbyggingar við hús sitt í samræmi við erindi JeES arkitekta dags 1. maí 2020, sem lagt er fram fyrir hönd lóðarhafa. Viðbyggingin felur í sér stækkun anddyris í samræmi við aðrar stækkanir í götunni, bílskúr á norðurhlið og stækkun íbúðar á einni hæð til vesturs aftan hús.
Málinu frestað. Óskað eftir nánari gögnum.
Loo Eng Wah sækir um heimild fyrir stækkun á bílastæði á lóð. Meðeigendasamþykki fylgir umsókn.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2. Umsækjandi mun bera allan kostnað vegna breytinganna.
Framnesvegur 14 - Stækkun á bílastæði
Sjóvá óskar eftir breytingu vegna aðgengi fatlaðra að Hafnargötu 36 samkvæmt uppdráttum OMR verkfræðistofu dags 17. apríl 2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Hafnargata 36 - Aðgengi fatlaðara
Míla óskar framkvæmdaleyfis vegna lagningu ljósleiðara með erindi dags 30. apríl 2020.
Framkvæmdaleyfi skipulagsfulltrúa fyrir hönd Reykjanesbæjar dagsett 5. maí er samþykkt.
Sótt er um framkvæmdaleyfi vegna bílastæða við Seltjörn samkvæmt framkvæmdalýsingu dags 28. apríl 2020 og gildandi deiliskipulagi, óskað hefur verið eftir umsögn HES.
Framkvæmdaleyfi skipulagsfulltrúa fyrir hönd Reykjanesbæjar dagsett 5. maí er samþykkt.
Framkvæmdaleyfi vegna bílastæðis við Seltjörn
Skipulagsstofnun hefur sent Reykjanesbæ beiðni um umsögn í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum, vegna byggingu akbrauta Keflavíkurflugvelli með bréfi dagsettu 14. apríl 2020 og matskyldufyrirspurn ISAVIA dagsett 8. apríl 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa fyrir hönd Reykjanesbæjar dagsett 30. apríl er lögð fram til samþykkis.
Umsögn skipulagsfulltrúa fyrir hönd Reykjanesbæjar dagsett 30. apríl er samþykkt.
Keflavíkurflugvöllur - Bygging akbrauta fyrir flugvélar
Rostyslav Tkachuk óskar að fá að hækka botnkóta húss um 50 cm. miðað er við að endanleg hæð á húsi verði 4m en ekki 4,3m eins og leyfilegt er skv. skipulagi. Þannig að að heildar hækkun umfram skipulag yrði þá 20cm í samræmi við uppdrátt Bjarka M Sveinssonar dags. 27. apríl 2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Lagt fram. Utanumhald og upplýsingagjöf Landsnets hefur verið til fyrirmyndar í þessu verkefni og vel til þess fallið að koma í veg fyrir upplýsingaóreiðu. Á heimasíðu Landsnets eru ítarleg gögn um vinnuferlið og umhverfismatið.
Með því að smella hér opnast síða Landsnets, allar framkvæmdir í Hafnarfirði og Suðurnesjum
Með því að smella hér opnast síða Landsnets um Suðurnesjalínu 2
Suðurnesjalína 2 - Álit lokaútgáfa
Ein andmæli í tveimur liðum bárust. Annarsvegar er lýst áhyggjum af aðkomu að lóðinni Hvalvík 2-2a og hinsvegar sú skoðun að þröngt verði um umferð á lóðinni Hólmbergsbraut 9.
Andmæli eiga ekki við efnisatriði erindisins. Breytingin skerðir ekki hagsmuni nágranna, erindi samþykkt.
Ósk um breytingu á stjórnvaldsákvörðun. Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsráðs þann 6. mars s.l. á erindi um stækkun safnaðarheimilis Njarðvíkurkirkju í Innri- Njarðvík var að skipulag vegna safnaðarheimilis Innri-Njarðvíkurkirkju verði hluti af breytingu á deiliskipulagi fyrir kirkjugarðinn í Innri-Njarðvík sem er í vinnslu samkvæmt 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kirkjugarður, kirkja og safnaðarheimili myndi eina skipulagslega heild. Óskað er að þessi ákvörðun sé endurskoðuð og skipulag kirkjugarðs og safnaðarheimils sé aðskilið og að málsmeðferð vegna safnaðarheimilis verði í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ráðið tekur vel í erindið og telur að enn sé mikilvægt að skipuleggja svæðið í heild. Ákvörðun dagsett 6. mars 2020 stendur óbreytt. Embættismönnum falið að leiðbeina sóknar- og bygginganefnd til að tryggja framgang verkefnisins og að því ljúki innan eðlilegra tímamarka.
Njarðvíkurbraut 36 - Fyrirspurn
Elvar M. Friðriksson sækir um lóðina Eikardalur 2.
Lóðaúthlutun samþykkt.
Róbert J. Sæmundsson sækir um lóðina Völuás 6.
Lóðaúthlutun samþykkt.
Hjörleifur M. Jóhannsson sækir um lóðina Grjótás 2.
Lóðaúthlutun samþykkt.
Ársskýrslan lögð fram. Ráðið þakkar framkomna ársskýrslu og hrósar starfsmönnum fyrir greinargóða skýrslu.
Ársskýrsla umhverfissviðs 2019
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. maí 2020