267. fundur

19.03.2021 08:15

267. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll

19. mars 2021, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert J. Guðmundsson, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 301 (2021010027)

Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 301, dagsett 9. mars 2021, í 11 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn: 

Fundargerð 301. afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa

2. Borgarvegur 24 - Leiðrétting á lóðarmörkum (2020110238)

Sei ehf. sækir um leiðréttingu fyrir hönd eigenda á lóðarmörkum Borgarvegs 24. Að afrein verði fjarlægð og að lóðin mælist 23x30 m, eins og í upphafi í samræmi við önnur opinber gögn. Lóðin er í samræmi við útgefið lóðarblað frá maí 1999 en einnig kemur breytingin fram á loftmynd sem var tekin árið 1996, en lóðarleigusamningur hafði ekki verið uppfærður til samræmis. Erindinu var frestað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. desember sl.

Möguleg tvöföldun hringtorgs við Njarðarbraut kallar á óbreytt lóðarmörk miðað við núverandi afmörkun og fram kemur á lóðarblaði frá maí 1999. Starfsmönnum umhverfissviðs falið að fylgja málinu eftir.

Fylgigögn:

Bréf til byggingarfulltrúa

3. Grænásbraut 501 - Deiliskipulag (2020110303)

Borgarplast ehf. leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina. Gert verði ráð fyrir um 6600m2 fermetra stækkun sem bætist við núverandi byggingu sem er um 4700 m2. Heildarbyggingarmagn á 28.000m2 lóð verði um 11.321m2. Erindinu var frestað á fundi nr. 260, þann 20. nóvember sl. og voru endurbættir uppdrættir með nánari skilmálum varðandi uppbrot og byggingarreiti lagðir fram. Auglýsingatíminn er liðinn og engar athugasemdir bárust.

Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Fylgigögn:

Deiluskipulag Grænásbraut 501

4. Kirkjubraut 28 – Fyrirspurn (2021030341)

Sveinn Gunnar Jónsson óskar eftir heimild til að reisa á lóð sinni bílskúr og tómstundaherbergi að lóðarmörkum til norðurs og austurs í samræmi við erindi dags. 6. mars 2021 frá Sigurði H. Ólafssyni.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Kirkjubraut 28 - fyrirspurn

5. Kalmanstjörn - Starfsmannahús (2020100016)

Benchmark Genetics Iceland hf. óskar heimildar til að reisa starfsmannaaðstöðu á lóð sinni við Nesveg 50. Deiliskipulag er í vinnslu.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3. Mikilvægt er að vinnu við deiluskipulag verði lokið sem fyrst.

Fylgigögn:

Kalmanstjörn

6. Vatnsnesvegur 22 - Ný afstöðumynd (2020020019)

Sigríður Jónsdóttir leggur inn umsókn, móttekna 11. maí 2018, um byggingu 50m2 bílskúrs. Erindið var afgreitt á fundi ráðsins þann 5. apríl 2019 með bókuninni: Aðkoma er þröng og er erindi samþykkt með því skilyrði að bílskúrinn sé styttur um 80 cm og að 6 m séu að lóðarmörkum framan við bygginguna. Nú er erindið lagt aftur fram og er skúrinn styttur en færður til á lóðinni.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Ný afstöðumynd

7. Algalíf - Ósk um endurskoðun ákvörðunar (2021020388)

Algalíf Iceland ehf. óskar eftir endurskoðun á ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs dags. 19. febrúar 2021 um málsmeðferð og að heimilt verði að senda erindið í grenndarkynningu. En Algalíf óskar heimildar til að breyta deiliskipulagi Tæknivalla fyrir reit sem afmarkast af lóðunum Bogatröð 10, 12, 14, 16 og 18 í samræmi við fyrirspurnaruppdrátt Glóru ehf. dags. 5. febrúar 2021.

Erindi frestað.

Fylgigögn:

Algalíf fyrirspurn

8. Kirkjuvegur 8 - Umsókn um lóð (2021030029)

Gullhjartað ehf. sækir um lóðina Kirkjuveg 8 undir húsin sem nú standa á lóðunum Hafnargata 22 og Hafnargata 24.

Úthlutun samþykkt með fyrirvara að deiliskipulagstillagan Hafnargata 22-28, Klapparstígur 3-5 og Tjarnargata 2 verði samþykkt. Heimilt er að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Gamla bæinn.

Fylgigögn:

Kirkjuvegur 8 - Umsókn

9. Njarðvíkurhöfn - Rammaskipulag (2020100160)

Skipulagsfulltrúi óskar heimildar til að vinna rammaskipulag svæðis sem afmarkast af Njarðvíkurhöfn, Sjávargötu, Njarðarbraut að Fitjabakka samhliða heildar endurskoðun aðalskipulags. Fyrir liggur stefna stjórnar Reykjaneshafna sem felst m.a. í því að Njarðvíkurhöfn verði útgerðarhöfn sveitarfélagsins með þjónustu við fiskveiðar og vinnslu. Unnið er að stækkun Njarðvíkurhafnarinnar og skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og stefnt er að þróun skipaþjónustuklasa á svæðinu sem á eftir að hafa fjölbreytt áhrif á bæinn út fyrir svæðið. Myndaður verði stýrihópur hagaðila, embættismanna og kjörinna fulltrúa sem móti vinnuna og fylgi verkefninu eftir. Hópurinn stýri þróun verkefnisins og sjái til þess að það samþættist starfsemi hafnarinnar, öðrum skipulagsverkefnum í sveitarfélaginu og þróun viðskipta.

Umhverfis og skipulagsráð tilnefnir Róbert J. Guðmundsson í stýrihópinn og óskar eftir tillögu frá framtíðarnefnd og stjórn Reykjaneshafnar.

Fylgigögn:

Erindi - Njarðvíkurhöfn og nágrenni

10. Umhverfis- og loftslagsstefna Reykjanesbæjar (2020021391)

Umhverfis- og skipulagsráð og framtíðarnefnd hafa unnið saman að gerð nýrrar umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar og voru drög að stefnunni send til umsagnar hjá nefndum og ráðum sveitarfélagsins ásamt Kölku sorpeyðingarstöð sf.

Umhverfis- og skipulagsráð þakkar barnaverndarnefnd, fræðsluráði, velferðarráði, menningar- og atvinnuráði, lýðheilsuráði, íþrótta- og tómstundaráði, stjórn Reykjaneshafnar, öldungaráði og Kölku sorpeyðingarstöð fyrir yfirferð og umsagnir um Umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar.

Umsagnir og athugasemdir þessar munu nýtast vel við gerð aðgerðaáætlunar sem unnin verður í framhaldi af samþykkt stefnunnar.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að senda Umhverfis- og loftslagsstefnuna til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

11. Eikardalur 13 – Umsókn um lóð (2021030248)

Ljósbrá M. Bjarnadóttir sækir um lóðina Eikardalur 13.

Lóðaúthlutun samþykkt.

Fylgigögn: 

Umsókn um lóð

12. Flugvellir 23 – Umsókn um lóð (2021030175)

Davíð P. Viðarsson sækir um lóðina Flugvellir 23.

Lóðaúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. apríl 2021.