286. fundur

04.02.2022 08:15

286. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur 4. febrúar 2022, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Hannes Friðriksson, Ríkharður Ibsen, Róbert J. Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir tæknifulltrúi, Brynja Þóra Valtýsdóttir, Sigurður Þór Arason og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Hafnargata 44 og 46 – vinnslutillaga (2021100132)

Tækniþjónusta SÁ ehf. fékk heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir Hafnargötu 44 og 46 í samvinnu við skipulagsfulltrúa á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 1. október 2021. Lögð er fram tillaga til kynningar öðru sinni en tillaga lögð fram þann 3. desember 2021 þótti of umfangsmikil.

Lagt fram.

2. Skiltahandbók (2022010278)

Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu mætti á fundinn.

Reglulega rata fyrirspurnir um margvíslegar gerðir skilta inn á borð starfsmanna sveitarfélaga. Um er að ræða skilti tengd menningu, sögulegra húsa, áhugaverða staða, lýðheilsuskilti, ferðamannaskilti innanbæjar, auglýsingaskilti, ledskilti, fyrirtækjaskilti og fleira. Ekki er til heildrænt útlit á álíka skiltum fyrir sveitarfélög Reykjaness.

Lagt fram.

3. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 321 (2022010016)

Lögð fram til kynningar fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 321, dags. 27. janúar 2022 í 8 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn:

Fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 321

4. Flugvellir - breyting á deiliskipulagi (2021090307)

DAP ráðgjafar leggja fram breytingu á deiliskipulagi Flugvalla með uppdrætti dags. nóvember 2021. Lóð nr. 23 stækkar og er byggingarreitur færður og gert ráð fyrir bensínstöð. Byggingarreitum lóða nr. 13-17 og 5-9 breytt og þær sameinaðar. Lóðin Smiðjuvellir 3 er innlimuð í skipulagið. Fyrirkomulagi geymslusvæðis fyrir bíla og grenndarstöð breytt. Tillagan var auglýst, engar athugasemdir bárust.

Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Fylgigögn:

Breyting á deiliskipulagi - Flugvellir

5. Reykjanesvegur 46 – bílskúr (2021080174)

Eggert Sólberg Pálsson óskar heimildar til að byggja nýjan bílskúr og rífa þann sem fyrir er á lóðinni í samræmi við uppdrátt Riss ehf. dags. 18. júní 2021. Andmæli bárust þar sem hæð bílskúrs er andmælt og að hann standi við lóðarmörk Reykjanesvegar 44 og auki því á skuggavarp. Uppfærð tillaga er lögð fram þar sem nýr skúr er staðsettur 1 m frá lóðamörkum. Hámarkshæð hefur lækkað úr 3,8 m í 3,5 m.

Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Reykjanesvegur 46 – bílskúr

6. Breyting á lóð DRE 717 (2022020039)

HS Veitur óska eftir að minnka lóðina undir dreifistöð DRE 717 við Skógarbraut í samræmi við tillögu að lóðablaði.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

Fylgigögn:

Breyting á lóð DRE 717

7. Brekadalur 4 - niðurstaða grenndarkynningar (2021110032)

Aris ehf. fyrir hönd Erlu G. Grétarsdóttur óskar eftir stækkun á byggingarreit með erindi dags. 28. október 2021. Byggingarreitur stækki um 3 m til austurs svo fjarlægð að lóðarmörkum Brekadals 6 verði 5 m í stað 8 m. Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráð 5. nóvember 2021 að grenndarkynna erindið, en tvær athugasemdir bárust. Byggingarreitur færist nær lóðmörkum til austurs og er andmælt mögulegu skuggavarpi og aukinnar yfirsýnar yfir einkarými. Fjarlægð milli húsa við Brekadal 4 og 6 styttist úr 16 m í 13 m. Hámarkshæð húsa er samkvæmt skilmálum deiliskipulags 7,2 m. Breytingu er andmælt vegna nálægðar við Brimdal 1 sem er suðvestan við lóðina vegna mögulegs skuggavarps og sjónlínu. Erindi var frestað og óskað er eftir að gert verði skuggavarp, sem nú er lagt fram.

Skuggavarp sýnir fram á að breytingin hefur ekki áhrif á nágrannalóðir. En breikkun byggingareits um 3 metra er of mikið að mati ráðsins en fordæmi er fyrir 2 metra breikkun. 2 metra stækkun á byggingareit til austur samþykkt.

Fylgigögn:

Brekadalur 4

8. Hleðslustöð við Suðurgötu 4-6 (2022020042)

Húsfélagið Hof Suðurgötu 4, 6 og 8 óskar eftir heimild til að setja hleðslustöðvar nálægt blokkinni.

Hleðslustöðvar þurfa að vera innan lóða og einkastæði sömuleiðis. Aðeins 10 bílastæði eru innan lóðar fyrir 24 íbúðir. Önnur stæði eru utan lóðar að öllu leiti eða til hálfs. Húsfélagið í samráði við starfsfólk umhverfissviðs leysi úr þessu. Erindi frestað.

Fylgigögn:

Hleðslustöð við Suðurgötu 4-6

9. Flutningshús til Reykjanesbæjar (2022020046)

Félagið Langeldur ehf. er að leitast eftir hentugri lóð sem friðað hús mætti fara á þar sem núverandi staðsetning hentar ekki húsinu eða umhverfi.

Reykjanesbær hefur ekki lóð á lausu sem hentar undir húsið að svo stöddu. Erindi hafnað.

Fylgigögn:

Flutningshús til Reykjanesbæjar

10. Starfsáætlun umhverfissviðs 2022 (2021110438)

Sviðstjóri umhverfissviðs kynnir starfsáætlun og mælaborð.

Lagt fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. febrúar 2022.