322. fundur

15.09.2023 08:15

322. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 15. september 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Jóhann Sigmarsson.

Að auki sátu fundinn Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingarfulltrúa, Sveinn Björnsson byggingafulltrúi og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Helga María Finnbjörnsdóttir boðaði forföll, Jóhann Sigmarsson sat fyrir hana.

1. Andrými - verkefnaskil (2022110325)

Reykjanesbær óskaði eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum til að endurskilgreina torg og almenningssvæði með tímabundnum lausnum. Verkefnið stóð yfir frá maí fram í miðjan september. ANDRÝMI er í grunninn skipulagstæki sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun svæða, og til að auka fjölbreytta notkun almennings á svæðinu. Margrét L Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála kynnti verkefnaskil.

Umhverfis- og skipulagsráð fagnar skemmtilegu, mikilvægu og metnaðarfullu verkefni sem mikilvægt er að tryggja áframhaldandi fjárveitingu.

Fylgigögn:

Andrými - Lokakynning

2. Umhverfisviðurkenningar Reykjanesbæjar (2023040281)

Umhverfis- og skipulagsráð skipaði stýrihóp og óskaði eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga 2023. Íbúum gafst kostur á að senda inn tilnefningar um þá einstaklinga, garða, götur, svæði, stofnanir, félagasamtök eða fyrirtæki, sem þeim finnst koma til greina. Á Ljósanótt voru viðurkenningar veittar.

Lög fram drög að formlegum reglum um umhverfisviðurkenningar Reykjanesbæjar sem Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála og Berglind Ásgeirsdóttir umhverfisstjóri hafa unnið.

Umhverfis- og skipulagsráð þakkar stýrihópnum fyrir góð störf og óskar íbúum sem hlutu umhverfisviðurkenninguna til hamingju.

Fylgigögn:

Umhverfisviðurkenningar 2023

3. Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar - endurskoðun (2023090266)

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar óskar umsagnar um skipulagslýsingu endurskoðunar Aðalskipulags Keflavíkurflugvallar.
Reykjanesbær gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna eða helstu áhersluþætti við endurskoðun aðalskipulagsins þar sem horft verður til endurskoðunar á núverandi flugbrautakerfi, breytinga á ytri mörkum svæðisins og samgöngu og veitukerfis.

Fylgigögn:

Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar

4. Beiðni um úthlutun reits í Njarðvíkurskógum til skógræktar (2021080179)

Á 274. fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar þann 13. ágúst 2021 lagði St. Jóhannesar Stúkan Sindri, sem starfar innan Frímúrarareglunnar á Íslandi, fram beiðni um að fá einum hektara úthlutað í Njarðvíkurskógum fyrir uppbyggingu skóglendis og græns svæðis. Umhverfis- og skipulagsráð tók vel í erindið og samþykkti að stúkan fengi svæði til umráða. Síðan þá hafa farið fram fundir með embættismönnum bæjarins og svæðið skoðað til að finna hentuga staðsetningu. Í framhaldi af þeim umræðum vill undirritaður fara þess á leit við umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar fyrir hönd St. Jóhannesar Stúkunnar Sindra að fá einum afmörkuðum hektara úthlutað í Njarðvíkur-skógum til umráða sbr. erindi dags 1. september 2023.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að St. Jóhannes Stúkan Sindri fái einn afmarkaðan hektara úthlutað í Njarðvíkur-skógum til umráða með fyrirvara um samþykki landeiganda.

Fylgigögn:

Sindrareitur í Njarðvíkurskógi

5. Tjarnargata 2 (2023080227)

Óskað er heimildar til að byggja skábraut við Tjarnargötu 2 sbr. erindi Bústoðar ehf dags 14. ágúst 2028.

Erindið er samþykkt, en verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.

Fylgigögn:

Tjarnargata 2

6. Fitjabraut 5 - breyting á nýtingarhlutfalli (2019100156)

Smáragarður óskar eftir auknu byggingarmagni á lóðinni Fitjabraut 5. Umbeðin ósk er vegna útreikningar á áætluðu byggingarmagni í deiliskipulagi, ekki var gert ráð fyrir b- rýmum í heildar stærð. Nýtingarhlutfall hækki úr 0,38 í 0,43.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3 með fyrirvara um samþykki landeiganda.

Fylgigögn:

Fitjabraut 5

7. Garðavegur 9 - stækkun (2021080178)

Birkir S Níelsson óskar eftir heimild til stækkunar á húsi við Garðaveg 9 sbr. uppdrætti Artstone slf. dags. 5 ágúst 2021.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Garðavegur 9

8. Kirkjuvegur 34 - bílastæði (2023080474)

Erla M Guðnadóttir óskar eftir breyttu fyrirkomulagi bílastæða á lóð með erindi dags 1. september 2023.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Kirkjuvegur 34

9. Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 - breyting M12 Aðaltorg (2019060056)

Óskað er eftir óverulegri breytingu á aðalskipulagi fyrir landnotkunarreit M12. Byggingarmagn og notkun er óbreytt en umfang reitsins eykst úr 12,1ha í 16,3ha en opið svæði OP9 minnkar.

Lagt fram til kynningar.

Fylgigögn:

Aðalskipulagsbreyting

10. Umsókn um lóð - Brekadalur 75 (2023080545)

Niðurstaða hlutkestis er að Vladyslav Penkovyi er úthlutuð lóðin Brekadalur 75.

Lóðarúthlutun samþykkt.

11. Umsókn um lóð - Brekadalur 58 (2023080604)

Björn E. Halldórsson sækir um lóðina Brekadalur 58.

Lóðarúthlutun samþykkt.

12. Áætlun um virka ferðamáta og ferðavenjukönnun (2022030450)

Margrét L Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála kynnti drög að áætlun um virka ferðamáta og ferðavenjukönnun.

Fylgigögn:

Áætlun um virka ferðamáta og ferðavenjukönnun

13. Stýrihópur um breytingu á aðalskipulagi - samgöngumál (2019060056)

Með ört vaxandi sveitarfélagi hafa samgöngumál orðið meira knýjandi. Stefna um tengingar Reykjanesbrautar við þéttbýlið var lögð á fyrsta áratug þessarar aldar. Kanna þarf hvort endurskoða þarf forsendur með auknu umferðarálagi innanbæjar, vexti Keflavíkurflugvallar, bæði sem samgöngumiðstöðvar nær allra ferðamanna sem um landið fara og stækkandi vinnustaðar íbúa Reykjanesbæjar. Einnig þarf að líta til breyttra áhersla innan starfsvæðis flugvallarins.

Frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. september 2023.